Bæjarráð

14. júlí 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3439

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Einnig sat fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1607149 – Heimsmót skáta 18-25 ára, World Scout Moot 2017 (WSM 2017)

      Lagt fram bréf frá Bandalagi ísl. skáta varðandi heimsmót skáta á aldrinum 18-25 ára sem haldið verður á Íslandi 24.júlí – 2.ágúst 2017.

      Til fundarins mætti Birgir Snær Guðmundsson, gjaldkeri hjá skátafélaginu Hraunbúum.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari vinnslu til fræðslu- og frístundaþjónustu.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar.
      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 28. júní sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
      1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 09.06.2016, varðandi deiliskiplag Stapahrauns 11-12. Jafnframt lög fram greingerð skipulagsfulltrúa dags 27.06.2016 varðandi athugasemdir með vísan til gr. 5.3.1 123/2010.

      Tekið fyrir að nýju tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 03.11.2015, fyrirliggjandi tillögu og heimilaði að hún yrði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010.
      Tillagan var auglýst frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst dags. 05.02.2016. Svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum dags 04.03.2016 ásamt uppdrætti var samþykkt á fundi ráðsins þann 08.03.2016. Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 09.06.2016, samþykkir skipulags- og byggingarráð erindi Kaffibrennslu Hafnarfjarðar á ný ásmat greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.06.2016.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 09.06 2016, greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.06.2016, og deiliskipulagsuppdrátt NEXUS arkitekta samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Stapahrauns 11-12 með vísan til 43. gr. 123/2010. Í breytingunni felst að lóðirnar Stapahraun 11 og Stapahraun 12 verða sameinaðar, nýtingarhlutfall hinnar sameinuðu lóðar verður 0,75 og götustæði styttist.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir: Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 09.06 2016, greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.06.2016, og deiliskipulagsuppdrátt NEXUS arkitekta samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Stapahrauns 11-12 með vísan til 43. gr. 123/2010. Í breytingunni felst að lóðirnat Stapahraun 11 og Stapahraun 12 verða sameinaðar, nýtingarhlutfall hinnar sameinuðu lóðar verður 0,75 og götustæði styttist.

    • 1606508 – Sjóstangaveiði fyrir strönd Lónakots

      Lögð fram beiðni um að skoðað verði að opna veginn niður að strönd við Lónakot sunnan við Straumsvík þannig að hægt verði að stunda þaðan sjóstangaveiði frá landi.
      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Með vísan til minnisblaðs sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsþjónustu getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.

    • 1505266 – Endurskoðun lóðarverðs og gatnagerðargjalda

      Endurskoðun lóðarverðs og gatnagerðargjalda fyrir einbýlishús, raðhús, parhús og fjölbýlishús

      Til fundarins mætir Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Farið yfir gjaldskrá lóðarverðs fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús.

      Málinu vísað til afgreiðslu á næsta fundi.

    • 1607045 – Brynja hússjóður, stofnstyrkur, umsókn

      Lögð fram bréf frá Brynju hússjóði vegna stofnsstyrks til byggingu íbúða skv. lögum um almennar leiguíbúðir.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og afla frekari upplýsinga frá umsækjanda.

    • 1503172 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, kostnaður

      Lagt fram bréf frá lögmanni v. Kærunefndar útboðsmála, máls 2/2016.

      Upplýst er á fundinum að Hafnarfjarðarbær hlítir úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2016. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að svara bréfi lögmannsins.

    • 1606324 – Þingsályktunartillaga, framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum árin 2016-2019, 764. mál til umsagnar

      Tekið upp frá síðasta fundi.

      Lagt fram minnisblað.

      Bæjarráð samþykkir að leggja framlagt minnisblað sem umsögn ráðsins til Alþingis.

    • 1606249 – Sveitarfélög, fasteignaskattur o.fl. á mannvirki, ferðaþjónusta, ábendingar

      Tekið upp frá síðasta fundi.

      Lögð fram drög að erindisbréfi.

      Skipað verður í starfshóp.

      Bæjarráð tilefnir eftirtalda aðila í starfshóp, Unnur Lára Bryde verði formaður, Helga Björg Arnardóttir, Pétur Óskarsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir og Fjölnir Sæmundsson. Tilnefningin er samþykkt sem og erindisbréf fyrir starfshópinn.

    • 1607016 – Landsfundur jafnréttisnefnda 2016

      Lagður fram tölvupóstur frá Jafnréttisstofu um landsfund jafnréttisnefnda 2016.

    • 1605545 – Reykjanesfólkvangur, framlag 2016

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 29. júní sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1605545 – Reykjanesfólkvangur, framlag 2016

      Lagt fram erindi Reykjanesfólkvangs dags 23. maí 2016 um aukið rekstrarframlag 2016 eins og bókað var í stjórn fólkvangsins 12. júní 2013.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar málinu til bæjarráðs.

      Bæjarrráð samþykkir að ekki sé unnt að verða við erindinu á þessu fjárhagsári þar sem ekki er gert ráð fyrir hækkun á fjárhagsárinu, en vísar erindinu að öðru leyti til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

    • 1407089 – Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi.

      Lagt fram erindi frá Ferðamálastofu um framhald verkefnis við kortlagningu ferðamannastaða.

      Bæjarráð vísar erindinu til Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

    • 1606497 – Sameinuðu þjóðirnar, aðildarríki mannréttindamál, úttekt

      Lagt fram bréf innanríkisráðuneytisins til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    • 1607015 – Verndarsvæði í byggð, styrkir úr Húsafriðunarsjóði

      Lögð fram auglýsing um styrki úr Húsafriðunarsjóði.

    • 0809072 – Hjallabraut 33, kosning í húsfélag

      Tilnefning í stjórn húsfélagsins Hjallabraut 33. Bæjarráð tilnefnir 2 fulltrúa og 1 varamann.

      Bæjarráð tilnefnir sem aðalmenn Elísabetu Valgeirsdóttur sem verði formaður og Soffíu Ólafsdóttir og varamann Kristinn Andersen. Tilnefningin er samþykkt.

    • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

      Lögð fram viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum frá Sambandi ísl.sveitarfélaga.

      Til fundarins mættu Magnús Karel Hannesson og Valur Rafn Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fóru yfir úttekt sem sambandið hefur gert á kjörum og starfsumhverfi kjörinna fullrúa í sveitarstjórnum.

      Fundarhlé kl. 10:35, fundi er framhaldið kl. 10:48.

      Bæjarráð samþykkir að laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði verði útfærð sem hlutfall af þingfararkaupi eins og nýjar viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga gera ráð fyrir. Forsetanefnd verði falið, ásamt bæjarfulltrúum, að útfæra það hlutfall ásamt breytingu á starfsumhverfi bæjarfulltrúa í samræmi við umræður á fundinum.

    Umsóknir

    • 1606191 – Strandgata 26-30, lóðarstækkun, umsókn

      Lagt fyrir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar.
      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar dags. 14. júní sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1606191 – Strandgata 26-30, lóðarstækkun, umsókn

      Lögð fram umsókn um stækkun lóðarinnar Strandgötu 26-30 að Fjarðargötu 13-15.

      Bæjarráð samþykkir umsóknina með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir umsóknina með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi.

    Fundargerðir

    • 1606027F – Forsetanefnd - 34

      Lögð fram fundargerð forsetanefndar frá 1.júlí sl.

    • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 20.júní sl., 430.fundur.

    • 1603166 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2016.

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl.sveitarfélaga frá 24.júní sl., 841.fundur.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs., frá 24.júní sl., 247.fundur og 8.júlí sl,248.fundur.

    • 1606020F – Skipulags- og byggingarráð - 601

      Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28. júní sl.

    • 1606001F – Umhverfis- og framkvæmdaráð - 262

      Lögð fram fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29.júní sl.

    • 1606022F – Hafnarstjórn - 1488

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 8.júlí sl.

    • 1607002F – Menningar- og ferðamálanefnd - 269

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.júlí sl.

    • 1606021F – Stjórn Hafnarborgar - 340

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 28.júní sl.

Ábendingagátt