Bæjarráð

26. janúar 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3456

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1608822 – Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg

      Hrafnhildur Halldórsdóttir og Hrafnhildur Ýr íbúar í Setbergi koma á fundinn.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kemur á fundinn.

      Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa í Setbergshverfi sem komu fram á fundinum um að umferðarþungi á þeim hluta Reykjanesbrautar sem liggur í gegnum Hafnarfjörð sé orðinn óásættanlegur og ógni öryggi vegfarenda. Bæjaryfirvöld munu óska eftir viðræðum við ríkið að um úrbætur verði gerðar þarna á hið fyrsta.

    • 1701378 – Rekstrarsamningur, þjónustusamningur, ósk um endurskoðun

      Lagt fram bréf frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar dags. 24.jan.sl. þar sem óskað er eftir endurskoðun rekstrarsamnings/þjónustusamnings vegna björgunar- og slysavarnarmiðstöðvar Hafnarfjarðar.

      Sveinn Þór Þorsteinsson, Júlíus Þór Gunnarsson og Gísli J. Jónsson fulltrúar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar koma á fundinn.

      Bæjarstjóra falið að fara í viðræður við fulltrúa björgunarsveitarinnar.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Til kynningar og umræðu.

      Drög að heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaáætlun liggja nú fyrir sem starfshópur hefur unnið að síðustu vikur og mánuði. Stefnan verður tilbúin til samþykktar um leið og rýni á henni hefur farið fram. Stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar hafa þegar fengið kynningu á stefnunni og liggja athugasemdir og ábendingar frá þeim fyrir. Á tímabilinu 27. janúar ? 6. febrúar mun stefnan fara í rýni hjá öllum starfsmönnum, íbúum og öðrum áhugasömum. Stefnan verður birt á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hafnarfjarðarbæjar og verður kallað eftir athugasemdum á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, framkvæmdaáætlun, beiðni

      Kynning starfshóps á jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Framlögð jafnréttisstefna lögð fram til samþykktar.

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri kemur á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir framlagða jafnréttis- og mannréttindastefnu með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.
      Jafnréttisstefna var samþykkt 2007, uppfærð 2011 og nú aftur 2017.

    • 1602158 – Reglur um viðmið fyrir gjafir og viðurkenningar starfsfólks

      Tillaga til bæjarráðs að samþykkja að allir þeir sem hafa starfað hjá Hafnarfjarðarkaupstað lengur en 25 ár fái starfsaldursviðurkenningu.

      Berglind G. Berþórsdóttir mannauðsstjóri kemur á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir að allir sem starfað hafa hjá Hafnarfjarðarkaupstað lengur en 25 ár fái starfsaldursviðurkenningu.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Lagður fram til afgreiðslu kaupsamningur við FH um kaup á hluta af Risanum og Dvergnum.

      Viðar Halldórsson frá FH og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi koma á fundinn.

      Fram kom á fundinum að fyrirliggjandi samningsdrög væru sameiginleg niðurstaða eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samningsdrögum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1411359 – Ásvellir, uppbygging

      Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Hauka um byggingu nýs kennslu- og íþróttasalar að Ásvöllum vegna kostnaðarhlutfalls.

      Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélaginu Haukum um ósk um breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

      Erindinu vísað til skipulags- og byggingaráðs.

    • 1701261 – Erindisbréf menningar og ferðamálanefndar

      3.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.janúar sl.

      Nefndin samþykkir að óska eftir því að bæjarráð taki erindisbréf nefndarinnar til endurskoðunar.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna í málinu.

    • 1612254 – Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, ósk um fjárstuðning

      Lagt fram erindi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um ósk um fjárstuðning við starfsemina á árunum 2017, 2018 og 2019.

      Bæjarráð óskar eftir að fá Auði Hauksdóttur forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á fund sinn.

    • 1701385 – Opið bókhald

      Tillaga: Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa opnun á bókhaldi Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa opnun á bókhaldi Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar fagna því að þetta mál hafi loks fengið brautargengi en sambærileg tillaga sem fulltrúar minnihlutans lögðu fram í bæjarstjórn í desember 2014 var ekki tekin til afgreiðslu. Árin á undan hafði Hafnarfjörður óumdeilanlega verið í farabroddi íslenskra sveitarfélaga í að auka aðgengi almennings að upplýsingum og var m.a. fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að opna fyrir rafrænan aðgang almennings og fjölmiðla að málsgögnum bæjarstjórnar og undirnefnda hennar. Töldum við beint aðgengi almennings að ítarlegum fjárhagsupplýsingum vera eðlilegt og rökrétt næsta skref á þeirri vegferð. Meirihlutinn félst ekki á tillöguna heldur vísaði henni til frekari skoðunar hjá bæjarstjóra. Það er fagnaðarefni að loks hafi verið fallist á að opna bókhald Hafnarfjarðarbæjar fyrir bæjarbúum.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Í samstarfssáttmála meirihluta bæjarstjórnar 2014-2018 segir að
      bókhald bæjarins skuli opnað.
      Þessu stefnumáli er hér með komið í framkvæmd.

    • 1701266 – Mávahraun 11, lóðarstækkun og lóðarleigusamningur

      Ósk um stækkun á lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag, sem öðlasti gildi 27. apríl 2012.

      Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun á lóð Mávahrauns 11 úr 911 m² í 1.052 m² í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykktir jafnframt framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1701213 – Smyrlahraun 52-66,lóðarleigusamingur

      Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Smyrlahrauns 52-66 til samþykktar.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1701312 – Hverfisgata 35B, lóðarleigusamningur

      Lagður fram til samþykktar endurnýjun á lóðarleigusamningi um Hverfisgötu 35B, eldri samningur er útrunninn.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1611239 – Hverfisgata 47, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Lagður fram til samþykktar endurnýjun á lóðarleigusamningi um Hverfisgötu 47, eldri samningur er útrunninn.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1701224 – Engjahlíð 1, íbúð, kaup

      Tilboð hefur verið gert í íbúð að Engjahlíð 1 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Engjahlíð 1, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

    • 1701286 – Suðurhella 4, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Bors efh um lóðina Suðurhellu 4.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurhellu 4 verði úthlutað til Bors efh.

    • 1701476 – Frístundaþjónusta, tilfærsla

      Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Hefur einhver starfsemi flust frá fræðslu- og frístundaþjónustu til fjölskylduþjónustu á síðustu 3 mánuðum, eða eru áætlanir um slíka tilfærslu?
      Ef svo er, hvaða starfsemi er um að ræða og hvernig var staðið að ákvörðunum um tilfærslu hennar?

    • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

      Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylgingar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Óskað er eftir yfirliti yfir heildarlaunagreiðslur allra aðalfulltrúa í bæjarstjórn vegna setu í bæjarstjórn og ráðum, nefndum og stjórnum sem sveitarfélagið á aðild að og kýs fulltrúa í skv. 39. grein samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 525/2016. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um heildarlaunagreiðslur hvers og eins aðalfulltrúa eins og þær voru í janúar sl. og hverjar þær verða eftir samþykkt meirihluta bæjarstjórnar þann 18. janúar sl. um að ákvörðun Kjararáðs um 44% hækkun þingfararkaups skuli ná til launa kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ.
      Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hver áætlaður viðbótarkostnaður bæjarsjóðs er á ársgrundvelli vegna ákvörðunar meirihluta bæjarstjórnar um að hækka laun kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ til samræmis við ákvörðun Kjararáðs um 44% hækkun þingfarakaups.

    Fundargerðir

    • 1701011F – Hafnarstjórn - 1498

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 18.janúar sl.

    • 1701006F – Menningar- og ferðamálanefnd - 278

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.janúar sl.

    • 1701341 – Stjórn SSH, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 9.janúar sl., 438.fundur.

    • 1701015F – Hafnarstjórn - 1499

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 25. janúar sl.

Ábendingagátt