Bæjarráð

18. maí 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3464

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður

Einnig sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, staðgengill bæjarstjóra.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, staðgengill bæjarstjóra.

  1. Almenn erindi

    • 1705026 – JAF, Jafnlaunakerfi, 2017

      Lögð fram aðgerðaráætlun jafnlaunaráðs og jafnlaunahandbók. Lúvísa Sigurðardóttir gæðastjóri mætti til fundarins.

      Lúvísa Sigurðardóttir gæðastjóri kynnti aðgerðaáætlun jafnlaunaráðs og jafnlaunahandbók.

    • 1704039 – Rekstrartölur fyrir bæjarráð 2017

      Rekstrareikningur jan.-mars 2017.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1612204 – Sveinssafn, erindi

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að taka þátt í kostnaði við að koma upp varmadælu en vísar erindinu um viðhaldsframkvæmdir að öðru leyti til umsagnar og skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2018.
      Bæjarráð óskar ennfremur eftir umsögn frá Byggðasafni Hafnarfjarðar varðandi húsið.

    • 1705056 – Austurgata 36, veggjatítlur

      Lögð fram beiðni Önnu Gyðu Péursdóttur um styrkveitingu vegna altjóns á fasteign að Austurgötu 36. Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri fasteigna mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að styrkja húsráðendur um allt að 3,7 milljónir króna til niðurrifs hússins í samræmi við kostnaðarmat af hálfu umhverfis- og skipulagsþjónustu. Framkvæmdir skuli gerðar í fullu samráði við Hafnarfjarðarbæ. Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

    • 1701108 – Rimmugýgur, húsnæðismál

      Lagður fram leigusamningur til bráðabirgða við Rimmugýgi um afnot af húsnæði í Straumi.

      Adda María Jóhannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning.

    • 1703335 – Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Skessan

      Lagt fram svar íþróttafulltrúa við bókun frá fundi bæjarráðs 23.mars sl.

      Geir Bjarnason íþróttafulltrúi mætti á fundinn.

      Adda María Jóhannsdóttir tók aftur sæti á fundinum.

      Geir Bjarnason íþróttafulltrúi kom á fundinn og kynnti greinargerð um aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði.

      Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar ítreka svohljóðbókun sína frá fundi bæjarráðs 23. mars 2017: Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað: Að íþróttafulltrúi ÍBH taki ekki einungis saman upplýsingar um stöðu mála varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði heldur taki íþróttafulltrúi ÍBH saman upplýsingar um stöðu mála varðandi aðstöðu til allrar íþróttaiðkunar í Hafnarfirði. Gerð verði greining á því hver þörfin er og hvar úrbóta er þörf næstu tvö árin miðað við iðkendafjölda, aðstöðu og úthlutun tíma í íþróttamannvikjum og útiíþróttasvæðum bæjarins. Mikilvægt er að fram komi fjöldi núverandi iðkenda eftir íþróttagreinum og hversu margir iðkendur eru á biðlista.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Lagðar fram fundargerðir starfshóps um gerð húsnæðisáætlunar frá 25.apríl og 2.maí sl.

      Lagt fram.

    • 1705128 – Hænur, umsókn um leyfi til að halda hænur

      Lögð fram umsókn um leyfi til að halda hænur í íbúðahverfi.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir því að umhverfis- og skipulagsþjónusta gefi umsögn um umsóknina og móti í kjölfarið sérstakar reglur um hænsnahald.

    • 1705100 – Árskýrsla orlofsnefndar húsmæðra árið 2016

      Lögð fram starfsskýrsla og ársreikningur orlofsnefndar húsmæðra fyrir árið 2016, meðfylgjandi er reikningur vegna lögbundins framlags til orlofsdvalar fyrir hafnfirskar húsmæður sumarið 2017.

      Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að Alþingi ljúki endurskoðun á lögum um orlof húsmæðra nr. 53/1972.

    • 1705110 – Landskerfi bókasafna hf., aðalfundur 2017

      Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður miðvikudaginn 24.maí nk.

      Fulltrúi Hafnarfjarðar á aðalfundi Landskerfis bókasafna hf.verður Óskar Guðjónsson forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar.

    • 1705222 – Samband ísl. sveitarfélaga, þátttökulýðræði í sveitarfélögum, málþing

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi málþing sem fyrirhugað er að halda í september nk.

      Lagt fram.

    • 1705130 – Brekkugata 5, lóðarleigusamningur,lóðarstækkun

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir endurnýjun fyrirliggjandi lóðarleigusamnings og vísar til afgreiðsli í bæjarstjórn.

    • 1703096 – Melabraut 20,lóðarleigusamningur

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir endurnýjun fyrirliggjandi lóðarleigusamnings og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1705166 – Mávahraun 13, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til afgreðslu í bæjarstjórn.

    • 1704464 – Álfhella 7, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn ER hús ehf, kt. 690604-3029 um lóðina Álfhellu 7.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Álfhellu 7 til ER húsa ehf. og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1704047 – Álfhella 5 og 7, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn V Níu Fasteigna ehf, kt. 620916-1100 um lóðirnar Álfhella 5 og 7

      Bæjarráð hafnar umsókn V Níu Fasteigna um lóðirnar Álfhella 5 og 7.

    • 1705286 – Fyrirspurnir, afdrif

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við afgreiðslu tillagna og svör við fyrirspurnum sem lagðar hafa verið fram af minnihlutanum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það er lögbundinn réttur kjörinna fulltrúa að leggja fram tillögur og kalla eftir upplýsingum. Það er einnig lögbundin skylda að þær tillögur og fyrirspurnir hljóti eðlilega málsmeðferð og að upplýsingar séu veittar innan eðlilegra tímamarka.
      Við ítrekum aftur fyrirspurn okkar um afdrif tillögu um Lýðræðisviku í október. Tillagan var lögð fram í bæjarstjórn í desember 2014. Henni vísað til umfjöllunar í bæjarráði þar sem hún var samþykkt þann 15. janúar 2015. Óskað var eftir upplýsingum um afdrif tillögunnar á fundi bæjarráðs þann 6. apríl sl. Enn er þó með öllu óljóst hvar málið er statt.
      Við óskum einnig eftir upplýsingum um afdrif tillögu um stofnun leigufélags sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 29. mars sl. að vísa til bæjarráðs. Þar var tillagan tekin til umfjöllunar þann 6. apríl sl. og bæjarstjóra falið að skoða málið.
      Þá köllum við formlega eftir svörum við fyrirspurnum okkar um GN eignir sem lagðar voru fram skriflega í bæjarráði þann 3. nóvember 2016. Við þeim fyrirspurnum hafa enn engin svör borist.
      Einnig óskum við eftir formlegum svörum við fyrirspurn sem lögð var fram af áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna í bæjarráði 1. desember 2016 varðandi félagslegt húsnæði og biðlista.
      Að lokum köllum við eftir endurskoðun á rekstrarsamningum við FM-hús. Bæjarfulltrúar Samfylkingar lögðu til á fundi bæjarráðs þann 1. desember 2016 að fram færi óháð úttekt á einkaframkvæmdasamningum sem gerir voru í Hafnarfirði á árunum 1998-2000. Þeirri tillögu var hafnað en bókað af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að fela bæjarstjóra að vinna áfram að endurskoðun á rekstrarsamningum milli aðila. Við óskum skriflegrar greinargerðar um stöðu og framvindu málsins.

    Fundargerðir

Ábendingagátt