Bæjarráð

7. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3430

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Adda María Jóhannsdóttir varamaður

Þá sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Þá sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1603206 – Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, endurgreiðsluhlutfall

      Tekið fyrir að nýju, áður frestað á fundi bæjarráðs 30.mars sl.
      Tekin fyrir tillaga tryggingastærðfræðings um endurgreiðsluhlutfall.
      Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, mætti á fundinn.

      bæjarráð þakkar kynninguna.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að endurgreiðsluhlutfall verði 66%.”

    • 1604029 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2015

      Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2015. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstrastjóri, mættu á fundinn.

      Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    • 1603055 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXX. landsþing 2016

      Skipan fulltrúa á landsþing sveitarfélaga. Tilnefna þarf einn nýjan fulltrúa frá Hafnarfjarðarbæ.

      Bæjarráð samþykkir að tilnefna Sverri Garðarsson sem aðalfulltrúa á landsþing sveitarfélaga og Helgu Ingólfsdóttur sem varafulltrúa.

    • 1602151 – Styrkir bæjarráðs 2016

      Lagður fram listi yfir umsóknir um styrki bæjarráðs sem bárust fyrir lok umsóknarfrests 1. apríl.

      Lagt fram.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju.
      Samningur milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Markaðsstofu Hafnarfjarðar lagður fram til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningi milli Hafnarfjarðarkaupsatðar og Markaðsstofu Hafnarfjarðar.”

    • 1603568 – Lóðir í Skarðshlíð

      Tekið fyrir að nýju, áður frestað á fundi bæjarráðs 30.mars sl.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
      Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að vinna að stofnun almenns leigufélags, leggja fram nauðsynlegt stofnfé og hefur kallað eftir samstarfi við sveitarfélögin um uppbyggingu leiguhúsnæðis. Markmið félagsins er m.a. að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. Ein af forsendum verkefnisins er samþykkt Alþingis á fyrirliggjandi húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra. Langur biðlisti er til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ eftir félagslegum íbúðum en fjöldi þeirra sem er á biðlista eftir íbúð og er skilgreindur í forgangi er um 200 fjölskyldur. Alls eru um 240 félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og fyrirliggjandi er að sérstaklega ungt fólk á í miklum erfiðleikum með að fóta sig á húsnæðismarkaði eins og hann er í dag. Mikilvægt er að leitað sé leiða til þess að breyta því og mæta þeirri þörf sem er til staðar fyrir húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir viðræðum við Alþýðusamband Íslands um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu og kannað verði hvort samstarfsgrundvöllur sé til staðar með öðrum aðilum, t.d. öðrum frjálsum félagasamtökum og samvinnufélögum um byggingu búseturéttaríbúða. Niðurstöður þeirra viðræðna liggi fyrir áður en úthlutun fjölbýlishúsalóða fer fram.

      Fundarhlé gert kl. 10:25.
      Fundi fram haldið kl. 10:43.

      Afgreiðslu málsins er frestað.

    • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      Tillaga:
      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að forsetanefnd verði falið að undirbúa drög að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum kjörinna fulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar. Forsetanefnd skuli skila tillögu sinni fyrir lok aprílmánaðar.

      Greinargerð:
      Undanfarið hafa komið fram mál sem undirstrika mikilvægi slíkrar skráningar, þar sem tengsl kjörinna fulltrúa á alþingi og í borgarstjórn við félög í þekktum skattaskjólum hafa ekki reynst almenningi kunn. Eðlilegt er að kjörnir fulltrúar í Hafnarfirði uppfylli skilyrði slíkrar skráningar, enda getur það verið liður í að auka gagnsæi og traust og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Til hliðsjónar við vinnu sína getur forsetanefnd litið til gildandi reglna alþingis um sama efni, sem og reglna borgarstjórnar Reykjavíkur.

      Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til forsetanefndar.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Tillaga um að stofnaður verði starfshópur um húsnæðisstefnu.

      Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um húsnæðisstefnu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna að erindisbréfi þar um. Erindisbréfið verði tekið fyrir í fjölskylduráði og skipulags- og byggingaráði.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að ekki dragist að grípa til aðgerða vegna húsnæðisvanda sem við blasir og bitnar á fjölda fjölskyldna í bænum. Því er mikilvægt að tillaga sem liggur fyrir bæjarráði um viðræður við Alþýðusamband Íslands verði tekin til afgreiðslu hið fyrsta óháð starfshópi sem hér er lagt til að verði stofnaður og fjalli um húsnæðisstefnu almennt.

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks bóka: Tilgangur tillögunnar er einmitt að draga saman ólík verkefni sem snerta húsnæðismál í bænum og skapa heildarmynd sem greiði fyrir ákvarðanatöku, alls ekki tefja.

    • 1604030 – Vatnsútflutningur

      Umræða um hvaða viðmiðum eigi að fylgja varðandi viljayfirlýsingar og samninga um vatnsútflutning.

      Málið rætt.

    • 1410264 – Bæjarbíó, Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar, rekstur, rekstraraðili

      Tekin fyrir bókun menningar- og ferðamálanefndar frá 25.febr. sl.
      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að þegar núgildandi samningur um rekstur og umsjón Bæjarbíós rennur út vorið 2016 verði reksturinn auglýstur til umsóknar. Áður en til auglýsingar kemur þarf að skoða hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu hvaða takmarkanir friðun innréttinga hússins setur starfseminni.

      Einnig lagt fram bréf frá Kvikmyndasafni Íslands dags. 23.mars sl.

      Samningur um rekstur Bæjarbíós frá vorinu 2014 var tilraunaverkefni með það fyrir augum að færa aukið líf í húsið. Sá samningur var endurnýjaður árið 2015 og er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til. Eftir þessi tvö ár er það mat bæjarráðs að rétt sé að rekstrarformið verði tekið til endurskoðunar með tilliti til útboðs.

      Bæjarstjóra falið að ræða við Kvikmyndasafn Íslands.

    • 1512005 – Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.

      Lögð fram drög að endurskoðuðum almennum reglum um lóðaúthlutun.

      Bæjarráð samþykkir breytingar á almennum reglum um sölu byggingalóða og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1604024 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur, erindi

      Lagt fram erindi frá Gaflaraleikhúsinu, dags. 30.mars sl. þar sem óskað er eftir viðræðum um nýjan samstarfssamning milli Gaflaraleikhússins og Hafnarfjarðarbæjar um leiklistarstarfsemi í Hafnarfirði.

      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Lögð fram drög samningi.

      Bæjarráð óskar eftir áliti bæjarlögmanns og vísar málinu til umsagnar skipulags- og byggingaráðs.

    • 1603579 – Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ársreikningur 2015

      Lagður fram ársreikningur SSH fyrir árið 2015.

      Lagt fram.

    • 1604047 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ársreikningur 2015

      Ársskýrsla og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna 2015 lögð fram.

      Lagt fram.

    • 1604048 – Samtök orkusveitarfélaga, ársskýrsla og ársreikningur 2015

      Ársskýrsla og ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2015 lagður fram.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1603012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 261

      Lögð fram fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 1.apríl sl.

Ábendingagátt