Bæjarráð

17. desember 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3423

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1512166 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni 2015

      Lögð fram styrkbeiðni frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð samþykkir beiðni Mæðrastyrksnefndar.

    • 1304541 – Byr - SPH, lífeyrisskuldbinding Eftirlaunasjóðs

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.

      Bæjarlögmanni falið að vinna áfram að málinu.

    • 1512254 – Útboð, niðurstöður

      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður komu á fundinn.

      Innkaupastjóri gerði grein fyrir niðurstöðum útboða á nokkrum þjónustuþáttum og kom fram að áætlaður ábati á næsta ári muni nema 110.839.461.- Bæjarstjóra falið að ganga til samninga í samræmi við það sem kynnt var á fundinum.

    • 1502191 – Koparhella 1, lóðarumsókn

      GT hreinsun ehf sækir um lóðina Koparhella 1.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og leggur til við
      bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Koparhellu 1 til GT hreinsunar ehf. og að gatnagerðargjald verði lækkað í samræmi við samþykkt umboð bæjarráðs frá bæjarstjórn 16. október 2015.”

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Lögð fram drög að samstarfssamningi um skipulagsmál vegna hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.

      Efnisleg umræða hefur ekki átt sér stað um þetta mál hjá Hafnarfjarðarbæ. Þegar niðurstaða af vettvangi SSH liggur fyrir mun bæjarráð fjalla frekar um málið.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Tekið fyrir að nýju. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn. Til umræðu

      Bæjarráð leggur áherslu á að hugtakið iðkandi sé skilgreint í samningstexta, óháð því hvaða mælitæki er notað til að meta iðkendafjölda hjá félögum. Mögulegar útfærslur á innleiðingu gæðaviðmiða ÍSÍ í samningstexta verði skoðaðar til viðbótar við gæðaákvæði tengd barnaverndarsjónarmiðum, félagslegum jöfnuði og fleiru sem þegar hefur verið sett fram í ákvæðum Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1512020 – Endurskoðun á reglum um launalaus leyfi og minnkað starfshlutfall

      Lagðar fram reglur um launalaus leyfi og lækkað starfshlutfall. Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætti á fundinn.

      Bæjarráð staðfestir framlagðar reglur um launalaus leyfi og lækkað starfshlutfall.

    • 1412022 – Tjarnarvellir 5 og 7, umsókn um lóð

      Tillaga um að afturkalla tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun lóðar

      Bæjarráð samþykkir að afturkalla tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun lóða að Tjarnarvöllum 5 og 7.

    • 1502465 – Afskriftir 2015

      Gatnagerðargjöld Fimleikafélags Hafnarfjarðar, fyrnd

      Gerð grein fyrir því að umrædd gatnagerðargjöld voru fyrnd árið 2011.

    • 1512032 – Reykdalsfélagið, rafminjasafn

      Lagt fram minnisblað vegna sögu rafvæðingar í Hafnarfirði.

      Málið kynnt.

    • 1512140 – Fjölskylduhjálp Íslands, jólasöfnun 2015

      Lagt fram erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands þar sem óskað er eftir framlagi til starfsemi Fjölskylduhjálpar.

      Lagt fram.

    • 1512072 – Almenningssamgöngur, virðisaukaskattur

      Lagt fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1512073 – Almannavarnanefnd, leiðbeiningar

      Lagt fram bréf frá sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 26.nóv. sl. varðandi almannavarnir sveitarfélaga, gerð leiðbeining um störf sveitarfélaga.

      Lagt fram.

    • 1512213 – Lækjargata 2, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð í Lækjargötu 2, Dvergur

      Bæjarráð hafnar tilboðinu.

    • 1504089 – Skipulagsmál og lóðaúthlutanir, íslenski eldsneytismarkaðurinn, markaðsrannsóknir, upplýsingabeiðni

      Lögð fram skýrsla Samkeppniseftirlitsins um markaðsrannsóknir á eldneytismarkaðnum frá 30.nóv. sl.

      Lagt fram.

    • 1511085 – Leiðbeiningaskilti (upplýsingaskilti) og bílastæði við Krýsuvíkurveg

      1.liður úr fundargerð menningar-og ferðamálanefnd frá 15.des. sl.
      Úr fundargerð bæjarráðs 23.11.2015:
      3. 1511085 – Leiðbeiningaskilti (upplýsingaskilti) og bílastæði við Krýsuvíkurveg
      Lagt fram bréf dags. 28.okt. 2015 frá Rotaryklúbb Hafnarfjarðar.
      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

      Nefndin tekur jákvætt í erindið varðandi skilti en vísar því áfram til skipulags- og byggingarráðs

      Bæjarráð tekur undir afgreiðslu menningar- og ferðamálanefndar og visar erindinu til nánari útfærslu til umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1511187 – Sveinssafn, rafhitunarkostnaður, styrkumsókn

      3.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.des. sl.
      Úr fundargerð bæjarráðs 23.11.2015:
      7. 1511187 – Sveinssafn, rafhitunarkostnaður, styrkumsókn
      Lagt fram erindi frá Sveinssafni um beiðni um stuðning v. lokunar borholu í Krýsuvík
      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

      Nefndin úthlutar ekki rekstrarstyrkjum.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Deildarlistar 2014 og áætlana 2015 og 2016 lagðir fram.

    • 1512004F – Hafnarstjórn - 1478

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 23.nóv. sl.

    • 1512007F – Hafnarstjórn - 1479

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10.des. sl.

    • 1512009F – Menningar- og ferðamálanefnd - 257

      Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.des. sl. lögð fram.

    Fundargerðir

    • 1502079 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 9.des. sl.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 13.nóv. og 14.des.sl.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.og 16.nóv. sl. og 4.des. sl.

Ábendingagátt