Bæjarráð

14. febrúar 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3513

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Ingólfsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1709070 – Sorpa bs, sorpeyðingarstöð Suðurnesja, sameining, samvinna

      Björn H.Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs. ásamt fulltrúum frá Capacent mæta til fundarins og kynna hugmyndir að sameiningu SORPU bs. og Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

    • 1706093 – Norðurbraut 7, lóðarstækkun

      Lóðarstækkun og endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lóðarstækkun og endurnýjun lóðarleigusamnings á Norðurbraut 7 .

    • 1809259 – Stekkjarberg 11, lóðarstærð

      Lögð fram stefna eigenda á hendur Hafnarfjarðarkaupstað.

      Lagt fram.

    • 1901217 – Stekkjarberg 9, ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda

      Lögð fram beiðni GG verk ehf. um niðurfellingu gatnagerðargjalda í Stekkjarbergi 9. Lögð fram tillaga til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1901309 – Endurskoðun lóðarverðs, gatnagerðargjalda og þjónustugjaldskrá 2019

      Endurskoðun á verði hesthúsalóða. Tillaga til afgreiðslu.

      Afgreiðslu málsins er frestað.

    • 1811288 – Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði á fundi sínum þ. 30.janúar sl. eftirfarandi til bæjarráðs:

      1811288 – Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum

      Erindi um niðurgreiðslur á strætókortum sem til umfjöllunar var á fundi fræðsluráðs þann 16.1.2019 var vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

      Til umræðu.

      Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati fjármálasviðs á tillögunni.

    • 1902053 – Alda félag um sjálfbærni og lýðræði, erindi

      Lagt fram til kynningar bréf frá Öldu, varðandi ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1902281 – Lánasjóður sveitarfélaga, framboð í stjórn, auglýsing

      Lagt fram til kynningar erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 11. febr. sl. þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1811289 – Malarskarð 22, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn Krzysztof Tomasz Wesolowski og Anna Monika Meks-Wesolowska um lóðina Malarskarð 22

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Krzysztof Tomasz Wesolowski og Anna Monika Meks-Wesolowska fái úthlutað lóðinni Malarskarði 22.

    • 1811412 – Ólöglegt húsnæði

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir því að málið hefði verið tekið upp á vettvangi stjórnar SHS. Slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins var falið á stjórnarfundi SHS, 19. janúar sl að koma með tillögur að næstu skrefum í samvinnu við sveitarfélögin vegna þessa.

    Fundargerðir

    • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

      Lögð fram fundargerð starfshóps um Ásvelli frá 5.febr. sl.

    • 1902005F – Hafnarstjórn - 1543

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 6.febrúar sl.

    • 1901020F – Menningar- og ferðamálanefnd - 319

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24. janúar 2019.

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24.janúar sl.

    • 1902008F – Menningar- og ferðamálanefnd - 320

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 7.febrúar sl.

    • 1901026F – Stjórn Hafnarborgar - 354

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 29.janúar sl.

    • 1901145 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2019

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 25.janúar sl., 867.fundur.

    • 1901143 – Strætó bs, fundargerðir 2019

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1.febr. sl.

Ábendingagátt