Bæjarráð

20. október 2016 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3445

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnur Lára Bryde varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Umræða um fjárhagsáætlun.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins og kynnti forsendur að fjárhagsáætlun sem jafnframt voru lagðar fram á fundinum.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Vísað til bæjarráðs frá fundi skipulags- og byggingaráðs 18.okt. sl.
      Fjárhagsáætlun vegna skipulags- og byggingarmála tekin til umfjöllunar að nýju.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins og fór yfir framlagða fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1609616 – Umhverfis- og skipulagsþjónusta, gjaldskrár 2017

      Vísað til bæjarráðs frá fundi skipulags – og byggingaráðs 18.okt.sl.

      Lögð fram tillaga að breytingum á þjónustugjaldskrá skipulags-og byggingarfulltrúa.
      Lilja Ólafsdóttir mætti og kynnti breytingarnar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kom á fundi og fór yfir drög að að gjaldskrám.

    • 1304541 – Byr - SPH, lífeyrisskuldbinding Eftirlaunasjóðs

      Brú lífeyrissjóður (áður LSS)hefur tilkynnt Hafnarfjarðarbæ að sjóðurinn muni byrja að innheimta greiðslur vegna bakábyrgðar bæjarins um næstu mánaðarmót.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.

      Farið yfir innheimtukröfu Brú lífeyrissjóðs (áður LSS) á hendur Hafnarfjarðarkaupstað vegna meintrar bakábyrgðar bæjarins.

      Bæjarráð samþykkir með vísan til athugasemda með ársreikningi að taka til varna í innheimtumáli Brú lífeyrissjóðs gegn bænum.

    • 1610190 – Húsnæðismál í Hafnarfirði, erindi

      Erindi um íbúðir vegna býnnar húsnæðisþarfar.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1609335 – Alþingiskosningar 2016

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 12.október sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

      1609335 – Alþingiskosningar 2016

      Lögð fram tillaga kjörstjórnar Hafnarfjarðar að kjörstöðum og undirkjörstjórnum vegna alþingiskosninganna sem fram fara laugardaginn 29.október nk.
      Kjörstaðir eru 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir eru 13.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til bæjarráðs að farið verði yfir staðsetningar kjörstaða í bænum með tilliti til fjarlægða og almenningssamgangna.

      Framkomin tillaga samþykkt með 9 atkvæðum, 1 situr hjá og 1 er fjarverandi.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu kjörstjórnar að kjörstaðir í Hafnarfirði vegna alþingiskosninga 29. október n.k. verðir 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir verði 13.

      Samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum, 2 bæjarfulltrúar eru fjarverandi.

      Bæjarráð vísar tillögu bæjarstjórnar til kjörstjórnar í Hafnarfirði og óskar eftir greinargerð frá kjörstjórn um málið sem skal lögð fyrir bæjarráð fyrir 1. maí 2017.

    • 1509763 – Fimleikafélagið Björk, rekstrarsamningur

      Varðar ákvörðun um bakábyrgð vegna lífeyrismála starfsmanna.

      Bæjarráð hafnar að gefa út yfirlýsingu um bakábyrgð Hafnarfjarðarbæjar á lífeyrisskuldbindingum gagnvart þriðja aðila.

    • 1606046 – Reykdalsvirkjun, stytta, umsókn

      Á fundi stjórar Hafnarborgar 13.09.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var:
      1606046 – Reykdalsvirkjun, stytta, umsókn
      Reykdalsvirkjun ses hefur óskað eftir því að fá að reisa styttu úr bronsi í fullri stærð af Jóhannesi Reykdal á svæðinu milli stöðvarhúss Reykdalsvirkjunar og stíflu sömu virkjunar. Gert er ráð fyrir að styttan verði unnin Ragnhildi Stefánsdóttur sem vann styttuna af Ingibjörgu H Bjarnason, sem stendur fyrir utan Alþingishúsið. Reiknað er með því að verkið muni taka allt að eitt ár. Reykdalsvirkjun ses mun standa straum af öllum kostnaði við verkefnið.

      Stjórn Hafnarborgar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að styttan verði reist en bendir á að áður endanlegt leyfi verði veitt þurfi að skoða erindið út frá deiliskipulagi svæðisins. Sömuleiðis þarf að skoða eignarhald á styttunni til framtíðar. Mun Reykdalsfélagið eiga styttuna og sjá um uppsetningu og viðhald á henni? Til lengri tíma litið fylgir kostnaður því að halda útilistaverkum við og mikilvægt er að ljóst sé strax í upphafi hver á að bera þann kostnað.

      Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og þakkar frumkvæði Reykdalsvirkjunar ses.

    • 1604591 – Bæjarbíó, útboð 2016

      Á fundi menningar- og ferðamálanefndar 17.10.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var:

      1604591 – Bæjarbíó, útboð 2016
      Lagðar fram umsóknir frá Pétri Ó. Stephenssen og Páli Eyjólfssyni og Steinari Orra Fjeldsted um umsjón og rekstur Bæjarbíós. Andri Ómarsson verkefnisstjóri mætti á fundinn og kynnti umsóknirnar og mat á þeim. Samþykkt var að leggja til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Pétur Ó. Stephenssen og Pál Eyjólfsson.

      Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Pétur Ó. Stephenssen og Pál Eyjólfsson.

    • 1610136 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó, erindi

      Lagt fram erindi frá Kvikmyndasafni Íslands.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1610260 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 79.gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Lagt fram uppsagnarbréf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

      Lagt fram.

    • 1606445 – Hækkun á mótframlagi til lífeyrissjóða.

      Umræða vegna tilkynningar um hækkun á mótframlagi til lífeyrissjóðanna Brúar og LSR.

      Bæjarráð Hafnarfjarðarkaupstaðar harmar að ekki skuli hafa tekist að ná niðurstöðu um nýskipan lífeyrismála opinberra starfsmanna með gerð samkomulags ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka opinberra starfsmanna ásamt breytingum á lögum, samþykktum Brúar og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Í stað þess að mæta halla þessara lífeyrissjóða með skuldayfirlýsingum sem kæmu til greiðslu á næstu þrjátíu árum stefnir að óbreyttu í að sveitarfélögin þurfi að standa undir hækkun mótframlaga í þessa lífeyrissjóði um 3,6-4,5%. Viðbótarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna þessa á næsta ári nemur um 3,5 ma.kr. Heildarframlög í þessa opinberu lífeyrissjóði munu því með mótframlagi starfsmanna verða 19,1-20,8% af launum. Þessi aukni launakostnaður mun leiða til þess að mörg sveitarfélög neyðast til að draga til baka áform um framkvæmdir og aukna þjónustu á næstu árum og svigrúm þeirra til að standa undir launahækkunum næstu árin verður mjög skert.
      Það er einnig umhugsunarefni þegar um fimmtungi launakostnaðar er varið til að standa undir launum starfsmanna eftir starfslok í stað þess að greiða hluta þeirra jafnharðan til starfsmanna og auka þannig samtíma ráðstöfunartekjur þeirra. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk sem með ærnum tilkostnaði þarf að tryggja sér öruggt húsnæði fyrir sig og sína snemma á lífsleiðinni.
      Bæjarráð Hafnarfjarðarkaupstaðar hvetur alþingsmenn, nýja ríkisstjórn og samningsaðila til að taka þetta mál upp aftur sem allra fyrst eftir kosningar og ljúka því fyrir næstu áramót svo ekki þurfi að koma til þeirra hækkunar á mótframlagi í opinbera lífeyrissjóði sem verður að veruleika 1. janúar 2017 að óbreyttu.

    • 1610193 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, gjaldskrár 2017, tillögur

      Lagðar fram tillögur að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

      Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár.

    • 1610267 – Snorraverkefnið, stuðningur sumarið 2017

      Styrkumsókn

      Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 1610268 – Íbúðálánasjóður, stofnframlag

      Tilkynning Íbúðalánasjóði um umsóknir um stofnframlög.

      Lagt fram.

    Umsóknir

    • 1605161 – Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 4. október sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:

      1605161 – Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn

      Bæjarráð óskaði 19.05.2016 eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu. Umsögn skipulagsfulltrúa var lögð fram á fundi bæjarráðs 2.06.2016. Á þeim fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn fjölskylduráðs.

      Fjölskylduráð tók málið fyrir á fundi sínum 20.06.2016:
      Fjölskylduráð gerði ekki athugasemdir.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar væntanlegum lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað sem tekur mið af því að parhúsarlóðin breytist í þriggja íbúða raðhús.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Brynju hússjóði verði úthlutað lóðinni Kvistavöllum 63-65.

    • 1606047 – Norðurhella 3, lóðarumsókn

      Umsókn um lóðina Norðurhella 3.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga í málinu.

      Eyrún Ósk Jónsdóttir víkur af fundi kl. 11:37.

    Fundargerðir

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

    • 1610012F – Hafnarstjórn - 1493

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 17.okt.sl.

    • 1610014F – Menningar- og ferðamálanefnd - 273

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.okt. sl.

    • 15011034 – Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 4.okt. sl., 26.fundur.

    • 1601857 – Sorpa bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14.okt.sl. 367.fundur

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7.október sl., 252.fundur.

Ábendingagátt