Bæjarráð

16. nóvember 2017 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3480

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir og Ívar Bragason

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1710184 – Mánaðarskýrsla, laun, veikindi, stöðugildi

      Lagt fram.

      Haraldur Eggertsson, verkefnastjóri mætti til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1707207 – Straumsvík 123154, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðarleigusamnings. Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætti til fundarins.

      Lögð fram drög að endurnýjuðum lóðarleigusamningi.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Tekið fyrir að nýju. Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og lokið í samræmi við umræður á fundinum og bæjarstjóra falið að útfæra málið og að undirbúa viðauka fyrir fjárhagsáætlun 2017.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun. (Sjá fylgiskjal).

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Óskað er eftir því að svör verði lögð fram eigi síðar en fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar.
      Hvað hafa heildartekjur bæjarfélagsins af útsvari annars vegar og fasteignagjöldum hins vegar aukist frá árinu 2014 til áætlunar 2018 á föstu verðlagi?
      Hver er heildarrekstrarkostnaður sveitarfélagsins á sama tímabili á föstu verðlagi?
      Hver er útgjaldþróunin varðandi framfærslumál ? frá árinu 2014 til áætlunar 2018?
      Hverjar hafa verið tekjur bæjarfélagsins af sölu lóða ( atvinnu og íbúðalóða) á árunum 2014- 2017 og hvað er áætlað í tekjur af lóðasölu á árinu 2018?
      Hvað hefur bæjarfélagið kostað til vegna gatnaframkvæmda í nýbyggingarhverfum frá 2014?
      Hvað er áætlað í gatnagerð og lagnavinnu í nýbyggingahverfum á árinu 2018?
      Hvað hefur Hafnarfjarðarbær greitt mikið í heild vegna einkaframkvæmdasamninga frá árinu 2014 á föstu verðlagi?
      Hver er eru áætluð útgjöld Hafnarfjarðarbæjar vegna einkaframkvæmdasamninga á árinu 2018?

      Fundarhlé gert kl. 9:45

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir vék af fundi kl. 10.

      Fundi fram haldið kl. 10:25

      Fundarhlé gert kl. 10:50.
      Fundi fram haldið kl. 11.

      Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um að fundi yrði frestað til kl. 20:30 í kvöld.

      Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.

      Fundi framhaldið kl. 20:30. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir mætir til fundarins að nýju.

      Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum 1 til 6 að breytingum á fjárhagsáætlun til fræðsluráðs og breytingartillögu 7 til umhverfis- og framkvæmdaráðs. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram 6. desember nk. í stað 22. nóvember líkt og bæjarstjórn hafði samþykkt á fundi sínum 8. nóvember sl.

      Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi texta verði bætt við greinargerð með fjárhagsáætlun:

      Gert er ráð fyrir að áframhaldandi framlög til uppbyggingar íþróttamannvirkja á áætlunartímabilinu, 2018 til 2021, verði í samræmi við tillögu ÍBH, samanber eftirfarandi tafla:

      1. Tillaga að framkvæmdaröð verkefna frá ÍBH
      1) Frá 2016-2021 endurbætur/breytingar á golfvelli Golfklúbbsins Keilis á Hvaleyri.
      2) Frá 2016-2018 bygging íþróttasalar 2.259 m2 hjá Knattspyrnufélaginu Haukum á Ásvöllum.
      3) Frá 2017-2021 bygging nýs skotvallar og frágangur á svæði hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar á Iðavöllum.
      4) Frá 2017-2020 knatthús 8.600 m2 hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í Kaplakrika.
      5) Frá 2018-2020 bygging nýrrar reiðhallar með félagsaðstöðu og annarri tilheyrandi aðstöðu 4.200 m2 hjá Hestamannafélaginu Sörla að Sörlastöðum.
      6) tillFrá 2018-2021 bygging knatthúss hjá Knattspyrnufélaginu Haukum á Ásvöllum.
      7) Frá 2019-2021 önnur verkefni sem voru ekki tillögur á 49. þingi ÍBH.
      8) Frá 2021 breytingar á golfskála hjá Golfklúbbnum Keili á Hvaleyri.
      9) Frá 2021 bygging danssalar 750 m2 hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, staðsetning óákveðin.
      10) Frá 2022-2024 bygging nýrrar áhorfendastúku við knattspyrnuvöll hjá Knattspyrnufélaginu Haukum á Ásvöllum.
      11) Frá 2022-2023 bygging forsalar í íþróttamiðstöð 400m2 hjá Knattspyrnufélaginu Haukum á Ásvöllum.
      12) Frá 2022-2026 bygging badmintonhúss 10 vellir 20mx80m hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, staðsetning óákveðin.

      Á árinu 2018 verður gert samkomulag við Knattspyrnufélagið Hauka um undirbúning og hönnun byggingar knatthúss að Ásvöllum. Einnig hefjast á árinu viðræður við hestamannafélagið Sörla um þátttöku bæjarins í uppbyggingu á svæði félagsins.

      Eftirfarandi tafla sýnir framlög Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna framkvæmda hjá íþróttafélögum á kjörtímabilinu (2014 til 2018) á meðalverðlagi fyrstu 10 mánaða ársins 2017:

      Í þúsundum króna. 2014 2015 2016 2017 2018* Samtals
      Íþróttamiðstöðin Kaplakrika 247.946 77.590 58.541 137.000 200.000 721.077
      Íþróttamiðstöðin Ásvöllum 109.931 6.022 258.000 340.000 713.954
      Kvartmíluklúbburinn 15.499 5.000 20.499
      Keilir 13.407 13.197 13.197 39.801
      Sparkvellir 11.683 11.683
      Skotíþróttasvæðið 12.000 12.000
      Skv. forgangslista ÍBH 0
      Samtals 247.946 203.020 89.654 408.197 570.197 1.519.014

      * Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018

    • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

      Lagt fram bréf frá Hestamannafélagnu Sörla dags 12.október sl. varðandi byggingu reiðhallar hjá Hestamannafélaginu Sörla.

      Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar til ÍTH.

    • 1710065 – Samningur við ÍBH um eflingu íþróttastarfs fyrir yngri en 18 ára

      Lagt fram bréf frá ÍBH dags. 8.nóv.sl. Yfirlýsing varðandi samning ÍBH, Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto.

    • 1711039 – Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2016, svæðaskýrsla

      Lögð fram skýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem tölur um afbrot á höfuðborgarsvæðinu eru teknar saman.

    • 1711014 – Sorpa bs., rekstraráætlun 2018-2022

      Lögð fram rekstraráætlun SORPU bs. 2018-2022

    • 1711144 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni 2017

      Lögð fram umsókn um styrk frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrk að fjárhæð kr. 300.000.-.

    • 1701108 – Rimmugýgur, húsnæðismál

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við framkomuið erindi.

    • 1711103 – Krýsuvíkurvegur Hamra, lóðarleigusamningur

      Endurnýjun lóðaleigusamnings

      Bæjarráðs samþykkir framliggjandi lóðarleigusamning og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1711055 – Eyrartröð 10, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      Endurnýjun lóðaleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóaðrleigusamning og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1711168 – Drekavellir 20, íbúð 227-5446, kaup

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Drekavöllum 20.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið sé frá kaupum á íbúð að Drekavöllum 20 í samræmi við framlagt kauptilboð.

    • 1710331 – Glimmerskarð 2, tilboð, afsal

      Lögð fram beiðni Óðalhúsa um að afsala sér lóðarúthlutun á Glimmerskarði 2.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 2 við Glimmerskarð til Óðalhúsa verði afturkölluð.

    • 1708305 – Vikurskarð 8, Umsókn um lóð,úthlutun,afsal

      Lagður fram póstur frá lóðarhöfum að Vikurskarði 8 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 8 við Víkurskarð til Sædísar Öldu Búadóttur verði afturkölluð.

    • 1708322 – Malarskarð 8, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagt fram bréf dags. 7.okt. sl. frá lóðarhöfum að Malarskarði 8 og 10 (parhús) þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 8 og 10 við Malarskarð til Steinunnar Guðmundsdóttur og Stefáns Hallssonar verði afturkölluð.

    • 1708344 – Malarskarð 12, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 12 og 14 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 12 og 14 við Malarskarð til Inga Þórarins Friðrikssonar, Jónu Huldu Pálsdóttur, Huldu Pálsdóttur, Sylvíu Daggar Hjörleifsdóttur og Kristjáns Una Óskarssonar verði afturkölluð.

    • 1708345 – Malarskarð 18, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 18 og 20 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 18 og 20 við Malarskarð til Magnúsar Héðinssonar, Margrétar Þórarinsdóttur, Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur verði afturkölluð.

    • 1708346 – Malarskarð 22, Umsókn um lóð, úthlutun,afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 22 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 22 við Malarskarð til Vignis Stefánssonar og Önnu Berglindar Sigurðardóttur verði afturkölluð.

    • 1708370 – Hádegisskarð 21, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Hádegisskarði 21 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 21 við Hádegisskarð til Jóns Karls Líndal og Petru Sifjar Jóhannsdóttur verði afturkölluð.

    • 1711113 – Breiðhella 1, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Fitjaborgar ehf. kt. 521288-1409 um lóðina Breiðhella 1.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn Fitjaborgar ehf. kt. 521288-1409 um lóðina Breiðhella 1.

    • 1711015 – Borgahella 13, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn H-Berg ehf. kt. 640707-0110 um lóðina Borgahella 13 og til vara Borgahella 11.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn H-Berg ehf. um lóðina Borgahella 13.

    Fundargerðir

Ábendingagátt