Bæjarráð

25. febrúar 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3427

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Einar Birkir Einarsson varamaður

Einnig sat fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sat fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1212213 – Staðarmörk sveitarfélaga, óbyggðanefnd

      Lögð fram krafa um greiðslu vegna málareksturs fyrir óbyggðanefnd.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.

      Bæjarráð fellst ekki á fyrirliggjandi kröfur. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar tóku fundarhlé kl. 8:52.
      Fundi fram haldið kl. 9:00.

      Lagt fram.

    • 1505266 – Endurskoðun lóðarverðs og gatnagerðargjalda

      Lögð fram drög að breyttri samþykkt um gatnagerðargjald.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:”Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að breyttri samþykkt um gatnagerðargjald.”

    • 1602386 – Kærunefnd útboðsmála, fatlað fólk, fötluð skólabörn, akstur, kæra

      Lagt fram bréf frá kærunefnd útboðsmála dags. 17.febr. sl. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1204179 – Selhella 1, afsal lóðar, Smáragarður ehf, stjórnsýslukæra

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn

      Lagt fram.

    • 1602104 – HS Veitur, hluthafafundur 2016

      Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar HS Veitna 9. mars 2016 kl. 13.

      Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn verði Skarphéðinn Orri Björnsson og hann fari jafnframt með atkvæðisrétt bæjarins. Varamaður hans verði Borghildur Sturludóttir.

    • 1502365 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, nýting, lóð og bílastæði

      Tekið fyrir að nýju.

      Lagt fram.

    • 1602151 – Styrkir bæjarráðs 2016

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð samþykkir að auglýsa styrkúthlutanir ráðsins. Jafnfram samþykkir bæjarráð að endurskoða núverandi styrkjafyrirkomulag með það að markmiði að styrkir bæjarins verði framvegis veittir í gegnum fagráð og nefndir.

    • 1511159 – Álverið í Straumsvík

      Til umræðu.

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir samtölum sem hann hefur átt við forsvarsmenn deiluaðila. Einnig að vinna við úttekt og greiningu á efnahagslegum áhrifum álversins sé í fullum gangi og verði lokið um miðjan mars.

    • 1602462 – Lánasjóður sveitarfélaga, auglýst eftir framboði

      Lagt fram bré fdags. 22.febr. frá Lánasjóði sveitarfélaga um kjör til stjórnar og varastjórnar.

      Lagt fram.

    • 1602347 – Opinber listasöfn, sýningarhald, samningsdrög, starfshópur

      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl myndlistarmanna dags. 20.jan. sl.

      Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til stjórnar Hafnarborgar.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Tekið fyrir að nýju.

      Lagt fram.

    • 1602480 – Reykjavíkurvegur 60, Ölhúsið, tímabundið áfengisleyfi

      Lagt fram erindi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu dags. 24.febr. sl.
      Óskar er eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi frá kl. 04 til kl. 06:30 aðfaranótt 6.mars nk. f. Ölhúsið Reykjavíkurvegi.

      Bæjarráð samþykkir að umbeðið leyfi verið veitt.

    Umsóknir

    • 1508520 – Hnoðravellir 8-10, umsókn um lóð

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

    • 1504442 – Kvistavellir 10-16, tilboð í lóðir

      Tekið fyrir að nýju. Tillaga að lóðinni Kvistavöllum 10-16 verði úthlutað til ER húsa ehf.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.

      Bæjarráð leggut til við bæjarstjórn:”Bæjarstjórn samþykkir að ER húsum ehf. verði úthlutað lóðinni Kvistavöllum 10-16.”

    • 1602021F – Hafnarstjórn - 1483

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 18.febr.sl.

    Fundargerðir

    • 1602448 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2016.

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkvliðis höfuðborgarsvæðisins frá 15.jan. og 19.febr. sl.

    • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 8.febr. sl.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.febr. sl.

Ábendingagátt