Bæjarráð

25. janúar 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3484

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sjátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sjátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 1706312 – Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala

      Lögð fram skýrsla starfshópsins um næstu skref. Til fundarins mættu Guðrún Berta Daníesdóttir og Sigríður Björk Jónsdóttir, einnig tók þátt í kynningu Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

      Bæjarstjóra falið að undirbúa ráðningu verkefnastjóra og skipan samstarfsvettvangs um rekstur starfsemi í St. Jósefsspítala. Erindisbréf samstarfsvettvangs verði lagt fyrir næsta fund bæjarráðs.

    • 1801491 – Viðbrögð í málum er varða einelti, áreitni og ofbeldi. Drög að bæklingi

      Lögð fram til kynningar drög að uppfærðri stefnu og verkferli í tengslum við eineltis- og áreitnimál.

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðstjóri mætti til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur sent drög að Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar til umsagnar í bæjarráð, fjölskylduráð, fræðsluráð, skipulags- og byggingarráð og hafnarstjórn.

      Bæjarráð óskar eftir því að drög að umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar verði kynnt á vef bæjarins og íbúum gefið tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar.

    • 1712270 – Bæjarráð, styrkir 2018

      Til umræðu.

      Bæjarstjóra falið að fara yfir verklag og koma með tillögur að fyrirkomulagi.

    • 1801248 – Félag eldri borgara í Hafnarfirði, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá félagi eldri borgara í Hafnarfirði dags.7.jan.sl.

      Bæjarstjóra falið að ræða við Félag eldri borgara um erindið.

    • 1801284 – Suðurnesjalína 2, valkostagreining og mat á umhverfisáhrifum

      Lagt fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1801455 – Knattspyrnufélagið Haukar, knatthús, erindi

      Lagt fram erindi frá Knattspyrnufélaginu Haukar dags. 17.jan. sl.

      Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Hauka.

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Til umræðu.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 1709027 – Skarðshlíð 2.áf., úthlutun

      Einbýlishúsalóðunum Glimmerskarði 3 og Vikurskarði 8 hefur verið afsalað til Hafnarfjarðarkaupstaðar og þar með boðið varamönnum sem dregnir voru út á fundi bæjarráðs 7. september 2017.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtöldum einbýlishúsalóðum verði úthlutað til eftirtalinna aðila:

      Glimmerskarð 3.
      Benedikt Eyþórsson kt. 170376-3159 og Valgerður Þórunn Bjarnadóttir kt. 030276-3889.

      Vikurskarð 8
      Guðlaugur Kristbjörnsson 291071-3259 og Andra Grahm kt. 110673-3299

    • 1711440 – Straumur, lóðarleigusamningur

      Lagður fram til samþykktar lóðarleigusamningur um Straum.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1801005F – Hafnarstjórn - 1519

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10.jan.sl.

    • 1801008F – Menningar- og ferðamálanefnd - 297

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.jan.sl.

    Fundargerðir

    • 1801326 – Stjórn SSH, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 8.janúar sl.

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 5.janúar sl.

Ábendingagátt