Bæjarráð

30. ágúst 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3501

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Einnig sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri fundinn.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806284 – Lántökur 2018

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Lagður fram lánasamningur í samræmi við fjárhagsáætlun 2018.

      Tillaga að bókun:
      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðar taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 406.063.898,- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum.
      Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165.3899, bæjarstjóra f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.”

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðar taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 406.063.898,- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum.
      Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165.3899, bæjarstjóra f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

    • 1801455 – Knattspyrnufélagið Haukar, knatthús, erindi

      Skipan í starfshóp

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi skipan í starfshóp um uppbyggingu á Ásvöllum í samræmi við viljayfirlýsingu frá 24. maí 2018.

      Fulltrúi minnihluta er Jón Garðar Snædal Jónsson.
      Fulltrúar meirihluta eru Kristinn Andersen, sem jafnframt verður. formaður hópsins og Anna Karen Svövudóttir.
      Fulltrúar Hauka eru Ágúst Sindri Karlsson og Samúel Guðmundsson.

      Einnig beinir bæjarráð því til Íþrótta- og tómstundaráðs að klára vinnu við endurskoðun samstarfssamnings Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH sem vinna hófst við á síðastliðnu ári.

    • 1808494 – Stjórnsýsluúttekt

      Arnar Pálsson frá Capacent mætir til fundarins og fer yfir verkefnið.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Capacent vegna stjórnsýsluúttektar.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Skipan í starfshóp.

      Umræður um fyrirhugaðar framkvæmdir við knatthús í Kaplakrika.

      Guðlaug Kristjánsdóttir fyrir hönd Bæjarlista, Samfylkingar og Viðreisnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Í rammasamkomulagi um uppbyggingu á Kaplakrika segir:
      “Í stað þess að Hafnarfjarðarkaupstaður byggi, eigi og reki áðurefnt mannvirki hefur verið ákveðið að FH geri það. Með því móti náist hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika.”
      Í erindisbréfi Kaplakrikahóps stendur meðal annars:
      “Þá skal hópurinn jafnframt hafa fjárhagslegt eftirlit með framkvæmd við byggingu nýs knatthús og gera afnota- og rekstrasamning vegna hússins.”
      Í ljósi misræmis milli skjala um ákvæði er lúta að rekstri hins nýja húss, er óskað svara við því hver stefnan sé í málinu, hvort til standi að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri hússins, þrátt fyrir skilyrðin í rammasamkomulagi um að FH muni byggja, eiga og reka húsið.

      Einnig leggur Guðlaug fram svohljóðandi fyrirspurn fyrir hönd sömu aðila:

      “Formaður knattspyrnudeildar FH sagði nýlega í viðtali í Fréttablaðinu að skoðun félagsins væri sú að greiðslur frá bænum upp á 790 milljónir væru bara byrjunin á eignaskiptum í Kaplakrika og að samkvæmt þeirra skilningi væri von á tvöfaldri þeirri upphæð þegar upp yrði staðið úr eignaskiptaviðræðum. Hver er sýn meirihluta bæjarstjórnar á þessi ummæli?”

      Einnig leggur Guðlaug fram svohljóðandi fyrirspurnir:

      Óskað er eftir upplýsingum um það hvenær nákvæmlega (dagsetning) 100 milljónir króna voru greiddar til Fimleikafélags Hafnarfjarðar, hver var viðtakandi greiðslunnar, í hvað féð var notað.
      Var þetta hluti af kaupverði húss? Hvar er þá sá kaupsamningur?

      Óskað er eftir fundargerðum Kaplakrikahópsins.

      Einnig er spurt hvernig stendur á því að endurskoðandi bæjarins er orðinn hluti af framkvæmdavaldi bæjarins? Hver á að endurskoða þessa gjörninga?
      Því hefur verið borið við að millifærslan hafi verið samþykkt á fundi Kaplakrikahóps, en í erindisbréfi hópsins stendur:
      „Starfshópnum er óheimilt að stofna til kostnaðar án samþykkis bæjarráðs og fjárheimildir skulu vera fyrir útgjöldum.“
      Hvernig stenst sú framkvæmd að greiða 100 milljónir til FH án viðauka og án samþykkis bæjarráðs?

    • 1702357 – Reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

      Mál tekið inn á dagskrá bæjarráðs að beiðni fulltrúa minnihluta.

      Fulltrúar Bæjarlistans, Viðreisnar og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

      Árið 2016 var endurskipað í eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga, í samhengi við ítarlega endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum milli bæjarins og félaganna. Ákveðið var að tryggja betur armslengd milli nefndarinnar og samstarfsvettvangs bæjarins og félaganna, með því að falla frá því að skipa fulltrúa frá ÍBH og íþróttafulltrúa bæjarins í eftirlitsnefndina og velja þess í stað inn óháða aðila, en að fyrir nefndinni skyldi fara endurskoðandi bæjarins.

      Nýverið var endurskoðandi bæjarins gerð að formanni starfhóps um uppbyggingu á Kaplakrika, hins svokallaða Kaplakrikahóps. Á þeim vettvangi fer fram náið samstarf milli kjörinna fulltrúa, embættismanna bæjarins og fulltrúa frá FH.

      Spurt er hvernig þessi skipun í verkefnahóp á vettvangi fjárhagslegra samskipta bæjar og félags fer saman við hlutverk endurskoðanda í eftirlitsnefnd með þeim sama vettvangi.

      Jafnframt er gerð athugasemd við það að þessi vending í starfsumhverfi eftirlitsnefndarinnar hafi ekki verið rædd með neinu móti í aðdraganda gerðar rammasamkomulags á vettvangi bæjarstjórnar, enda til þess fallin að grafa undan trúverðugleika og starfsaðstæðum eftirlitsnefndarinnar.

    • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

      Lagt fram erindisbréf til samþykktar og skipun í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf og skipar eftirfarandi aðila í starfshóp:

      Fyrir hönd meirihluta:

      Helga Ingólfsdóttir formaður
      Lovísa Traustadóttir
      Garðar Smári Gunnarsson

      Fyrir hönd FEB: Þórdís Kristinsdóttir Bakkmann

      Fyrir hönd Öldungaráðs: Elísabet Valgeirsdóttir

      Fyrir hönd minnihluta:

      Sigurður Þ. Ragnarsson
      Helga Björg Arnardóttir

    • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa

      Farið yfir stöðu málsins.

      Farið yfir tilboð sem lögmaður eigendanna hefur lagt fram til grundvallar á samkomulagi í málinu. Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við eigendur húsanna á grundvelli þeirrar tillögu um samkomulagsbætur sem sveitarfélagið hefur þegar kynnt eigendum.

      Bæjarráð samþykkir einnig að frestur um lok afnota af landinu, sem fram kom í tilkynningu til eigenda húsanna, verði framlengdur og færist frá 1. september nk. og verði 1. júní 2019.

    • 1808272 – Skátalundur, lóð við Hvaleyrarvatn, lóðarleiga, ósk um niðurfellingu

      Lögð fram beiðni frá St.Georgsgildinu í Hafnarfirði um niðurfellingu á lóðarleigu.

      Lagt fram.

    • 1808446 – Glimmerskarð 3, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Glimmerskarð 3. Umsækjendur eru Sigurjón Atli Benediktsson kt. 070481-5619 og Jóna Draumey Hilmarsdóttir kt. 240183-3909.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Glimmerskarð 3 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

    • 1808495 – Stytta, Stefán Karl Stefánsson, fyrirspurn

      Lagður fram tölvupóstur.

      Bæjarráð er upplýst um innsent erindi vegna undirskriftarsöfnunar.

    • 1806156 – Stefnuyfirlýsing meirihluta bæjarstjórnar 2018

      Úr fundargerð bæjarstjórnar frá 20. júní 2018.
      Næst til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og ber upp svohljóðandi fyrirspurn:
      ‘Fyrirspurn, óskast svarað í bæjarráði:
      Óskað er eftir kostnaðaráætlun meirihlutasáttmála Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, aðallega vegna sérgreindra verkefna:
      Stjórnsýsluúttekt
      Matráðar í skólum
      Sængurgjöf
      Aukin framlög og styrkir í mennta- og menningarmálum
      Hækkun frístundastyrkja
      Hjólabrettasvæði
      Hreyfigarður
      Knatthús Kaplakrika
      Knatthús Ásvöllum
      Endurbætur á Suðurbæjarlaug
      Uppbygging hjóla- og gönguleiða
      Rafhleðslustöðvar
      Framboð lóða í samræmi við eftirspurn
      Endurbætur á Hellisgerði
      Þjónustustarfsemi í Krýsuvík
      Lækkun gjalda almennt
      Lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
      Þessi sáttmáli inniheldur fjölmörg verkefni sem munu kosta aukin útgjöld, fjölgun stöðugilda og fleira. Einnig mörg markmið um minni innheimtu gjalda.
      Að lokum, spurningar um Krúttkörfu:
      -undir hvaða bókhaldslið flokkast þessi fjárfesting?
      -hvernig verður innkaupum háttað? Verður tekið tillit til umhverfissjónarmiða (taubleyjur, fjárfesting í plasti), árvekni gegn mansali (hvar framleitt og af hverjum? Barnavinna/félagsleg undirboð?).’

      Lagt fram svar við fyrirspurn frá 20. júní sl.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      “Bæjarfulltrúi Bæjarlista þakkar stutt og laggott svar.

      Það vekur ákveðna furðu að ekki skuli vera hægt að áætla svo mikið sem nálgun á kostnað t.d. við matráð í skóla, sem eru útgjöld sem byggja á kjarasamingum.

      Einnig skortir svör við spurningum um bókhald og innkaupaferli vegna Krúttkörfu og er hér með óskað eftir að fjármálasvið og eftir atvikum innkaupastjóri svari þeim spurningum sem að körfunni lúta.”

    • 1807155 – Endurskoðun á menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar

      1.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.ágúst sl.
      Menningar- og ferðamálanefnd leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur um endurskoðun menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar og unnin verði aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.

    Fundargerðir

    • 1808011F – Hafnarstjórn - 1531

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22.ágúst sl.

    • 1801608 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.ágúst sl.

    • 1808010F – Menningar- og ferðamálanefnd - 308

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.ágúst sl.

    • 1801326 – Stjórn SSH, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 13.ágúst sl.

    • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs frá 17.ágúst sl.

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17.ágúst sl.

Ábendingagátt