Bæjarráð

12. janúar 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3455

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1612118 – Áslandsskóli, húsnæðismál

      Til fundarins mæta Kristján Þorbergsson hrl., Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu og Guðmundur Sverrisson sérfræðingur á fjármálasviði.

      Bæjarráð áréttar samþykkt sína frá 1. desember 2016 um að bæjarstjóri leiti samninga við FM hús ehf. um að Hafnarfjarðarbær leysi til sín þær fasteignir FM húsa sem bundnar eru leigu- og þjónustusamningum við bæinn. Náist ekki samningar þar um fyrr, munu þeir renna út í síðasta lagi við umsamin leigulok árið 2027, en þá rennur lóðarleigusamningur einnig út.

    • 1701108 – Rimmugýgur, húsnæðismál

      Lagt fram erindi frá Víkingafélaginu Rimmugýgi þar sem óskað er eftir húsnæði fyrir starfsemi félagsins.

      Á fundinn komu Úlfar Daníelsson og Hafsteinn Pétursson frá Víkingafélaginu Rimmugýgi.

      Bæjarstjóra falið að taka málið til skoðunar.

    • 1701116 – Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, fjármlögnun og útleiga

      Lagt fram erindi frá Ástjarnarsókn dags. 3.jan. sl. varðandi fjármögnun og útleigu safnaðarheimilis Ástjarnarsóknar.

      Lagt fram.

    • 1612229 – Kvenleiðtogar, ráðstefna

      Lagt fram. Ráðstefna í Dubai 7.-8. mars 2017.

      Lagt fram.

    • 1608044 – Ganzshou city, Kína, heimsókn

      Lagður fram tölvupóstur frá Ganzhou Jiangxi China

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins.

    • 1701094 – Eyrartröð 3, lóðarleigusamningur

      Lagður fram til samþykktar endurnýjun á lóðarleigusamningi um Eyrartröð 3. Lóðarleigusamningur um lóðin rann út 1. maí 2014.

      Bæjarráð samþykkir framlagðar lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    • 1701121 – Reykjanesbraut, bókun

      Í ljósi tíðra og alvarlegra slysa á Reykjanesbraut í Hafnarfirði áréttar bæjarráð Hafnarfjarðar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á brautinni án tafar. Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af umferðaröryggi á veginum og skorar á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúning að öllum framkvæmdum við brautina sem hafa verið á samgönguáætlun til margra ára án fjármagns. Það er mjög aðkallandi að ljúka framkvæmdum og tryggja umferðaröryggi vegfarenda á þeim hluta brautarinnar sem liggur í gegnum Hafnarfjörð þar sem umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og fer vaxandi.

    • 1701030 – Matsnefnd, stofnframlag

      Lagt fram erindisbréf til samþykktar fyrir Matsnefnd vegna veitingu stofnframlaga.

      Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf.

    • 0809072 – Hjallabraut 33, kosning í húsfélag

      Bæjarráð samþykkir að skipa Ólaf Inga Tómasson í stjórn húsfélagsins Hjallabraut 33 í stað Elísabetar Valgeirsdóttur sem hefur óskað eftir lausn frá störfum. Ólafur Ingi verður formaður stjórnar.

    Umsóknir

    • 1612286 – Hafravellir 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Skúla Sigvaldasonar um lóðina Hafravellir 1.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Skúla Sigvaldasyni verði úthlutað lóðinni Hafravöllum 1.

    Fundargerðir

    • 1612015F – Hafnarstjórn - 1497

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 21.des. sl.

    • 1701003F – Stjórn Hafnarborgar - 343

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 5.jan. sl.

    • 1602157 – Stjórn SSH, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 5.desember sl., 437.fundur.

    • 1601856 – Strætó bs, fundargerðir 2016

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9.des.sl.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 6.jan.sl.

Ábendingagátt