Bæjarráð

23. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3421

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Tekið fyrir að nýju. Til umræðu.
      Geir Bjarnason íþróttafulltrúi kom á fundinn.

      Íþróttafulltrui kynnti gerð þjónustu- og rekstrarsamninga við íþróttafélög.

    • 0804147 – Hress, leigusamningur um heilsuræktaraðstöðu í Ásvallalaug

      Geir Bjarnason íþróttafulltrúi kom á fundinn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

      Íþróttafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1511085 – Leiðbeiningaskilti (upplýsingaskilti) og bílastæði við Krýsuvíkurveg

      Lagt fram bréf dags. 28.okt. 2015 frá Rotaryklúbb Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1511154 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

      Lagt fram bréf dags. 11.nóv. sl. frá Leikfélagi Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir nýju húsnæði fyrir leikfélag Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1511187 – Sveinssafn, rafhitunarkostnaður, styrkumsókn

      Lagt fram erindi frá Sveinssafni um beiðni um stuðning v. lokunar borholu í Krýsuvík

      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1511192 – Fjárhagsáætlun, útsend gögn, framkvæmd

      Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu dag. 16.nóv.sl. vegna kvörtunar yfir útsendingu gagna fyrir bæjarstjórnarfund 28.okt. sl.

      Lagt fram.

    • 1511242 – Útsvarsprósenta við álagingu 2016

      Tillaga að bæjarráð leggji til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta 2016 verði 14,52%.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:”´Bæjarstjórn samþykkir að útsvarsprósenta fyrir árið 2016 verði óbreytt eða 14,52%”.

    • 1511202 – Þroskahjálp, ályktun stjórnar 14.nóv. 2015

      Lögð fram ályktun stjórnar Þroskahjálpar frá fundi 14.nóvember sl.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1511005F – Menningar- og ferðamálanefnd - 255

      Lagt fram.

Ábendingagátt