Bæjarráð

6. október 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3444

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1609672 – Hafnarfjarðarbær, innri vefur.

      Kynning á “Facebook at work” lausninni fyrir innri vef.

      Á fundinn mæta Andri Ómarsson verkefnisstjóri og Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri.

      Kynning.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Lagt fram rekstraryfirlit fyrir 8 mánuði.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Lagt fram.

    • 1605206 – Öldungaráð Hafnarfjarðar, fjárhagsáætlun 2017

      Skv. 4. gr. staflið A í reglum um Öldungaráð á bæjarráð að “halda a.m.k. einn fund með stjórn öldungaráðs þar sem kynntar eru með góðum fyrirvara hugmyndir og tillögur í fjárhagsáætlun sem varða álagningu gjalda og heimildir til niðurfellinga og lækkunar til handa eldri borgurum”

      Stjórn Öldungaráðs Hafnarfjarðar mætir á fundinn.

    • 1411212 – Borgarlína strætó

      Fulltrúar frá SSH mæta á fundinn.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar þakkar góða kynningu og leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf hlutaðeigandi við undirbúning verkefnisins.

    • 1606445 – Tilkynning frá Lífeyrissjóðnum Brú um hækkað mótframlag launagreiðanda.

      Lagðir fram tölvupóstar vegna tilkynningar frá Lífeyrissjóðnum Brú (áður LSS) um hækkun mótframlags í A-deild frá næstu áramótum.
      Rósa Steingrímsdótir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Lagt fram.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Lagt fram bréf Félags atvinnurekenda v. fasteignagjalda.

      Lagt fram og vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Lögð fram drög að fjárhagsáætlun vegna fjármálasviðs, stjórnsýslusviðs og menningar- og ferðamála.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Lagt fram.

    • 1511192 – Fjárhagsáætlun, útsend gögn, framkvæmd

      Lagt fram svar innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um tímasetningu á afgreiðslu tillögu að fjárhagsáætlun.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Lagt fram.

    • 1606445 – Tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2017 og 2018-2020.

      Farið yfir tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.

      Lagt fram.

    • 1608212 – Skarðshlíð 1.áf.,fjöleignarhúsalóðir, tilboð

      Lögð fram tilboð sem bárust í lóðir vegna fjöleignahúsa í 1. áfanga Skarðshlíðar.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1206073 – HS veitur ehf, lóðarleigusamningar fyrir ýmsar lóðir

      Lagður fram listi yfir 16 lóðir sem HS veitur óska eftir að gerðir verða lóðarleigusamningar um.

      Lagt fram.

    • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

      Á fundi í forsetanefnd 30.09.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var:

      1606514 Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla:
      Það er sameiginleg tillaga forsetanefndar að hlutfall af þingfararkaupi verði útfært á þann veg að ekki leiði til hækkana sbr. fylgiskjal. Nefndin er sammála um að tenging við þingfararkaup sé í samræmi við nýlegar tillögur og viðmiðunartöflu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Frekari breytingar á launum og starfshlutfalli telur nefndin þurfa að vera í samhengi við endurskoðun á starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ. Forsetanefnd leggur til við bæjarráð að settur verði saman starfshópur sem fái það hlutverk.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

    • 1604134 – Selhella 6, lóðarumsókn, úthlutun,afsal

      Hákon Örn Ómarsson f.h. Græna Víkingsins afsalar lóðinni með tölvupósti þann 19.9.2016.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Selhellu 6 til Græna Víkingsins ehf. verði afturkölluð.

    • 1609335 – Alþingiskosningar 2016

      Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara 29. október lögð fram. Á kjörská eru 20.689.

      Bæjarráð staðfestir framlagða kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara 29.október nk.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Endurskoðaðir samningar við velferðarráðuneyti lagðir fram.

      Bæjarráð vísar endurskoðuðum samningum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Umsóknir

    • 1609319 – Hraunskarð 2, lóðarumsókn

      Lagt til að Almenna íbúaðfélaginu hses verði úthlutað lóðinni Hraunskarð 2. Jafnframt að Hafnarfjarðarkaupstaður samþykki að veita 12% stofnframlag. Stofnframlagið verði veitt í formi samsvarandi kostnaðar við lóð. Jafnframt samþykkt að komið verði á samstarfshóp vegna verkefnisins og uppbyggingar á komandi árum sbr. viljayfirlýsingu ASÍ og Hafnarfjarðarbæjar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Almenna íbúðafélaginu hses verði úthlutað lóðinni Hraunskarð 2.
      Jafnframt samþykkir bæjarráð að komið verði á samstarfshóp vegna verkefnisins og uppbyggingar á komandi árum sbr. viljayfirlýsingu ASÍ og Hafnarfjarðarbæjar.

    Fundargerðir

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs frá 21.sept. sl., 366.fundur.

    • 1602122 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2016.

      Fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 26.09.2016 og 3.10.2016 lagðar fram.

    • 1609017F – Menningar- og ferðamálanefnd - 272

Ábendingagátt