Bæjarráð

14. janúar 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3424

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1510136 – Lónsbraut, bátaskýli, endurnýjun lóðarleigusamninga

      Frestað á fundi bæjarráðs þ. 3.des. sl.
      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings við Lónsbraut.

    • 1512002 – Gæðahandbók og -ferlar

      Umræður um gæðastjórnun

      Til umræðu.

    • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

      Húsaleigureikningar vegna Iðnskólahússins frá því að Tækniskóli Íslands tók yfir starfsemina.

      Skipun fulltrúa í nefnd mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

      Óskað verður eftir viðræðum við fulltrúa menntamálaráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1110157 – Geymslusvæðið Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Tekin fyrir ósk Geymslusvæðisins um viðræður varðandi 1.áfanga.

      Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.

    • 1601602 – Lækjargata 2 (Dvergur), meðeigandi, viðræður

      Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum v. Lækjargötu 2.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    • 1601601 – Kjarasamningar

      Kjarasamningur STH og Sambands ísl. sveitarfélaga.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingu á launakjörum:

      Í samræmi við ráðningarsamninga taki Y launaflokkar og laun kjörinna fulltrúa breytingum til og með ársins 2019 í samræmi við samning við Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.

    • 1601600 – Glitvellir 37, lóð, sala

      Tillaga um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna lóðarinnar.

      Samþykkt að fallið verði frá forkaupsrétti vegna lóðarinnar Glitvellir 37.

    • 0804147 – Hress, leigusamningur um heilsuræktaraðstöðu í Ásvallalaug

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mættu til fundarins.

      Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

      Afgreiðslu málsins er frestað á milli funda. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

    • 1512277 – Skjalastjórn og skjalavarsla, ábending

      Lagt fram bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands dags. 11.des.sl. þar sem vakin er athygli á ábyrgð afhendingaskyldra aðila.

      Lagt fram.

    • 1512210 – Brunavarnaáætlun, gildistími

      Lögð fram bréf frá Mannvirkjastofnun dags.14.des.sl. og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins dags. 18.des. sl. varðandi brunavarnaráætlun sveitarfélagsins.

      Lagt fram.

    • 1512307 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, skipulagsbreytingar

      Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 17.des. sl. varðandi skipulagsbreytingar.

      Lagt fram.

    • 1411258 – Tekjustofnar sveitarfélaga, frumvarp til breytinga á lögum

      Lögð fram samþykkt stjórnar SSH frá 11.janúar sl. vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1195, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar tekur undir áskorun SSH.

    Fundargerðir

    • 1512018F – Hafnarstjórn - 1480

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 23.des. sl.

    • 1512013F – Stjórn Hafnarborgar - 336

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 18.des. sl.

    • 1311204 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18.des. sl.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18.des. sl.

Ábendingagátt