Bæjarráð

15. júní 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3466

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1704039 – Rekstrartölur fyrir bæjarráð 2017

      Rekstrarreikningur jan.-apríl 2017 lagður fram.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Rósa Steingrímsdótir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstrartölum jan.-apríl 2017.

    • 1305351 – Vinabæjarsamstarf, undirbúningsfundur 2016, mót 2017

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti til fundarins.

      Andri Ómarsson verkefnisstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir vinabæjarsamstarfi og vinabæjarmóti 2017.

    • 1706097 – Bærum,vinabæjarmót 2019,boð.

      Lagt fram boð frá Bærum Kommune, Noregi, á vinabæjarmót sem haldið verður í Bærum, árið 2019.

      Andri Ómarsson verkefnisstjóri mætti til fundarins.

      Andri Ómarsson verkefnisstjóri kom á fundinn og sagði frá vinabæjarmóti sem haldið verður í Bærum árið 2019.

    • 1706182 – Baoding/Xiongan, vinabæjartengsl, jarðhitasamvinna

      Lagður fram tölvupóstur varðandi vinabæjartengsl Hafnarfjarðar við Baoding/Xiongan og jarðhitasamstarf.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1705403 – Launuð námsleyfi haust 2017

      Tillaga um launuð námsleyfi lögð fram. Lagt er til að einn fái 3ja mánaða leyfi, fimm fái 1 mánaðarleyfi, einn fái 3ja vikna leyfi og einn fái 20 daga leyfi.

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um námsleyfi.

    • 1704041 – Samráðshópur Vegagerðar ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföldun Reykjanesbrautar

      Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni.

      Helga Stefánsdóttir fostöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætti á fundinn.

      Vegagerðin tilefnir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóra þróunarsviðs og Svan G. Bjarnason, svæðisstjóra í starfshópinn.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1411212 – Borgarlína

      Lagt fram minnisblað frá Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH. Greinargerð frá Mannviti og leiðarvalkostir Borgarlínu fyrstu drög.

      Helga Stefánsdóttir fostöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætti á fundinn.

      Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og skipulagsþjónusta geri umsögn um fyrirliggjandi tillögu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali

      Lögð fram drög að kaupsamningi.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1706134 – Húsnæðissjálfseignarstofnun

      Lögð fram drög að stofnskrá húsnæðissjálfseignarstofununar ásamt greinargerð.

      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að stofnun sjálfseignarstofnunarinnar, undirbúningi útboðs og sækja um stofnstyrki. Jafnframt skal bæjarstjóri vinna tillögu að því hvernig staðið verði nákvæmlega að því að velja leigjendur.

      Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar fagna framkominni tillögu um sjálfseignarstofnun sem mun eiga íbúðir fyrir fólk með tekjur undir viðmiðunarmörkum.
      Við hörmum jafnframt að ekki hafi verið skoðuð betur tillaga okkar um stofnun sjálfseignarstofnunar sem myndi byggja og eiga leiguíbúðir fyrir almenning á viðráðanlegu verði (non profit) án tekjuviðmiða sem þannig myndi nýtast öllum almenningi.
      Telur minnihlutinn að ekki hafi verið kannaðar nægjanlega vel heimildir sveitarfélagsins til stofnunar slíkrar sjálfseignarstofnunar sem minnihlutinn lagði til sbr. minnisblað lögfræðings um tillöguna.

    • 1703431 – Leigufélag, stofnun

      Lagt fram minnisblað, svar við fyrirspurn.

      Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar ítreka bókun undir lið um Húsnæðissjálfseignarstofnun, svohljóðandi:
      Fulltrúar minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar fagna framkominni tillögu um sjálfseignarstofnun sem mun eiga íbúðir fyrir fólk með tekjur undir viðmiðunarmörkum.
      Við hörmum jafnframt að ekki hafi verið skoðuð betur tillaga okkar um stofnun sjálfseignarstofnunar sem myndi byggja og eiga leiguíbúðir fyrir almenning á viðráðanlegu verði (non profit) án tekjuviðmiða sem þannig myndi nýtast öllum almenningi.
      Telur minnihlutinn að ekki hafi verið kannaðar nægjanlega vel heimildir sveitarfélagsins til stofnunar slíkrar sjálfseignarstofnunar sem minnihlutinn lagði til sbr. minnisblað lögfræðings um tillöguna.

    • 1706190 – Leiguíbúðir, kaup

      Á árinu 2016 voru keyptar þrjár félagslegar íbúðir samtals að andvirði 93,3 millj. kr. Í fjárhagsáætlun í ár er gert ráð fyrir að kaupa íbúðir fyrir 200 millj. kr. Nú þegar er búið að kaupa 2 íbúðir fyrir 57,8 millj. kr. Gert er ráð fyrir að geta keypt samtals um 6 til 7 íbúðir á árinu 2017. Ekki hafa verið tekin lán vegna þessara kaupa. Í félagslega kerfinu hjá Hafnarfjarðarbæ eru um 240 íbúðir.

      Hafnarfjarðarkaupstaður og ASÍ undirrituðu viljayfirlýsingu 2016 um uppbyggingu allt að 150 leiguíbúða í Hafnarfirði á næstu 4 árum. Hafnarfjarðarbær hefur að jafnaði ráðstöfunarrétt á 25% íbúða.

      Með vísan til þeirra miklu þarfa sem eru á félagslegu húsnæði samþykkir bæjarráð að stefnt verði að því að kaupa íbúðir fyrir um 500 millj. kr. á árinu 2018. Þar sem gert er ráð fyrir að leiga geti staðið undir afborgunum og vöxtum verði þessi kaup fjármögnuð með lántöku. Með þessu verði keyptar íbúðir samtals á kjörtímabilinu fyrir um 800 millj. kr. Stefnt verði að því að á árinu 2018 verði keyptar allt að 14 íbúðir til viðbótar við þær sem keyptar voru árið 2016 og nú 2017.
      Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018.

    • 1705402 – ÍBH, tillaga um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 50. þingi

      Lögð fram tillaga ÍBH um forgangsröðun iþróttamannvirkja.

      Lagt fram.

    • 1703088 – Skarðshlíð 2.áf.,undirbúningur fyrir úthlutun

      Lagðir fram úthlutunarskilmálar og reglur.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skiulagsþjónustu mætti á fundinn.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar með framkomnum breytingum.

      Bæjarráð samþykkir að óska eftir að lóðum verði úthlutað skv. framlagðri tillögu og að óskað verði eftir tilboðum í lóðir skv. framlagðri tillögu.

      Bæjarráð samþykkir framlagða úthlutunarskilmála fyrir úthlutunarlóðir og tilboðslóðir og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1706092 – Krosseyrarvegur 9, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðarleigusamnings m.t.t. gildandi deiliskipulags.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Krosseyjarvegar 9.

    • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings, breyting á lóðarmörkun, frávik frá gildandi deiliskipulagi.

      Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1706171 – Rimmugýgur, 20 ára afmæli,afmælishátíð Víðistaðatúni 8.-13.ágúst nk.

      Lagður fram tölvupóstur frá Víkingafélaginu Rimmugýgi þar sem óskað er eftir aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að 20 ára afmælishátíð Víkingafélagsins sem haldin verður 8.-13.ágúst nk.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

    • 1611371 – Norðurhella 13, lóðarumsókn, úthlutun

      Lóðargjald sem þegar er fallið í gjalddaga hefur ekki verið greitt og er lagt til að lóðarúthlutun verði afturkölluð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarúthlutun verði afturkölluð.

    • 1705128 – Hænur, umsókn um leyfi til að halda hænur

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu um hænsnahald að Svöluási 36.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita leyfi til hænsnahalds skv. umsókn með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    Fundargerðir

    • 1706001F – Hafnarstjórn - 1508

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7.júní sl.

    • 1706008F – Menningar- og ferðamálanefnd - 287

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.júní sl.

    • 1701343 – Sorpa bs, fundargerðir 2017.

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 9.júní sl.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26.maí sl.

    • 1705030F – Stjórn Hafnarborgar - 345

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 31.maí sl.

Ábendingagátt