Bæjarráð

19. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3420

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1511159 – Álverið í Straumsvík

      Rannveig Rist forstjóri og Ólafur Teitur Guðnason framkvæmdastjóri samskiptasviðs álversins í Straumsvík mættu til fundarins.

    • 0712029 – Öldungaráð Hafnarfjarðar

      Fulltrúar Öldungaráðs Hafnarfjarðar, Elísabet Valgeirsdóttir og Gylfi Yngvason mættu á fundinn, einnig Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri. Um er að ræða árlegan fund Öldungaráðsins með bæjarráði.

      Bæjarráð þakkar fyrir gagnlegar umræður.

    • 1511158 – Útboð á endurskoðun

      Lögð fram tillaga um að Pricewaterhouse Coopers taki við sem endurskoðandi Hafnarfjarðarbæjar af KPMG.
      Einnig sagt frá kæru vegna framkvæmdar á örútboði vegna endurskoðunar hjá Hafnarfjarðarbæ (nr. 20148, Endurskoðun Hafnarfjarðarbæjar).
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir í kjölfar útboðs að leggja til við bæjarstjórn: “Pricewaterhouse Coopers taki við sem endurskoðandi Hafnarfjarðarbæjar frá og með næstu áramótum.”

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Bæjarstjóri leggur til að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram 9. desember næstkomandi m.a. með hliðsjón af því að ekki er búið að ganga frá kjarasamningum. Á fundinum 24. nóvember fari fram aukaumræða um fjárhagsáætlun. Með útsendri dagskrá verði send út drög að greinargerð.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að fyrir fund bæjarstjórnar í næstu viku liggi hvort tveggja drög að greinargerð með fjárhagsáætlun og tillaga að fjárfestingaráætlun.

    • 1508129 – Árshlutauppgjör 2015

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs fór yfir 9 mánaða uppgjör.

      Farið yfir 9 mánaða uppgjör.

    • 1511196 – Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál til umsagnar

      Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði) 263.mál.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

      Til upplýsinga.

    • 1502195 – Reglur um tekjutengdan afslátt fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn öldungaráðs á meðf. tillögum fyrir 27. nóvember n.k.

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, framkvæmdaáætlun, beiðni

      Lögð fram fram drög að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun jafnréttisstefnu.

      Erindisbréf samþykkt.
      Fulltrúar bæjarráðs í starfshópnum eru:
      Guðlaug Kristjánsdóttir
      Kristinn Andersen
      Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir
      Óskar Steinn Ómarsson

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Tekið fyrir aftur. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisþjónustu mætir á fundinn.

      Bæjarstjóra falið að fara í viðræður við ríkið um möguleg makaskipti og eignarhald lóða.

    • 1504477 – Brekkuhvammur við Hlíðarbraut

      Lagðir fram undirskriftarlistar vegna lokunar starfsstöðvar við Hlíðarbraut.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG taka undir bókun minnihlutans í fræðsluráði frá 18. nóv. s.l.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar vísa í bókun meirihlutans á sama fundi fræðsluráðs.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Varðar reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands ísl. sveitarfélaga mætti á fundinn.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirliggjandi bréfi innanríkisráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG lögðu fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar minnihlutans ítreka bókun sína á fundi bæjarstjórnar þann 16. september sl. Fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað komið með athugasemdir við fyrirætlanir meirihlutans í málefnum Hafnarfjarðarhafnar og bent á að þær stangist á við meginákvæði hafnalaga. Þá er enn óljóst hvaða tilgangi breytingarnar eigi að þjóna.

    • 1511172 – Reykjavíkurvegur 60, tímabundið áfengisleyfi

      Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12.nóv. sl. þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi 12.desember nk. frá kl 03.00-06:00.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við lengingu opnunartíma 12. desember n.k. frá kl. 03.00-06.00.

    • 1511176 – SSH, aðalfundur 2015.

      Lagt fram fundarboð um aðalfund SSH 2015 sem haldinn verður föstudaginn 20.nóv. nk. í Félagsgarði, Kjós.

      Lagt fram.

    • 1511171 – Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH, ársreikningur 2014

      Lagður fram ársreikningur SSH 2014.

      Lagt fram.

Ábendingagátt