Bæjarráð

20. september 2016 kl. 15:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3443

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Lagðar fram upplýsingar um forsendur fjárhagsáætlunar.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Sviðsstjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar.

    • 1609187 – Útlendingastofnun

      Á fundi fjölskylduráðs 12.09.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var:

      1609187 – Útlendingastofnun
      Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofunar mætir á fundinn.
      Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofunar fór yfir stöðu málefna hælisleitenda.
      Útlendingastofnun óskar eftir samningum við Hafnarfjarðarbæ um aukna þjónustu. Fjölskylduráð óskar eftir upplýsingum frá sviðnu um stöðu núgildandi samnings og reynslu af því verkefni fyrir næsta fund.
      Málinu vísað til umsagnar í bæjarráði.

      Fanney D. Halldórsdóttir svisstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu og Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu mæta á fundinn.

      Bæjarráð felur sviðsstjórum fjölskyldusviðs og fræðslu- og frístundaþjónustu að halda áfram vinnslu þessa máls.

    • 1609090 – Upplýsingastefna

      Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um endurskoðun upplýsingastefnu.

      Skipað verður í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda í starfshóp um endurskoðun á upplýsingastefnu:

      Einar Birkir Einarsson, formaður
      Kristín Thoroddsen
      Margrét Gauja Magnúsdóttir
      Sverrir Garðarsson

      Vinnu hópsins verði lokið fyrir lok nóvember 2016.

    • 1206073 – HS veitur ehf, lóðarleigusamningar fyrir ýmsar lóðir

      Lagður fram breyttur lóðarleigusamningur til staðfestingar, vegna 13 dreifistöðvalóða HS veitna.

      Bæjarráð staðfestir breyttan lóðarleigusamning vegna 13 dreifistöðvalóða HS veitna.

    • 1609092 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis, samstarfssamningur, tillaga

      Lögð fram tillaga að samstarfssamningi um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að samstarfssamningi um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins og vísar til bæjarstjórnar.

    • 1604591 – Bæjarbíó, útboð 2016

      Á fundi menningar- og ferðamálanefndar 14.09.2016 var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
      1604591 – Bæjarbíó, útboð 2016
      Andri Ómarsson verkefnastjóri fór yfir stöðu samninga vegna Bæjarbíós. Samþykkt að leggja til við bæjarráð að endurtaka útboðið með endurskoðaðri útboðslýsingu.

      Bæjarráð samþykkir að útboð vegna Bæjarbíós verði endurtekið og felur menningar- og ferðamálanefnd að endurskoða útboðslýsinguna.

    • 1511192 – Fjárhagsáætlun, útsend gögn, framkvæmd

      Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu.

      Bæjarráð þakkar ráðuneytinu framkomnar leiðbeiningar varðandi vinnu við framlagningu fjárhagsáætlunar og verða þær framvegis hafðar til hliðsjónar.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:

      Með bréfi Innanríkisráðuneytisins fæst staðfest að ekki hafi verið staðið rétt að framkvæmd fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar þann 28. október 2015. Af þessu tilefni hefur ráðuneytið séð ástæðu til að árétta hvaða reglum ber að fylgja við undirbúning og afgreiðslu tillagna að fjárhagsáætlunum í sveitarstjórnum. Jafnframt býðst ráðuneytið til þess að leiðbeina sveitarfélaginu um framkvæmdina sé þess óskað.
      Á fundi bæjarstjórnar þann 28. október 2015 gerðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna athugasemd við það hversu seint gögn hefðu verið send út fyrir fundinn sem gerði bæjarfulltrúum minnihlutans ókleift að undirbúa sig sem skyldi og gegna þannig þeim skyldum sem þeir eru kjörnir til. Á umræddum fundi bæjarstjórnar lögðu fulltrúar minnihlutans til að afgreiðslu yrði frestað um viku til þess að geta kynnt sér þær tillögur sem lagðar voru fram. Sú tillaga var felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar og þannig komið í veg fyrir eðlilega og lýðræðislega umræðu um stefnumótun í málefnum sveitarfélagsins.
      Vegna þessara vinnubragða sér Innanríkisráðuneytið ástæðu til þess að skerpa á reglum sem fylgja ber við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Í bréf ráðuneytisins er minnt á að fundarboð skuli berast bæjarfulltrúum eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund og að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundarins og önnur þau gögn sem nauðsynleg teljast til að bæjarfulltrúar geti tekið upplýsta afstöðu til mála sem þar eru tilgreind.
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja mikilvægt að vakin sé athygli á þessari niðurstöðu og réttur fulltrúa til að kynna sér nauðsynleg gögn fyrir fundi bæjarstjórnar sé virtur.

      Fundarhlé gert kl. 17:00
      Fundi fram haldið kl. 17:20

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks ítreka þakkir fyrir fram komnar leiðbeiningar ráðuneytis. Frestun á fyrri umræðu um fjárhagsáætlun sem minnihlutinn lagði til á fundi bæjarstjórnar þann 28. október 2015 hefði stangast á við ákvæði laga um tímafresti, en fyrri umræða þarf að fara fram fyrir 1. nóvember ár hvert, skv. 62. grein sveitastjórnarlaga.
      Fulltrúar meirihlutans harma ávirðingar um tilburði til hindrunar lýðræðislegrar umræðu og benda á að aukaumræða um fjárhagsáætlun fór fram í bæjarstjórn milli fyrri og síðari umræðu árið 2015.

    Umsóknir

    Fundargerðir

    • 1609010F – Hafnarstjórn - 1490

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14.sept. sl.

    • 15011034 – Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir

      Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 5.09.2016 lögð fram.

    • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 5.sept. sl., 433.fundur

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9.sept. sl., 251.fundur.

    • 1609404 – Strætó bs, eigendafundir, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð frá eigendafundi Strætó bs. frá 5.sept.sl.

    • 1609406 – Sorpa bs, eigendafundir, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð frá eigendafundi SORPU bs. frá 5.sept.sl.

    • 1609009F – Menningar- og ferðamálanefnd - 271

Ábendingagátt