Bæjarráð

22. nóvember 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3508

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Ingólfsdóttir varamaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      Samningsmarkmið til umræðu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Til umræðu.

    • 1706394 – Skipalón 3, ófrágengin lóð

      5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 6. nóvember sl. “Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar tillögu að lóðarskiptingu og endurskoðun lóðarleigusamnings til Bæjarráðs.”

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu um lóðarskiptingu og felur umhverfis- og skiplagsþjónustu að vinna að málinu, þ.m.t. að gera drög að samkomulagi lóðarhafa og frágang lóðar sem kemur í hlut bæjarfélagsins.

    • 1808563 – Stekkjarberg 9, byggingarleyfi

      Lög fram beiðni lóðarhafa um niðurfellingu gatnagerðargjalda gegn afhendingu eignalóðar til bæjarfélagsins.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið milli funda.

    • 1805212 – Rekstrartölur 2018

      Rekstrarreikningur jan.-sept. lagður fram.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1811176 – Reikningsskila- og upplýsinganefnd, viðauki við fjárhagsáætlun, leiðbeinandi verklagsreglur

      Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 7.nóv. sl. varðandi viðauka við fjárhagsáætlun.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302238 – Motus ehf, vanskilainnheimta

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Farið yfir stöðu innheimtuaðgerða bæjarfélagsins.

    • 1811226 – Útsvarsprósenta við álagningu 2019

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta 2019 verði 14,48%.
      Samþykkt með fjórum atkvæðum.

      Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði gegn tillögunni og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt. Þar sem framlögð fjárhagsáætlun sýnir að ekki verði hægt að ráðast í öll þau verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir hafa fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn lagt fram tillögu um að útsvarshlutfall verði nýtt og fyrirhuguð lækkun á álagningarstofni fasteignaskatta á atvinnueignir verði endurskoðuð. Af þeim sökum samþykkir fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði ekki þessa tillögu.

      Adda María Jóhannsdóttir

    • 1801504 – Hafnarfjarðarkaupstaður, geymslur

      Björn Pétursson bæjarminjavörður mætir til fundarins.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram með tillögurnar og kostnaðargreina þá kosti sem til greina koma í skýrslunni.

    • 1706097 – Bærum, vinabæjarmót 2019, boð

      Vinabæjarmót í Bærum í lok maí 2019.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Andri Ómarsson kynnti vinabæjarmót 2019.

    • 1811190 – Cuxhaven, jólatré 2018

      Lagt fram bréf dags. 10.nóv. sl. frá vinabænum Cuxhaven þar sem tilkynnt er um jólatré að gjöf til Hafnarfjarðar. Kveikt verður á jólaljósunum 30.nóv. nk.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Lögð fram til samþykktar Húsnæðisáætlun 2018-2026.

      Valdimar Víðisson formaður starfshóps mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun 2018-2026 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Vert er að fagna útkomu húsnæðisstefnu sem dregur upp mynd af stöðu húsnæðismála í bæjarfélaginu og leggur fram ákveðna sýn um uppbyggingu. Undirrituð leggur þó áherslu á að gætt verði að því að ný byggingarsvæði og þéttingarsvæði verði vel skilgreind í skipulagsskilmálum með tilliti til blandaðrar byggðar sem svari fjölbreyttum þörfum íbúa.

      Adda María Jóhannsdóttir

    • 1810266 – Launuð námsleyfi vor 2019

      Tillaga um launuð námsleyfi vor 2019 lögð fram til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um námsleyfi.

    • 1707176 – Álfhella 5, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Álfhellu 5 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afsal Dverghamars ehf. á lóðinni Álfhellu 5.

    • 1810279 – Einhella 11, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Eignataks ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 11 við Einhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Einhellu 11 verði úthlutað til Eignataks ehf.

    • 1811319 – Bjarkavellir 1A, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Bjarkavöllum 1A ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð í íbúð að Bjarkavöllum 1A.

    • 1810250 – Hraunskarð 2

      Tilboð í fjöleignarhúsalóðina nr. 2 við Hraunskarð voru opnuð 19. nóvember sl. Tvö tilboð bárust.

      Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að ræða við tilboðsgjafa.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Lagður fram úrskurður Kærunefndar útboðsmála í kærumáli nr. 9/2018, ÞG verk ehf. gegn Hafnarfjarðarkaupstað.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1810469 – Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      6. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.nóv. sl.
      Lagt fram á ný erindi Arcusar ehf. dags. 01.10.2018 vegna lóðarinnar Koparhellu 5. Ennfremur lögð fram hugmynd að endurskoðuðu deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga og skilmálum lóðarinnar Koparhella 5.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og þeirri tillögu að lóð sem tillagan gerir grein fyrir og vísar erindinu til Bæjarráðs.

      Bæjarráð tekur jákvætt í tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna áfram að málinu.

    • 1811305 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni 2018

      Lögð fram styrkbeiðni frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrk að upphæð 500.000.- kr.

    • 1811306 – St. Jó. framkvæmdahópur

      Lagt fram erindisbréf um framkvæmdahóp um St. Jó.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf. Skipað verður í hópinn á næsta fundi ráðsins.

    • 1806352 – Stytting vinnuvikunnar

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

      Tillaga 6 – Stytting vinnuvikunnar mál nr. 1806352

      Á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní sl. lögðu fulltrúar Samfylkingar fram tillögu um undirbúning á tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku. Þar sem tillagan hefur ekki hlotið afgreiðslu endurflytjum við hana hér og vísum til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
      Tillagan var svolhljóðandi:

      Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær stuðli að aukinni samveru fjölskyldna með skrefum í átt að styttingu vinnuviku ásamt því að stuðla enn frekar að styttri vinnudegi barna með aukinni samþættingu skóla og frístunda. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að hafin verði undirbúningur á tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í stofnunum bæjarins.

      Tillögunni er vísað til bæjarráðs.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja umræðu og stefnumótun innan Hafnarfjarðarbæjar um mögulegar aðgerðir og útfærslu á styttingu vinnuviku sem tekur mið af ólíkum aðstæðum stofnana. Á fræðslusviði er nú þegar í undibúningi tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku í leikskólum.

    • 1811303 – Endurskilgreining á ráðningarhlutfalli starfsmanna vegna ákvæða um hvíldartíma

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

      Tillaga 1 – Endurskilgreining á ráðningahlutfalli starfsmanna vegna ákvæða um hvíldartíma.

      Brögð eru að því að starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sem starfa m.a. á heimilum og starfsstöðvum fatlaðs fólks fái ekki ráðningu í 100% starf vegna ákvæða um hvíldartíma. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að störf hjá Hafnarfjarðarbæ sem vegna ákvæða um hvíldartíma teljast ekki 100% verði endurskilgreind þannig að starfshlutfall sem fer að mörkum um hvíldartíma teljist fullt starf og verði 100%.
      Þetta ætti að vera sjálfsögð og eðlileg krafa til handa þeim sem á þessum starfsstöðum starfa og sú metnaðarfulla stefna að fjölga fagmenntuðu starfsfólki á heimilum og starfsstöðvum fatlaðs fólks hlýtur að kalla á að starfsumhverfi og launakjör fólks séu eftirsóknarverð. Þetta er ein leið til þess.

      Tillögunni er vísað til fjölskylduráðs og bæjarráðs.

      Bæjarstjóra falið að skoða möguleika á útfærslu tillögunnar fyrir næsta fund bæjarráðs.

    • 1811297 – Nýting skattstofna

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

      Tillaga 10 – Nýting skattstofna

      Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt. Þar sem framlögð fjárhagsáætlun sýnir að ekki verði hægt að ráðast í öll þau verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir legga fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær nýti leyfilegt útsvarshlutfall og endurskoði lækkun á álagningarstofni fasteignaskatta á atvinnueignir. Þessir skattstofnar eru sveitarfélaginu mikilvægir til að geta staðið straum af þeim fjölmörgu verkefnum sem fyrir liggja en hafa lítil áhrif á hinn almenna bæjarbúa.

      Tillögunni er vísað til bæjarráðs.

      Tillögunni er hafnað. Bæjarráð telur mikilvægt að álögur á einstaklinga og fyrirtæki hækki ekki. Umtalsverð lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts er fyrst og fremst til að koma til móts við mikla hækkun á fasteignamati í Hafnarfirði. Það er mat fulltrúa meirihlutans að lægra álagningarhlutfall fasteignaskatts komi íbúum og fyrirtækjum vel, bæti aðstæður fyrirækjanna og styðji við fjölbreytt atvinnulíf í bæjarfélaginu.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Eins og fram kemur í framlagðri tillögu eru lögbundin verkefni sveitarfélaga fjölmörg og mikilvægt að þeim sé sinnt. Bent hefur verið á uppsafnaðan vanda í félagslega húsnæðiskerfinu og á þeim grunni lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar til að farið yrði í hraðari uppbyggingu þar en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Einnig hafa fulltrúar Samfylkingarinnar lagt til tillögur inn í járhagsáætlunarvinnuna sem við teljum mikilvægar í þjónustu við bæjarbúa, m.a. aukna sálfræðiþjónustu fyrir ungt fólk, uppbyggingu á leikskóla o.fl. Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun kom einnig fram að taka hefði þurft verkefni út af upphaflegri framkvæmdaáætlun þar sem ekki væru fjármunir til að sinna þeim. Það er óskiljanlegt að sveitarfélagið afsali sér skattekjum þegar svo mörg brýn verkefni liggja fyrir. Þeir fjármunir sem um ræðir eru ekki stórar fjárhæðir á hvern bæjarbúa en geta munað miklu þegar allt er talið í tekjum sveitarfélagsins.
      Adda María Jóhannsdóttir

    • 1811300 – Uppbygging á hagkvæmu húsnæði

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

      Tillaga 9 – Uppbygging á hagkvæmu húsnæði

      Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem er á húsnæðismarkaði leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að skoða frekara samstarf við óhagnaðardrifin félög um að byggja upp hagkvæmar leiguíbúðir svo hægt verði að fjölga félagslegum íbúðum sem og almennum leiguíbúðum á viðráðanlegu verði hraðar en núverandi áætlanir gera ráð fyrir.

      Tillögunni er vísað til fjölskylduráðs og bæjarráðs

      Í húsnæðisstefnu Hafnarfjarðar sem nú hefur verið lögð fram og samþykkt í bæjarráði er áhersla lögð á að íbúar hafi öruggt húsnæði hvort sem fólk þarfnast stuðnings vegna húsnæðis eða ekki. Fjölbreytt framboð þarf að vera fyrir hendi til að koma til móts við íbúa. Þetta er m.a. sett fram í samningsmarkmiðum á Hraun-Vestur svæðinu sem nú eru í vinnslu. Þá hefur Hafnarfjarðarbær nýverið veitt Bjargi íbúðafélagi vilyrði fyrir lóðum í Hamranesi undir 152 almennar leiguíbúðir. Jafnframt hefur verið gerður samningur um byggingu 12 almennra leiguíbúða við Hádegisskarð milli sjálfseignarstofnunarinnar Skarðshlíð íbúðafélag hses. sem Hafnarfjarðarbær stofnaði og Modulus eignarhaldsfélags. Almennar leigubúðir eru ætlaðar þeim sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt lögum um almennar íbúðir.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Undirrituð fagnar því að gert sé ráð fyrir fjölbreyttu framboði af húsnæði á nýjum byggingarsvæðum. Meginmarkmið með gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga er að stuðla að auknu húsnæðisöryggi íbúa og því mikilvægt að skilgreina þörfina og bregðast við henni. Í húsnæðisstefnu sem samþykkt var á fundinum er lögð fram ákveðin sýn um uppbyggingu sem um margt endurspeglar þessar áherslur. Mikilvægt er að leggja áherslu á að gæta að því að ný byggingarsvæði og þéttingarsvæði verði skilgreind í skipulagsskilmálum með tilliti til blandaðrar byggðar sem svari fjölbreyttum þörfum íbúa.
      Adda María Jóhannsdóttir

    • 1811302 – Uppbygging á félagslegum íbúðum

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

      Tillaga 8 – Uppbygging á félagslegum íbúðum

      Í samantekt fjölskylduráðs kemur fram að félagslegar íbúðir í Hafnarfirði eru 7,9 á hverja þúsund íbúa á meðan meðaltalið á landsvísu er 10,5 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Til að hlutfall félagslegra íbúða miðað við íbúafjölda verði það sama og í Reykjavík er ljóst að það vantar um 220 íbúðir inn í kerfið. Ef ekki verður bætt í mun það taka 16 ár að takast á við uppsafnaðan vanda miðað við núverandi stöðu.
      Í ljósi þess uppsafnaða vanda sem Hafnarfjarðarbær stendur frammi fyrir þegar kemur að félagslegu húsnæði leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að brugðist verði við með því að forgangsraðað verði í þessa átt og aukið verði við framlög til kaupa á félagslegum íbúðum.

      Tillögunni er vísað til fjölskylduráðs og bæjarráðs.

      Síðastliðin tvö ár hefur verið sérstök áhersla á að fjölga félagslegum íbúðum í Hafnarfirði eftir langt stöðnunartímabil í þeim og uppsafnaða þörf. Árin 2017 og 2018 hefur verið keypt 22 íbúð og áfram er gert ráð fyrir framlagi að fjárhæð 500 milljónir króna á ári til fjárfestingar í félagslega húsnæðiskerfinu á árunum 2019 til 2022.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúar Samfylkingarinnar óskar bókað:
      Sú uppbygging á félagslegu húsnæði sem farið hefur verið í á síðustu tveimur árum er af hinu góða. Það er hins vegar ljóst í öllum samanburði að Hafnarfjörður þarf að gera mun betur til að takast á við vandann, en stór hópur fólks er á biðlista eftir félagslegu húsnæði og biðtíminn er langur. Það er miður að fulltrúar meirihlutans vilji ekki auka við framlög til kaupa á félagslegum íbúðum til að vinna hraðar á þeim uppsafnaða vanda sem við stöndum frammi fyrir.
      Adda María Jóhannsdóttir

    • 1806353 – Samgöngusamningar

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.
      Lögð fram tillaga Samfylkingar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun.

      Tillaga 2 – Samgöngusamningar mál nr. 1806353

      Á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní sl. lögðu fulltrúar Samfylkingar fram tillögu um að teknir yrðu upp samgöngusamningar við starfsfólk bæjarins. Þar sem tillagan hefur ekki hlotið afgreiðslu, endurflytjum við hana hér og vísum til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
      Upphafleg tillaga var svohljóðandi:

      Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál í hverju samfélagi. Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær gangi fram með góðu fordæmi og stuðli að aukinni lýðheilsu starfsfólks. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að teknir verði upp samgöngusamningar við starfsfólk bæjarins. Það eflir lýðheilsu og styður við umhverfissjónarmið.

      Tillögunni er vísað til bæjarráðs.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að meta möguleika og áhuga starfsmanna og stofnana bæjarins á að gerðir verði samgöngusamningar við starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1806352 – Stytting vinnuvikunnar

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl.Lögð fram tillaga Guðlaugar Kristjánsdóttur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun:

      Stytting vinnuviku hjá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar, tilraunaverkefni (1806352):

      Hafið verði verkefni um styttingu vinnuviku í samráði við stéttarfélög og starfsfólk bæjarins. Starfsfólk félagsþjónustu hefur þegar óskað eftir slíkri tilraun og fjallaði bæjarráð um þá tillögu á fundi sínum þann 20. apríl síðastliðinn. Var bæjarstjóra falið að taka málið til skoðunar (1803258 – Stytting vinnuvikunnar, erindi). Einnig verði tekið upp samtal við aðrar stofnanir bæjarins um mögulegan áhuga á sambærilegu verkefni. Þessari tillögu var vísað til bæjarráðs en ekki hefur verið fjallað um hana frá því hún var kynnt í ráðinu í júní. Í greinargerð með fjárhagsáætlun er sums staðar fjallað um stytta vinnuviku, helst á sviði fræðslumála. Þessi tillaga er hér með ítrekuð.

      Bæjarráð vísar til bókunar ráðsins í máli nr. 1806352.

      Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram svohljóðandi bókun:
      Undirrituð fagnar því að stytting vinnuvikunnar sé með formlegum hætti komin í farveg á vettvangi bæjarráðs.

      Guðlaug S Kristjánsdóttir
      bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

    • 1811293 – Greiðsla inn á lífeyrisskuldbindingar

      17.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.nóvember sl. Lögð fram tillaga Guðlaugar Kristjánsdóttur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun:

      Greiðsla inn á lífeyrisskuldbindingar

      Við ofangreindar tillögur sem þegar hafa verið lagðar fram, vil ég í ljósi þess sem hér að ofan kemur fram leggja til að kveðið verði á um það í greinargerð með fjárhagsáætlun og áætlun til 2022 að mögulegar aukatekjur eða aukið svigrúm í rekstri bæjarins verði nýttar til að hefja inngreiðslur á lífeyrisskuldbindingar.

      Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 er meiri óvissa um útgjaldaliði en jafnan er þar sem allir kjarasamningar eru lausir. Þegar fyrir liggur hver útgjaldaaukning sveitarfélagsins verður vegna nýrra samninga er fyrst hægt að meta hvert fjárhagslegt svigrúm bæjarsjóðs verður, m.a. til greiðslna inn á lífeyrisskuldbindingar.

      Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram svohljóðandi bókun:
      Undirrituð telur mikilvægt að bæjarráð fái kynningu á möguleikunum sem felast í því að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar, hvort sem svigrúm skapast árið 2019 eða síðar, enda stærð sem vex jafnt og þétt og gagnlegt fyrir kjörna fulltrúa að þekkja málið vel.

      Guðlaug S Kristjánsdóttir
      bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

    Fundargerðir

    • 1811007F – Hafnarstjórn - 1538

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14.nóvember sl.

    • 1811015F – Menningar- og ferðamálanefnd - 315

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.nóvember sl.

    • 1801326 – Stjórn SSH, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 5.nóvember sl.

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2.nóvember sl.

Ábendingagátt