Bæjarráð

8. október 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3417

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir/Auður Þorkelsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Undirbúningshópur um stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar gerir grein fyrir stöðu málsins.

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Stofnfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn 22.október nk.

    • 1506175 – Sumarlaun, verkfall, ósk um endurskoðun

      Tekið fyrir aftur.

      Í ljósi umsagnar lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga getur bæjarráð ekki orðið við beiðninni en bæjarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Lagt fram afrit af svari Minjastofnunar Íslands til Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala frá 12. ágúst 2015 varðandi varðveislumat á sjúkrahús- og skólabyggingum við Suðurgötu 41 og 44.

      Bæjarráð samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

      Bæjarráð samþykkir að kalla eftir því að ríkið taki ábyrgð á framtíð bygginga St. Jósefsspítala og skipuð verði forvalsnefnd með fulltrúum beggja aðila sem fái það verkefni að finna fasteignunum nýtt og viðeigandi hlutverk í þágu nærsamfélagsins í Hafnarfirði. Í vinnu sinni skuli nefndin horfa til alls skipulagssvæðisins sem tilheyrir spítalanum og byggingum hans í samráði við hagsmunaaðila. Fyrsta verkefni nefndarinnar verði að undirbúa og hrinda í framkvæmd forvalsferli þar sem áhugasömum aðilum skal gefið tækifæri til að leggja fram hugmyndir sínar að framtíðarnýtingu fasteignanna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda ráðuneytinu erindi þessa efnis og vinna að framgangi málsins en tekur ekki afstöðu til þeirra krafna sem fram koma í erindi Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala.

      Geinargerð:
      Hingað til hefur öllum hugmyndum og tillögum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um mögulega nýtingu á húsnæði St. Jósepsspítala verið hafnað. Hafa byggingarnar verið látnar standa auðar allt frá því að starfsemi St. Jósepsspítala var lögð niður í kjölfar sameiningar við Landsspítala Háskólasjúkrahúsi. Óskum bæjarins um að fá fasteignirnar til umráða hefur hingað til sömuleiðis verið synjað af hálfu ríkisins. Bæjarráð getur ekki fallist á það að byggingarnar standi áfram auðar og í niðurníðslu og leggur því til að málið verði sett í ofrangreindan farveg með von um að hægt verði að vinna málið hratt og vel og í góðu samstarfi aðila.

    • 1410264 – Bæjarbíó og Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

      Lagt aftur fram eftir fund bæjarstjóra með Kvikmyndasafni Íslands.

      Bæjarstjóri skýrði frá viðræðum sínum við forstöðumann Kvikmyndasafns Íslsnds. Bæjarráð skorar á Kvikmyndasafnið að endurskoða afstöðu sína til samnýtingar á húsnæðinu. Bæjarráð Hafnarfjarðar staðfestir fyrirliggjandi samning við Menningar-og listafélag Hafnarfjarðar.

    • 1212008 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

      Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 28.09.2015 lagt fram.

      Lagt fram. Bæjarráð Hafnarfjarðar mun funda með eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 26. október n.k.

    • 1509731 – Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar, ósk um endurskoðun

      Erindi frá Miðbæjarsamtökunum Hafnarfjarðar lagt fram.

      Lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingaráðs.

    • 1510023 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fjárhagsáætlun og gjaldskrár 2016

      Lögð fram fjárhagsáætlun og tillaga að gjaldskrá 2015 fyrir Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

      Lagt fram.

      Bæjarráð samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá heilbrigiðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.”

    • 1307154 – Þjónusta við hælisleitendur

      Á fundi sínum 5. okt. sl. vísaði fjölskylduráð drögum að samningi við Útlendingstofnun, til bæjarráðs. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála.

      Fram kom að börn sem dvelja á vegum Útlendingastofnunar í bænum sem falla ekki undir þessi samningsdrög muni hefja skólagöngu í Hafnarfirði á næstu dögum.

    • 1509613 – Austurgata 30, beiðni um rökstuðning

      “Óskað er eftir því að Bæjarráð svo og skipulags- og byggingarfulltrúi geri grein fyrir á hvaða forsemdum sú ákvörðum er tekin að breyta lóðarmörkum Austurgötu 28.”

      Bæjarstjóra í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa falið að svara erindinu.

    • 1302357 – Selhella 3, breyting.

      Farið yfir framgang málsins sem nú er til meðferðar í Hæstarétti.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélaginu Haukum.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar óskar eftir að forsvarsmenn Hauka mæti á næsta fund bæjarráðs ásamt formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    • 1510015 – Búsetukjarnar fatlaðs fólks, krafa um viðbótarframlög

      Lögð fram bréf til velferðarráðuneytisins og Brynju hússjóðs.

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

    • 1509732 – Skólastjórnendur, laun, samningar

      Lagt fram bréf frá skólastjórum grunnskóla í Hafnarfirði.

      Lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma málinu á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga.

    • 1503042 – Skógarás 6, stefna

      Farið yfir stöðu málsins sem er til meðferðar í héraðsdómi.

    • 1509656 – Þjóðlendur, eigendastefna, verkefnislýsing

      Bréf frá forsætisráðuneyti lagt fram.

      Lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingaráðs.

    • 1506325 – Nýr Landspítali á betri stað

      Lagt fram erindi frá Samtökum um Betri spítala á betri stað.

      Lagt fram.

    • 1404081 – Búsetukjarni, húsbyggingasjóður Þroskahjálpar

      Lögð að drög að samkomulagi.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi samning með fyrirvara um að frumvarp um aðstoð ríkisins við leigufélög hafi ekki áhrif á forsendur samningsins.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Sviðsstjóri fjármálasviðs fór yfir stöðuna.

    • 1510066 – Orlof af fastri yfirvinnu

      Mannauðsstjóri mætir á fundinn.

      Tekið til umræðu í tilefni af tillögu Capacent um breytt fyrirkomulag á orlofsgreiðslum. Mannauðsstjóri fór yfir forsendur.

    • 1510067 – Þjónustumiðstöð, kjaraviðræður.

      Mannauðsstjóri fór yfir kjarasamninga.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að fela samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að taka til endurskoðunar bókun IV í kjarasamningum um vinnutíma starfsmanna í Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar frá 10. apríl 1978.

    • 1510068 – Skipulagsbreytingar á fjármála- og stjórnsýslusviði

      Minnisblað lagt fram.

      Fundarhlé gert kl. 12:45
      Fundi fram haldið kl. 13:00

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gera það að tillögu sinni að bæjarráð samþykki fyrir sitt leyti þær breytingar sem fram koma á minnisblaði bæjarstjóra.

      Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG gera alvarlegar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd upplýsingamála sveitarfélagsins án þess að þeim fylgi rökstuðningur eða haft hafi verið samráð um þær við bæjarráð.

      Mikilvægt er að almenningur geti treyst því að upplýsingagjöf opinberra aðila, s.s. sveitarfélaga byggi á hlutlausum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum hagsmunum þeirra sem eru við völd á hverjum tíma. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið og hafa leitt til starfsloka upplýsingafulltrúa bæjarins er að okkar mati stigið skref í þá átt. Teljum við það ekki vera í hag bæjarbúa og eðlilegra að okkar mati að fulltrúar meirihlutans kæmu hreint fram í málinu ef vilji þeirra stendur til þess að ráða póltískan aðstoðarmann við hlið bæjarstjóra.

    • 1510107 – Spor í sandinn, Biodome Hafnarfjörður

      Ósk um að kynna verkefnið Biodome Hafnarfjörður.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar óskar eftir að fyrirsvarsmenn Biodome Hafnarfjörður komi á fund bæjarráðs og kynni verkefnið.

    Umsóknir

    • 1510065 – Sundfélag Hafnarfjarðar, 70 ára afmæli, styrkumsókn

      Sundfélag Hafnarfjarðar sækir um styrk til að halda upp á 70 ára afmæli félagsins.

      Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Sundfélags Hafnarfjarðar.

    Fundargerðir

    • 1502079 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.september sl.

Ábendingagátt