Bæjarráð

11. janúar 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3483

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1512002 – Gæðahandbók og -ferlar

      Lúvísa Sigurðardóttir gæðastjóri og Svavar H. Viðarsson ráðgjafi mættu til fundarins.

      Lúvísa Sigurðardóttir gæðastjóri og Svavar H. viðarsson ráðgjafi kynntu stöðu verkefnisins.

    • 1709661 – Gallup, þjónusta við sveitarfélög

      Jóna Karen Sverrisdóttir frá Gallup mætti til fundarins.

      Jóna Karen Sverrisdóttir frá Gallup kynnti niðurstöður þjónustukönnunar. Bæjarráð fagnar því að ánægja íbúa með þjónustuna eykst á milli ára.

    • 1704039 – Rekstrartölur fyrir bæjarráð 2017

      Rekstrarreikningur jan.-nóv. lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti rekstarreikning jan.-nóv. 2017.

    • 1704352 – Brú, lífeyrissjóður, A-deild, breyting, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

      Lagt fram samkomulag um uppgjör á milli Brú lífeyrissjóðs starfmanna sveitarfélaga og Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir vék af fundi kl. 9:40.

      Lagt fram.

    • 1704041 – Samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföldun Reykjanesbrautar

      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Jafnframt er skorað á þingmenn að sjá til þess að framkvæmdum verði forgangsraðað í samræmi við öryggissjónarmið samgönguáætlunar og því beri að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar. Unnið verði skv. tillögu um skiptingu framkvæmda við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar sem samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar hefur lagt fram. Sem fyrsta áfanga verði tryggt fjármagn á árunum 2018 og 2019 til að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Kýrsuvíkurveg. Hönnun á þessum vegakafla liggur fyrir. Síðan verði tryggt fjármagn í samgönguáætlun á árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar skv. framangreindri tillögu.“

    • 1709105 – Íbúafundur um samgöngumál, Reykjanesbraut og fleira

      Lagt fram bréf til þingmanna dags. 20.des. sl. vegna Reykjanesbrautar.

      Lagt fram.

    • 1712168 – Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, stytting vinnuvikunnar, kynning

      Umræðu frestað á fundi bæjarráðs 14.des.sl. til næsta fundar.

      Umræður.

    • 1708274 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2018

      Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2018 lögð fram. Kristín María Thoroddsen formaður stjórnar Menningar- og ferðamálanefndar mætti til fundarins.

      Kristín Thoroddsen formaður stjórnar menningar- og ferðamálanefndar kynnti starfsáætlun nendarinnar 2018.

    • 1801094 – Brunavarnaáætlun, gildistími

      Lagt fram erindi frá Mannvirkjastofnun dags. 4.jan.sl. varðandi brunavarnir sveitarfélagsins.

      Lagt fram.

    • 1712248 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá

      Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu lögð fram.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá SHS verði samþykkt.

    • 1709070 – Sorpa bs, sorpeyðingarstöð Suðurnesja, sameining, samvinna

      Lagt fram bréf dags. 23.nóv. sl. frá Sorpu bs.

      Lagt fram.

    • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

      Óðalhús ehf átti hæsta tilboð í Vikurskarð 12.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði og úthluta Óðalhúsum ehf lóðinni Vikurskarði 12.

    • 1708296 – Móbergsskarð 1, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal lóðar

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 20. desember s.l. afsal á 50% lóðarinnar nr. 1 við Móbergsskarð. Lóðarhafar 50% lóðar skyldu þá finna nýja meðbyggjendur og hefur það nú verið gert.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum Móbergsskarðs 1 og tölvupóstur frá nýjum meðbyggjendum þar sem tilkynnt er um og óskað samþykkis á nýjum meðbyggjendum. Þá óska aðilar eftir að lóðarhafar 50% lóðarinnar Móbergsskarðs 1 fái að afsala sér lóðinni og að lóðinni nr. 5 verði úthlutað til aðila.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarðs 1 til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur verði afturkölluð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 5 verði úthlutað til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur og til Dagbjarts Pálssonar og Þóru Sveinsdóttur.

    • 1208254 – Reykjanes, jarðvangur, geopark

      Lagður fram tölvupóstur frá formanni Reykjanes Geopark um hvort Hafnarfjarðarkaupstaður hafi áhuga á viðræðum um mögulega aðkomu að samstarfinu.

      Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara um málið.

    • 1801207 – Frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna, 40. mál til umsagnar

      Lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum til umsagnar.

      Lagt fram.

    • 1712198 – Borg evrópskrar æsku 2021, European Youth Capital , umsóknarfrestur

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl.sveitarfélaga

      Lagt fram.

    • 1801044 – Staða landsbyggða í Evrópu, þróun og ábendingar um stefnumótun og úrræði

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á skýrslu um stöðu landsbyggða í Evrópu.

      Lagt fram.

    • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lagt fram bréf til heilbrigðisráðherra dags. 2.jan. sl., ósk um fjölgun hjúkrunarrýma við Sólvang.

      Fundarhlé gert kl. 11:00

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma það hvernig fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafa staðið að málum varðandi uppbyggingu á hjúkrunarheimili í Hafnarfirði. Þrátt fyrir margra ára undirbúningsvinnu og umtalsverða fjárfestingu ákvað meirihlutinn strax í upphafi þessa kjörtímabils að rjúfa þá þverpólitísku samstöðu sem verið hafði um byggingu hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og þjónustuíbúða fyrir aldraða á Völlum allt frá árinu 2006, og setti þar með verkefnið á byrjunarreit. Gífurlegir fjármunir hafa tapast og hugmyndum um fjölgun rýma ítrekað verið hafnað af hálfu ráðuneytis, enda ljóst frá upphafi að núverandi húsnæði Sólvangs hentaði ekki fyrir hjúkrunarrými sem uppfyllir nútímakröfur. Hefði upphaflegum áformum verið fylgt eftir hefði nýtt hjúkrunarheimili tekið til starfa snemma árs 2016 og staða málaflokksins allt önnur og betri en raun ber vitni.

      Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 11:13.

      Fundi fram haldið kl. 11:15.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks benda á að andstætt því sem fram kemur í bókun minnihlutans, hafa samskipti við ráðuneyti vegna framtíðarnýtingar Sólvangs verið jákvæð eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins frá 24. júlí sl., þar sem ráðuneytið lýsir yfir vilja til að skoða fjölgun rýma. Einnig hefur nýlega verið samþykkt fjölgun dagdvalarrýma úr 8 í 14 eftir áralangan þrýsting þar um. Meirihluti bæjarstjórnar mun áfram beita sér fyrir metnaðarfullri uppbyggingu öldrunarþjónustu í bænum í áframhaldandi virku samtali við heilbrigðisráðuneytið.

    • 1703022 – Hamranesskóli hönnun og ráðgjöf, nýtt alútboð

      Lögð fram til kynningar stefna Hornsteina arkitekta gegn Hafnarfjarðarkaupstað.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1712009F – Hafnarstjórn - 1518

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13.des.sl.

    • 1701343 – Sorpa bs, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15.des. sl.

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15. des. sl.

    • 1701117 – Strætó bs, fundargerðir 2017

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 6. og 12.des. sl.

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 6. og 12. des. sl.

    • 1701341 – Stjórn SSH, fundargerðir 2017

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 4.des. sl.

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 4. des. sl.

    • 1712012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 296

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14.des. sl.

Ábendingagátt