Bæjarráð

6. maí 2016 kl. 15:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3433

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Þá sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Þá sátu fundinn Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 0804147 – Leigusamningur um heilsuræktaraðstöðu í Ásvallalaug

      Umræða um lok á leigusamningi.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi komu á fundinn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu tveggja fyrstu mála á dagskrá fundarins.

      Bæjarlögmanni er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1605048 – Ásvellir 2, Ásvallalaug, útleiga húsnæðis

      Tillaga um að húsnæði í Ávallalaug sem laust er frá og með maí 2016 verði boðið út til leigu.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi komu á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir að húsnæði í Ásvallalaug verði boðið út, bæði aðstaða á efri hæð og í anddyri. Bæjarstjóra er falið að vinna að útboðsgögnum. Stefnt er að því að málið verði lagt fyrir næsta fund bæjarráðs.

    • 1604584 – Gatnagerðargjöld íþróttafélaga

      Samkvæmt samningi ÍBH og Hafnarfjarðarkaupstaðar (2. tölul. 6. gr.) innheimtir bærinn ekki gatnagerðargjöld af íþróttamannvirkjum í eigu íþróttafélaga.
      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 15:35.

      Lagt fram.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Lagt fram yfirlit yfir rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórðungs 2016.

      Bæjarstjóri kynnti rekstrarniðurstöðu ársfjórðungs 2016.

    • 1212008 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

      Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi aðlögunaráætlun.

      Lagt fram.

    • 1402389 – Mannauðsstefna Hafnarfjarðarbæjar - endurskoðun

      Tillaga að mannauðsstefnu lögð fram. Berglind Bergþórsdóttir mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar mætti á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir framlagða mannauðsstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Lagðar fram umsagnir fjölskylduráðs og skipulags- og byggingaráðs.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að skipað verði í starfshópinn á næsta fundi bæjarráðs.

      Fundarhlé var gert kl. 16:10.

      Fundi fram haldið kl. 16:22.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að ekki dragist að grípa til aðgerða vegna þess húsnæðisvanda sem við blasir og bitnar á fjölda fjölskyldna í bænum, sérstaklega þeim rúmlega 250 fjölskyldum sem eru á biðlista eftir félagslegum húsnæði. Mikilvægt er að vinna við húsnæðisstefnu verði ekki til þess að tefja þær aðgerðir.

      Fulltrúar Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks taka undir þessa bókun.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Lögð fram tillaga að erindsbréfi fyrir stýrihóp og óskað eftir tilnefningum í hópinn.

      Bæjarráð samþykkir að tilnefna eftirfarandi í stýrihópinn:

      Rósu Guðbjartsdóttur
      Borghildi Sturludóttur
      Sverri Jörstad Sverrisson

      Bæjarstjóra er falið að skipa fulltrúa frá fræðslu- og frístundaþjónustu og fjölskylduþjónustu.

      Rósa Guðbjartsdóttir verður formaður stýrihópsins.

    • 1604431 – Sveitarstjórnarkosningar, kjörsókn, rannsóknir, viljayfirlýsing

      Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1604591 – Bæjarbíó - útboð 2016

      Lögð fram drög að útboðsskilmálum. Menningar- og ferðamálanefnd fjallaði um drögin á fundi sínum 3.maí sl.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að útboðsskilmálum með áorðnum breytingum.

    • 1305351 – Vinabæjarsamstarf, undirbúningsfundur 2016, mót 2017

      Umræða um áframhald vinabæjarsamstarfs sbr. bréf frá Fredriksberg, Uppsölum og Bærum.

      Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið um áframhald vinabæjarsamstarfs sem fram koma í fyrirliggjandi erindum.

    • 1605058 – Landsáætlun, ferðamannastaðir, ástand og uppbyggingarþörf

      Lagt fram erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

      Lagt fram.

    • 1604520 – Samgönguáætlun 2015-2018, umsögn

      Lögð fram umsögn bæjarstjóra um þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2015 – 2018.

      Lagt fram.

    • 1604030 – Vatnsútflutningur

      Lagt fram minnisblað.

      Bæjarráð samþykkir að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að
      það geri tillögu að skilyrðum og gjaldskrá vegna vatns til útflutnings og að hún verði tilbúin til afgreiðslu í bæjarstjórn í september. Sömuleiðis að ráðið móti ramma að samningum við aðila sem vilja hefja slíkan útflutning.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla. Fyrirspurn.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Þar sem enginn fulltrúa meirihlutans hefur enn viljað gangast við því opinberlega að hafa samþykkt rekstur nýs einkarekins grunnskóla í Hafnarfirði óskum við eftir því að bæjarlögmaður skili bæjarráði greinargerð þar sem farið er yfir ferlið frá upphafi og gerð grein fyrir því hvernig staðið hefur verið að málinu með hliðsjón af grunnskólalögum og reglugerð nr.699 frá 25. júlí 2012.

      Greinargerð:
      Þann 18. Desember sl. samþykkti fræðsluráð með atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks eftirfarandi:

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn frá Framsýn skólafélagi ehf. dagsettri 16. september 2014 um stofnun grunnskóla í Hafnarfirði. Samþykktin er bundin því að rekstraraðilar uppfylli öll skilyrði reglugerður nr. 699 frá 25. júlí 2012 um viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum og skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan og hljóti viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra skv. henni. Samþykktin tekur til greiðslu skv. 7. gr. reglugerðarinnar fyrir allt að 45 nemendur í 8.-10. bekk skólaárið 2016-2017, en nemendum fjölgi síðan ár frá ári þar til hámarki verður náð. Fjöldi nemenda og greiðslur sveitarfélagsins verða bundin í þjónustusamningi milli Framsýnar skólafélags ehf. og Hafnarfjarðarbæjar, fáist rekstrarleyfi hjá mennta- og menningarmálaráðherra.

      Þrátt fyrir að einn þriggja fulltrúa meirihlutans hafi í framhaldi af fyrrgreindri samþykkt lýst opinberlega yfir andstöðu sinni við verkefnið á þeim forsendum sem þó virðast hafa legið skýrar fyrir við samþykktina, virðist sem væntanlegir rekstraraðilar hins nýja einkarekna skóla líti svo á að hún sé skuldbindandi og feli í sér rétt viðkomandi til fjárframlaga úr bæjarsjóði, m.v. 45 nemendur á haustaönn 2016 og framvegis m.v. 120 nemendur á ári til framtíðar ótímabundið. Miðað við gildandi reglur þar um myndi viðkomandi skóli hafa kröfu um ríflega 150 milljóna króna árlegt framlag úr bæjarsjóði um ótilgreinda framtíð.

      Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru til umfjöllunar teljum við mikilvægt að farið sé fyrir ferlið og úr því skorið hvaða þýðingu samþykkt fræðsluráðs frá 18. desember sl. hefur fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og til hvaða fjárhagslegu skuldbindinga, ef einhverra, fræðsluráð efndi með henni gagnvart þriðja aðila. Í því sambandi er vert að benda á að engin formleg umfjöllun hefur enn farið fram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um málið, né hefur bæjarstjórn gert um það sérstaka samþykkt.

    • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu fulltrúa Samfylkingar og VG:

      Þann 7. apríl sl. lögðu fulltrúar Samfylkingar og VG fram tillögu um að samin yrðu drög að reglum um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Málinu var vísað til forsetanefndar sem ekki hefur skilað drögum til bæjarráðs. Teljum við mikilvægt að ekki verði frekari töf á málinu. Leggjum við því til að bæjarráð samþykki að fela bæjarlögmanni að útbúa reglur um um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar, byggt á gildandi reglum borgarstjórnar Reykjavíkur frá 29. október 2009. Málinu verði vísað til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs og tryggt verði að reglurnar komi strax til framkvæmdar.

    Umsóknir

    • 1604134 – Selhella 6, lóðarumsókn

      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Selhellu 6 til Græna Víkingsins ehf.”

    • 1502476 – Hringbraut, Suðurbæjarlaug, lóð undir heilsuræktarstöð

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 3. maí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1502476 – Hringbraut, Suðurbæjarlaug, lóð undir heilsuræktarstöð

      Tekið fyrir að nýju erindi frá febrúar 2015 en bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu eftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa í mars 2015.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og telur ekki unnt að verða við erindinu.

      Bæjarráð staðfestir niðurstöðu skipulags- og byggingaráðs enda ekki um skipulagða byggingalóð að ræða.

    • 1503502 – Hringbraut 77, Suðurbæjarlaug, GYM heilsa, lóðarumsókn

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 3. maí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1503502 – Hringbraut 77, Suðurbæjarlaug, GYM heilsa, lóðarumsókn

      Tekið fyrir að nýju.
      Lögð fram umsókn Gym heilsu ehf um lóð við Suðurbæjarlaug dags. 24. mars 2015. Bæjarráð vísaði umsókninni til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og telur ekki unnt að verða við erindinu.

      Bæjarráð staðfestir niðurstöðu skipulags- og byggingaráðs enda ekki um skipulagða byggingalóð að ræða.

    • 1603181 – Hringbraut, lóðarumsókn

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 3. maí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1603181 – Hringbraut, lóðarumsókn

      Á fundi bæjarráðs 10.3. sl. var óskað eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs um eftirfarandi erindi:
      Lagt fram bréf dags. 7. mars sl. frá Spor í sandinn, þar sem óskað er eftir kaup eða leigu á lóð undir BioDome Hafnarfjörður.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl.

      Skipulags- og byggignarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og telur ekki unnt að verða við erindinu.

      Bæjarráð staðfestir niðurstöðu skipulags- og byggingaráðs enda ekki um skipulagða byggingalóð að ræða.

    Fundargerðir

    • 1604020F – Hafnarstjórn - 1485

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25.apríl sl.

    • 1602122 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2016.

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.apríl sl.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18.apríl sl., 242. fundur.

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 22.apríl sl., 360.fundur.

Ábendingagátt