Bæjarráð

19. október 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3475

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Birkir Einarsson varamaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1706312 – Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala

      Lögð fram skýrsla starfshópsins. Til fundarins mæta Guðrún Berta Daníesdóttir og Sigríður Björk Jónsdóttir, einnig taka þátt í kynningu Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir starfsmaður og verkefnastjóri starfshópsins.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

    • 1710201 – Bæjarráð, knattspyrnuhús, nefnd

      Lögð fram skýrsla nefndarinnar. Til fundarins mæta Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi. Einnig taka þátt í kynningu Kristinn Andersen, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Einar Birkir Einarsson og Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

    • 1704039 – Rekstrartölur fyrir bæjarráð 2017

      Rekstrarreikningur jan.-ágúst 2017 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð þakkar Rósu fyrir kynninguna.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1701128 – Skólamatur, skólaaskur

      Til upplýsinga

    • 1710185 – Suðurgata 14

      Lögð fram drög að kaupsamningi um kaup á Suðurgötu 14

      Einar Birkir Einarsson víkur af fundi undir þessum lið.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupa Suðurgötu 14 sbr. framlögð drög að kaupsamningi dags. 26. október 2017.

    • 1706355 – Strandgata 30, byggingarleyfi

      Skipulags- og byggingaráð vísaði á fundi sínum 3.okt sl., 1.liður, eftirfarandi til bæjarráðs:

      Tekið fyrir á ný erindi 220 Miðbæjar ehf um byggingu hótels á ofangreindri lóð með hliðsjón af bílastæðum. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 8. ágúst s.l. var skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um lausn á bílastæðamálum fyrir hótelið. Lagt fram minnisblað VSB dags. 22.09.2017 er varðar mat á kostnaði við byggingu bílakjallara.

      Skipulags- og byggingarráð telur að bílastæðaþörf á þessum stað þurfi að leysa og vísar því málinu hvað varðar bílastæðakjallara og kostnað vegna hans til bæjarráðs.

      Bæjarráð fellst á að ekki verði gerð krafa um bílakjallara undir Strandgötu 30 en leggur áherslu á að við endurskoðun á miðbæjarskipulaginu verði athugaðir möguleikar á bílakjallara undir núverandi bílastæðum í bænum.

    • 1707079 – Álfhella 5, umsókn um lóð, afsal

      Lagt fram afsal vegna lóðaúthlutunar Álfhellu 5

      Bæjarráð samþykkir að lóðarhafi Álfhellu 5 skili lóðinni sem honum var úthlutað.

    • 1707176 – Álfhella 5, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Dverghamara ehf, kt. 610786-1629, um lóðina Álfhella 5.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta Dverghömrum ehf. lóðinni Álfhellu 5.

    • 1706399 – Álfhella 2, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Stróks ehf, kt.580788-1739, um lóðina Álfhella 2.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta Strók ehf., kt.580788-1739, lóðinni Álfhellu 2.

    • 1710199 – Álfhella 10, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Hagtaks hf, kt.460391-2109, um lóðina Álfhella 10.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta Hagtaki ehf., kt.460391-2109, lóðinni Álfhellu 10. Bæjarráð tekur ekki afstöðu til óskar félagsins um breytingar á byggingarreit og hæðartakmörkunum byggingar.

    • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

      Haghús ehf og Haghús byggingar ehf gerður tilboð í lóðirnar Móbergsskarð 9 og 11. Haghús ehf og Haghús bygginar ehf eru í eigu sama aðila. Haghús byggingar var hæstbjóðandi í Móbergsskarð 11 og Haghús ehf næst hæst, önnur tilboð komu ekki í lóðina. Haghús byggingar voru næsthæstir í Móbergsskarð 9, hæstbjóðandi féll frá sínu tilboði. Haghús ehf var með þriðja tilboðið fleiri tilboð komu ekki í lóðina. Haghús og Haghús byggingar hafa óskað eftir því Haghús verði lóðarhafi og greiði tilboðsverð Haghús bygginga fyrir lóðirnar.

      Bæjarráð samþykkir beiðni Haghúsa og Haghús bygginga og leggur til við bæjarstjórn að úthluta Haghúsum ehf. lóðunum nr. 9 og 11 við Móbergsskarð og að Haghús ehf. greiði tilboðsverð Haghúss bygginga ehf. í lóðirnar.

    • 1709754 – Eyrartröð 16, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðaleigusamnings

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framliggjandi drög að lóðarleigusamningi vegna Eyrartraðar 16.

    • 1308200 – Vesturbraut 9, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðaleigusamnings

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja drög að lóðarleigusamningi vegna Vesturbrautar 9.

    • 1710263 – Urðarstígur 6, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðaleigusamnings.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi vegna Urðarstígs 6.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Skipulags- og byggingaráð vísaði á fundi sínum 3.okt. sl., 12.liður, eftirfarandi til bæjarráðs:

      Fjárhagsáætlun 2018 varðandi aðkeypta skipulagsvinnu tekin til frekari umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun um skipulagsvinnu fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

    • 1703437 – Viðhald húsnæðis og lóða 2017

      Til umræðu viðhald húsnæðis og lóða.

      Kynnt drög að viðhaldsáætlun.

    • 1709781 – Aðveitustöð HS Veitna í Hamranesi

      Skipulags- og byggingaráð vísaði á fundi sínum 3.okt. sl., 5.liður, eftirfarandi til bæjarráðs:

      Kynning á styrkingu og endurbótum á dreifikerfinu í Hafnarfirði.
      Fulltrúar HS Veitna mættu á fundinn og kynntu málið.

      Skipulags- og byggingarráð vísar málinu til bæjarráðs m.t.t. lóðarleigusamnings og minnisblaðs skipulagsfulltrúa.

      Bæjarráð felur starfsmönnum umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna að endurnýjun/endurskoðun lóðarleigusamnings

    • 1705326 – Daggæsla í heimahúsum, samkomulag um miðlun upplýsinga

      Fræðsluráð vísaði á fundi sínum þ. 4.október sl., 5.liður, eftirfarandi til bæjarráðs:

      Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

    • 1709644 – Alþingiskosningar 2017

      Lagður fram listi yfir undirkjörstjórnir og kjörstaði í komandi alþingiskosningum.

      Bæjarráð staðfestir framlagða lista yfir undirkjörstjórnir og kjörstaði í komandi alþingiskosningum.

    Fundargerðir

    • 1709025F – Hafnarstjórn - 1513

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 29.sept.sl.

    • 1709018F – Menningar- og ferðamálanefnd - 292

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20.sept. sl.

    • 1701341 – Stjórn SSH, fundargerðir 2017

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 4.sept. og 2.okt. sl., 447. og 448. fundur.

    • 1704103 – Sorpa bs, eigendafundur, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð 11. eigendafundar SORPU bs. frá 27.sept.sl.

    • 1704106 – Strætó bs, eigendafundir, fundargerð 2017

      Lögð fram fundargerð 15.eigendafundar Strætó bs. frá 27.sept.sl.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.sept. sl.

    • 1706312 – Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala

      Lagðar fram fundargerðir

Ábendingagátt