Bæjarráð

6. desember 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3509

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1811361 – Skuldbreyting lána Íslandsbanka

      Lagt fram minnisblað. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármálasviðs að vinna áfram að málinu.

    • 1806284 – Lántökur 2018

      Lánasjóður sveitarfélaga veitir Hafnarfjarðarkaupstað lán í flokki LSS55 að andvirði 904.431.761 króna á 2,55% vöxtum og Húsnæðisskrifstofu Hafnarfjarðar lán í LSS55 að andvirði 100.492.418 króna á 2,55% vöxtum sbr. meðfylgjandi lánasamninga.

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Hafnarfjarðarkaupstaðar sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 904.431.761.- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við samþykkta skilmála að lánsamningi sem liggur fyrir fundinum.
      Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
      Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimilis sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.”

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Húsnæðisskrifstofu Hafnarfjarðar sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að Húsnæðisskrifstofa Hafnarfjarðar, kt. 570790-1029, sem er 100% í eigu Hafnarfjarðarbæjar taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 100.492.418.- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við samþykkta skilmála að lánasamningi sem liggur fyrir fundinum og jafnframt að veita einfalda ábyrgð vegna lántökunnar. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Að auki er samþykkt að veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
      Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til fjármögnunar á íbúðakaupum húsnæðisskrifstofu, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.”

    • 1811493 – Afrekssjóður,fjármögnun, innra starf

      Fulltrúar frá ÍBH, Ingvar Kristinsson, Magnús Gunnarsson, Elísabet Ólafsdóttir og Viðar Halldórsson, mæta til fundarins.

      Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum ÍBH fyrir kynninguna. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Erindisbréf Neyðarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar lagt fram til kynningar.

      Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1811368 – Þjónusta við aldraða, aukið samstarf, erindi

      Ósk um viðræður um aukið samstarf í þjónustu við aldraða.

      Bæjarstjóra falið að ræða við aðila.

    • 1811294 – Hrafnista, sundlaug, erindi

      Lagt fram erindi dags. 13.nóv. sl. frá Sjómannadagsráði og Hrafnistu um samstarf um rekstur sundlaugar við Hrafnistu í Hafnarfirði.

      Bæjarstjóra falið að ræða við aðila.

    • 1812052 – Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, starfsemi og samningur.

      Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar dags. 3.des. sl.

      Bæjarstjóra falið að vinna að endurskoðun samnings á milli Skógræktarfélagsins og Hafnarfjarðarbæjar. Öðrum liðum erindisins er vísað til skoðunar á umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1711050 – Traðarberg 7, umsókn um lóðarstækkun

      Áður á dagskrá bæjarráðs 20.apríl sl.
      Umsókn um lóðarstækkun. Sent í grenndarkynningu. Athugasemd barst.

      Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

    • 1812029 – Hverfisgata 11, ósk um lóðarstækkun og nýjan leigusamning

      Lögð fram umsókn um stækkun á lóð við Hverfisgötu 11.

      Bæjarstjóra falið að ræða við lóðarhafa.

    • 1812050 – Bókasafn, erindi frá starfsmönnum

      Lagt fram erindi frá starfsfólki Bókasafns Hafnarfjarðar dags. 27.nóv. sl.

      Bæjarráð tekur ekki afstöðu til starfshlutfalls einstakra starfsmanna en felur bæjarstjóra að ræða við forstöðumann bókasafnsins um mannauðsmál safnsins.

    • 1811306 – St. Jó. framkvæmdahópur

      Skipan í starfshóp samkv. erindisbréfi.

      Bæjarráð samþykkir að tilnefna eftirfarandi í framkvæmdahóp St.Jó:

      Ágúst Bjarna Garðarsson
      Rósu Guðbjartsdóttur
      Guðlaugu Kristjánsdóttur

    • 1810029 – Kærumál vegna ákvarðana bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar

      Lagðir fram til kynningar úrskurðir velferðarráðuneytisins í máli nr. 036/2018 og 037/2018.

      Lagt fram.

    • 1812048 – Kröfubréf, Borghildur Sölvey Sturludóttir

      Lagt fram kröfubréf frá lögfræðistofunni Réttur Aðalsteinsson og Partners ehf. dags. 30.nóv.sl. f.h. Borghildar Sölveyjar Sturludóttur

      Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

      Lagt fram.

    • 1812049 – Kröfubréf, Pétur Óskarsson

      Lagt fram kröfubréf frá lögfræðistofunni Réttur Aðalsteinsson og Partners ehf, dags. 30.nóv. sl. f.h. Péturs Óskarssonar.

      Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

      Lagt fram.

    • 1806352 – Stytting vinnuvikunnar

      Tillagan fellur vel að stefnu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um fjölskylduvænar áherslur. Ljóst er að stytting vinnuvikunnar verður eitt af viðfangsefnum í komandi kjarasamningum.
      Því er afgreiðslu tillögunnar frestað þar til niðurstaða kjarasamninga liggja fyrir. Þó er rétt að nefna að á fræðslusviði er nú þegar í undirbúningi tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku í leikskólum.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Það er miður að ekki séu tekin stærri og meira afgerandi skref á næsta ári í þessu mikilvæga máli að hálfu Hafnarfjarðarbæjar. Við ættum að hafa skýr markmið og ákveðið frumkvæði í málinu og gert sé ráð fyrr því í fjárhagsáætlun næsta árs. En að málið sé á dagskrá er jákvætt. Í Reykjavík eru fjölmargar stofnanir sem taka þátt í samskonar verkefni og hefur það mælst afar vel fyrir hjá starfsmönnum þeirra stofnanna og síður en svo dregið úr afköstum, vinnutíminn reynist ef eitthvað er betur nýttur með styttri vinnuviku auk þess sem það styður við aukna samveru fjölskyldna og skilar sér einnig í betri heilsu starfsmanna.

    • 1811303 – Endurskilgreining á ráðningarhlutfalli starfsmanna vegna ákvæða um hvíldartíma

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Það er jákvætt að meirihlutinn sé að skoða möguleika á að koma til móts við þennan hóp starfsmanna sem vinnur svo mikilvæg þjónustustörf í búsetukjörnum fyrir fatlaða. Það hefði verið æskilegt að mínu mati að ákvörðun hefði legið fyrir, fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun. Aðgerð sem þessi myndi án vafa hafa jákvæð áhrif í þá átt að fjölga fagmenntuðu fólki í þessari starfsstétt hjá bæjarfélaginu.

    • 1806353 – Samgöngusamningar

      Fyrir liggur að í gildi er samgöngusamningur sem tók gildi árið 2013. Markmið hans var að hvetja starfsfólk bæjarins til að nota vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Sá samningur felur í sér að starfsmenn sem undirrita samninginn geti keypt 12 mánaða strætisvagnakort á andvirði 9 mánaða korts. Jafnframt fær starfsmaðurinn aðgangskort í sund án endurgjalds í sundlaugar Hafnarfjarðar fyrir sama tímabil.
      Bæjarstjóra er nú falið að meta möguleika og áhuga starfsmanna og stofnana bæjarins á frekari útfærslu á samgöngusamningum.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Til eru vísar að samgöngusamningum í stofnunum bæjarins og er það vel. Það er ljóst að um er að ræða mikilvægt lýðheilsu- og umhverfismál. Það er því miður að það séu ekki tekin meira afgerandi skref til að efla þá samninga sem til staðar eru. Mikilvægt hefði verið að ákvörðun um eflingu samgöngusamninga í stofnunum bæjarins hefði legið fyrir, fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun næsta árs.

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.nóv.sl.

      Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að skoðaðar verði fyrirliggjandi tillögur að breytingum á innanbæjarleiðarkerfi Hafnarfjarðar og á leið 21 og komið með tillögu að útfærslu og innleiðingu.

    Fundargerðir

    • 1811024F – Hafnarstjórn - 1539

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 28.nóv. sl.

    • 1801608 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2018

      Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 5. og 27.nóv.sl.

    • 1811023F – Menningar- og ferðamálanefnd - 316

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.nóv. sl.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Lögð fram fundargerð Kaplakrikahópsins frá 21.nóv.sl.

    • 1801326 – Stjórn SSH, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 26.nóvember sl.

Ábendingagátt