Bæjarráð

23. mars 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3460

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Birkir Einarsson varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1703074 – Félag heyrnarlausra, styrkumsókn

      Lagður fram tölvupóstur frá Félagi heyrnarlausra, beiðni um styrk og yfirlit um starfsemi félagsins á árinu 2017 og 2018

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1703092 – Sorpa bs, endurvinnslustöðvar, rekstur, uppgjör sveitarfélaga

      Lagt fram bréf frá Sorpu bs. dags. 6. mars sl. er varðar uppgjör vegna reksturs endurvinnslustöðva Sorpu og sveitarfélaganna fyrir árið 2016.

      „Afgreiðslu reiknings verði frestað þar til fyrir liggja niðurstöður vegna rekstrarúttektar byggðasamlagsins og tillögur starfshóps vegna endurskoðunar á núverandi fyrirkomulagi á rekstri endurvinnslustöðvanna. Gert er ráð fyrir að hvorutveggja verði tilbúið fyrir lok aprílmánaðar 2017“

    • 1703342 – SSH, endurvinnslustöðar, endurskoðun, starfshópur

      Bæjarráð tilnefndir Ismael David í starfshópinn.

    • 1703335 – Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Skessan

      Lagt fram erindi Fimleikafélags Hafnarfjarðar dags. 20.mars sl. vegna Skessunnar, knatthús.
      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda-og rekstrardeildar kom á fundinn.

      Bæjarráð vísar tillögu að eignaskiptasamningi til umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem vinna við eignaskiptasamninga við íþróttafélögin hefur staðið yfir undanfarin ár. Jafnframt er óskað eftir því að íþróttafulltrúi og ÍBH taki saman upplýsingar um stöðu mála varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði. Gerð verði greining á því hver þörfin er og hvar úrbóta sé þörf næstu tvö árin miðað við iðkendafjölda, aðstöðu og úthlutun tíma í knatthúsum og á gervigrasvöllum bæjarins. Einnig að teknar verði saman upplýsingar um fjölda iðkenda í knattspyrnu frá árinu 2014. Bæjarstjóra falið að gera fulltrúum Fimleikafélagsins grein fyrir stöðu málsins.

      Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Að íþróttafulltrúi ÍBH taki ekki einungis saman upplýsingar um stöðu mála varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði heldur taki íþróttafulltrúi ÍBH saman upplýsingar um stöðu mála varðandi aðstöðu til allrar íþróttaiðkunar í Hafnarfirði. Gerð verði greining á því hver þörfin er og hvar úrbóta er þörf næstu tvö árin miðað við iðkendafjölda, aðstöðu og úthlutun tíma í íþróttamannvikjum og útiíþróttasvæðum bæjarins. Mikilvægt er að fram komi fjöldi núverandi iðkenda eftir íþróttagreinum og hversu margir iðkendur eru á biðlista.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.

      Bæjarráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1702357 – Reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

      Skipun í eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga, sbr. reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga sem samþykktar voru í bæjarstjórn 15. mars 2017.

      Bæjarráð tilnefnir í eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta-og æskulýðsfélaga auk Ljósbrár Baldursdóttur endurskoðanda bæjarins sem verður formaður: Helga F. Arnarsson og Margréti Sólbergsdóttur.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Upplýst um stöðu viðræðna.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1611041 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar, vörumerkjastefna

      Skipun í starfshóp um mótun vörumerkjastefnu fyrir Hafnarfjörð.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og skipar eftirtalda í starfshóp um mótun vörumerkjastefnu fyrir Hafnarfjörð:

      Unnur Lára Bryde formaður
      Árdís Ármannsdóttir
      Ása Sigríður Þórisdóttir

    • 1612199 – Selhella 6, umsókn um lóð, úthlutun

      Lögð fram beiðni lóðarhafa Verkefnis ehf um að færa eignarhaldið á lóðinni til félagsins MBKF1 ehf.

      Með vísan til 9. gr. lóðarleigusamnings um lóðina er erindinu hafnað.

    • 1703324 – Einhella 3, 5 og 7, tilboð í lóðir

      Lagt fram tilboð Bjargar Real Estate í þrjár lóðir, Einhellu 3, Einhellu 5 og Einhellu 7.

      Bæjarráð hafnar erindinu.

    • 1609050 – Enor gegn Ríkiskaupum, Hafnarfjarðarbæ og PwC, dómsmál, útboð

      Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. mars 2017.

      Lagt fram.

    • 1702346 – Fimleikafélag Hafnarfjarðar,gatnagerðargjöld, ósk um viðræður

      Lagt fram erindi frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar dags. 20.mars sl.

      Bæjarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga um málið.

    • 1701592 – Flensborgarskóli, námsferð, styrkbeiðni

      Lögð fram styrkbeiðni frá Flensborgarskóla

      Samþykkt að styrkja verkefnið um 120.000.- kr.

    • 1703367 – Jafn réttur barna til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi

      Fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir upplýsingum og samantekt á því hvaða skilyrði hafa verið sett gagnvart hafnfirskum börnum um greiðslu þátttökugjalda og aukakostnaðar í íþrótta- og tómstundastarfi í félögum sem njóta beins eða óbeins fjárhagslegs stuðnings úr bæjarsjóði. Er í samningum við íþrótta- og tómstundafélög í Hafnarfirði að finna sambærileg ákvæði og ÍTR gerir við íþróttafélög í Reykjavík um jöfn tækifæri til þátttöku sem félögunum ber að virða? Ef svo er, hvernig er eftirfylgni með því ákvæði háttað? Ef ekki, leggjum við til að slík ákvæði séu sett inn í samninga við íþrótta- og tómstundafélög í Hafnarfirði. Það hlýtur að vera skylda okkar sem bæjarfélags að tryggja að hafnfirsk börn hafi jafnan rétt til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að umframkostnaður sem af því hlýst megi ekki verða til þess að mismuna börnum eftir fjárhagsstöðu foreldra.

    Fundargerðir

    • 1703003F – Menningar- og ferðamálanefnd - 281

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.mars sl.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.mars sl.

    • 1703012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 282

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 16.mars sl.

Ábendingagátt