Bæjarráð

10. mars 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3428

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Þá sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Þá sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1603024 – Íshella 1, 3 og 3A, veðheimild

      Ósk um heimild til veðsetningar lóðanna fyrir tryggingarbréf til Landsbankans hf að fjárhæð kr. 62 millj. tryggt með 1. vr. á lóðunum. Lagt til að heimild til veðsetningar verði veitt.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til veðsetningar.

    • 1602386 – Kærunefnd útboðsmála, akstursþjónusta fatlaðs fólks, fötluð skólabörn, akstur, kæra

      Lagt fram bréf frá kærunefnd útboðsmála dags. 7.mars sl. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins.

      Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.

    • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins og gerði grein fyrir niðurstöðu um hvort bænum beri að greiða reikninga vegna hluta af leigu Iðnskólans eftir að Tækniskólinn tók við rekstrinum.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar samþykkja að reikningar vegna húsaleigu verði greiddir í samræmi við minnisblað bæjarlögmanns. Áréttað er að ákvörðun um sameiningu skólanna var tekin án samráðs við bæjaryfirvöld. Bæjarstjóra er falið að halda áfram viðræðum við fulltrúa Tækniskólans og lögð er áhersla á mikilvægi öflugs iðnnáms í bæjarfélaginu.

      Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn samþykktinni og bóka eftirfarandi ásamt áheyrnarfulltrúa VG:

      Fulltrúar Samfylkingar og VG gera athugasemd við það að þrátt fyrir fyrirliggjandi rökstutt álit um að skyldur bæjarins til að greiða húsaleigu fyrir Tækniskólann ehf. á grundvelli samnings um sameiginlegan rekstur Hafnarfjarðarbæjar og ríkisins um Iðnskóla Hafnarfjarðar séu ekki lengur til staðar eftir einhliða ákvörðun ráðherra að leggja skólann niður, hafi reikningum sem bænum hafa verið sendir ekki verið mótmælt.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Tekið fyrir aftur. Til umræðu. Geir Bjarnason
      forvarnarfulltrúi og Andri Ómarsson verkefnastjóri mættu til fundarins ásamt fulltrúum frá ÍBH.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

      Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 10:40.

    • 1510009 – Gervigrasvellir

      Bæjarráð samþykkir að gúmmíkurli verði skipt út á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins, samtals á átta völlum, í sumar. Bæjarstjóra er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun, að upphæð allt að 15 milljónum króna, og leggja fyrir bæjarráð. Gervigras og gúmmíkurl á íþróttasvæðum FH og Hauka uppfyllir gæðakröfur.

    • 1410264 – Bæjarbíó, rekstur, rekstraraðili

      Lagt fram bréf frá Kvikmyndasafni Íslands dags. 1.mars sl. Einnig tekin fyrir samþykkt menningar- og ferðamálanefndar frá 25. febrúar 2016.

      Umræður um rekstur Bæjarbíós.
      Bæjarráð getur ekki orðið við erindi Kvikmyndasafns Íslands.

    • 1603055 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXX. landsþing 2016

      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um landsþing sambandsins sem haldið verður 8.apríl nk. á Grand Hótel.

      Lagt fram.

    • 1603073 – Strætó bs, ársreikningur 2015

      Lagður fram ársreikningur Strætó bs 2015.

      Lagt fram.

    • 1603181 – Hringbraut, lóðarumsókn

      Lagt fram bréf dags. 7.mars sl. frá Spor í sandinn, þar sem óskað er eftir kaup eða leigu á lóð undir BioDome Hafnarfjörður.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn skipulags- og byggingaráðs.

    • 1603147 – Samband ísl. sveitarfélaga,námsferð til Våsterås, íbúalýðræði.

      Lagður fram tölvupóstur frá sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi námsferð til Svíþjóðar 29.ágúst – 1.sept. nk. varðandi íbúalýðræði.

      Lagt fram.

    • 1603222 – Gatnakerfið, viðhald, endurnýjun, átak

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    Fundargerðir

    • 1602024F – Menningar- og ferðamálanefnd - 260

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 25.febr. sl.

    • 1602025F – Stjórn Hafnarborgar - 338

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 24.febr. sl.

    • 1603166 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2016.

      Lögð fram fundargerð sambands ísl sveitarfélaga frá 29.jan. sl.

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 4.mars sl.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26.febr. sl.

Ábendingagátt