Bæjarráð

8. febrúar 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3485

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

      Fulltrúar frá Leikfélagi Hafnarfjarðar, Gunnar Björn Guðmundsson, Halldór Magnússon og Gísli Björn Heimisson, mættu til fundarins.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    • 1704352 – Brú, lífeyrissjóður, A-deild, breyting, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

      Lántaka vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000.000 kr. til 16 ára og 406.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóð Brú vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.
      Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldssyni, kennitala 170852-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
      Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldssyni, kennitala 170852-3469, veitt heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga frá 14. til 28. febrúar fyrir allt að 600 milljónum kr. á 4,75% óverðtryggðum vöxtum.

      Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita Hafnarfjarðarhöfn sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:
      Hafnarfjarðarkaupstaður, kt. 590169-7579 samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Hafnarfjarðarhafnar, kt. 590169-5529 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 94.000.000.- kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóð Brúar sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Hafnarfjarðarkaupstaður skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eigandi Hafnarfjarðarhafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Hafnarfjarðarhöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
      Fari svo að Hafnarfjarðarkaupstaður selji eignarhlut í Hafnarfjarðarhöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjarðarkaupstaður sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
      Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldssyni, kennitala 170852-3469 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.

      Bæjarstjóra falið að taka uppp samtal við lífeyrissjóðinn Brú um forsendur útreikninga, sbr. það sem fram kemur í minnisblaði frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

    • 1802013 – Brú lífeyrissjóður, kröfur um afturvirkar greiðslur

      Lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 31.jan. sl.

      Bæjarráð samþykkir að verða við erindi heilbrigðiseftirlitsins um viðræður vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð og vísar málinu til bæjarstjóra.

    • 1801595 – Strætó bs, lántökuheimild

      Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Strætó bs, dags. 26.jan. sl.þar sem óskað er eftir lántökuheimild til að ganga frá uppgjöri við Brú lífeyrissjóð.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs. kt. 500501-3160 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.100.000.000 kr. til allt að 35 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Strætó bs. Hafnarfjarðarkaupstaður veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ljúka uppgjöri Strætó bs. við Brú lífeyrissjóð sem gert er vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997, sbr. lög nr.127/2016.
      Hafnarfjarðarkaupstaður skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Strætó bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
      Fari svo að Hafnarfjarðarkaupstaður selji eignarhlut í Strætó bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjarðarkaupstaður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
      Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldssyni bæjarstjóra, kennitala 170852-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
      Samþykkt þessi er með fyrirvara um að öll önnur sveitarfélög sem eiga Strætó bs. samþykki einfalda ábyrgð vegna ofangreindrar lántöku.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.

      Bæjarráð samþykkir viðkauka við fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1706312 – Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala

      Lagt fram drög að erindisbréf og starfslýsingu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og starfslýsingu.
      Samþykkt að tilnefna eftirtalda í samstarfsvettvanginn: Guðrúnu Bertu Daníelsdóttur, Karl Guðmundsson, Sigríði Björk Jónsdóttur, Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttur. Starfsmaður hópsins er sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Til umræðu og afgreiðslu.

      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætir til fundarins.

      Afgreiðslu málsins frestað.
      Bæjarráð óskar eftir áliti á skuldbindingargildi samningsins með tilliti til áhrifa á framtíðarákvarðanir sveitarfélagsins í skipulagsmálum.
      Óskað er eftir því að svæðisskipulagsstjóri mæti á fund bæjarráðs.

    • 1708299 – Glimmerskarð 3, Umsókn um lóð,úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Glimmerskarði 3 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 3 við Glimmerskarð til Ingu Steinþóru Guðbjartsdóttur og Sigurðar Péturs Jónssonar verði afturkölluð.

    • 1711113 – Breiðhella 1, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Breiðhellu 1 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 1 við Breiðhellu til Fitjaborgar ehf. verði afturkölluð.

    • 1801593 – Þrastarás 18, fastanr. 225-1758, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Þrastarási 18.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá kaupum á íbúð að Þrastarási 18 í samræmi við framlagt kauptilboð.

    • 1802012 – Bjarkavellir 1a, íbúð, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirlit í íbúð að Bjarkarvöllum 1a.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá kaupum á íbúð að Bjarkavöllum 1a í samræmi við framlagt kauptilboð.

    • 1802078 – Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

      Lögð fram viljayfirlýsing dags. 11.jan. sl. frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeildi á vinnustöðum.

      Lagt fram.

    • 1801529 – Drög að frumvarpi um lögheimili og aðsetur, umsögn

      Lagt fram drög að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur og umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

      Lagt fram.

    • 1208254 – Reykjanes, jarðvangur, geopark

      Lagt fram bréf dags. 4.febr. sl. frá stjórn Reykjanes Geopark um mögulega aðild Hafnarfjarðarkaupstaðar að Reykjanes Geopark.

      Bæjarstjóra falið að taka upp viðræður með vísan til erindisins.

    • 1802111 – Heimsókn Þingmanna kjördæmisins

      Bæjarstjóri upplýsir um heimsókn þingmanna kjördæmisins í Hafnarfjörð 15. febrúar nk.

    Fundargerðir

    • 1801018F – Hafnarstjórn - 1520

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 31.jan. sl.

    • 1801608 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.janúar sl.

    • 1802034 – Samband ísl. sveitarfélaga, fundargerðir 2018

      Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 26.janúar sl.

    • 1802056 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs,fundargerðir 2018

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins frá 20.okt.,29.nóv. og 15.des. sl.

    • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 26.jan.sl.

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19.jan. sl.

    • 1801023F – Menningar- og ferðamálanefnd - 298

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 31.jan. sl.

Ábendingagátt