Bæjarráð

11. apríl 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3517

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Víðisson varamaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1901112 – Bæjarráðsstyrkir 2019

      Tekið fyrir að nýju til afgreiðslu.

      Andri Ómarsson, verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Adda María Jóhannsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

      Bæjarráð samþykkir að veita styrki til eftirtalinna:
      Hjarta Hafnarfjarðar, 1 milljón
      Rimmugýgur vegna Víkingahátíðar, 250.000.-

    • 1903604 – Kiwanisumdæmið Ísland Færeyjar, umdæmisþing Hafnarfirði 20.-21. september 2019, styrkumsókn

      Lögð fram styrkumsókn dags. 25.mars sl. vegna Umdæmisþings Kiwanisumdæmis Ísland-Færeyjar sem haldið er í Hafnarfirði 20.-21.sept nk.

      Adda María Jóhannsdóttir tók aftur sæti á fundinum.

      Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga.

    • 1904016 – Eskivellir 5, 0205, F2275745, kaup á íbúð

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 5 ásamt söluyfirliti.

      Afgreiðslu málsins er frestað á milli funda. Málinu vísað til fjölskylduráðs til umsagnar.

    • 1904029 – Eskivellir 5, 0305, F2275751, kaup á íbúð

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 5 ásamt söluyfirliti.

      Afgreiðslu málsins er frestað á milli funda. Málinu vísað til fjölskylduráðs til umsagnar.

    • 1904147 – Kaldársel, fasteignagjöld, erindi

      Lögð fram beiðni KFUM og K um niðurfellingu fasteignagjalda.

      Með vísan til reglna um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka frá 5. desember 2012, samþykkir bæjarráð erindi frá Sumarbúðum KFUM og K Kaldárseli um niðurfellingu fasteignaskatts af fasteigninni Kaldárselsvegi F2076648 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Lagt fram samkomulag UNICEF og Hafnarfjarðarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og fagnar þeim áfanga sem náð er með fyrirliggjandi samkomulagi UNICEF og Hafnarfjarðarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vísar samkomulaginu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Jón Ingi Hákonarson leggur fram svohljóðandi bókun:
      Viðreisn fagnar því að Hafnarfjarðarbær hafi undirritað samkomulag við UNICEF um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Innleiðing Barnasáttmálans er og var eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar í Hafnarfirði í kosningunum síðasta vor og því gleðjumst við mikið að sjá þetta mikilvæga mál vera að raungerast. Börnin eiga alltaf að vera í forgangi við stefnumótun og ákvarðanatöku. Barnvænt samfélag er gott samfélag.
      Viðreisn styður þetta mál af heilum hug.

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að samningur um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafi loks verið undirritaður. Það var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7. desember 2016 sem fulltrúi Samfylkingarinnar flutti tillögu um að óska eftir samstarfi við UNICEF og Akureyrarbæ um að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt starf, reglur, samþykktir og stefnur sveitarfélagsins með það að markmiði að öðlast vottun sem Barnvænt samfélag. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga hafi loks verið náð. Gert er ráð fyrir að innleiðingarferli taki tvö ár og ef allt gengur að óskum fær Hafnarfjarðarbær viðurkenningu sem barnvænt samfélag haustið 2021.

      Sigurður Þ. Ragnarsson leggur fram svohljóðandi bókun:
      Miðflokkurinn fagnar því að Hafnarfjarðarbær skuli hafa undirritað samkomulag við UNICEF um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

      Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi bókun:
      Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar settu sérstaklega fram í málefnasamningi sínum að lokið yrði við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stefnur og samþykktir bæjarsins. Innleiðing sáttmálans liggur fyrir nú fyrir, strax á fyrsta ári kjörtímabilsins, og því ber að fagna.

    • 1904280 – Kvartmíluklúbburinn, unglingastarf og rafíþróttir, erindi

      Lagt fram erindi frá Kvartmíluklúbbnum dags. 8.apríl sl. vegna rafíþrótta og unglingastarfs.

      Erindinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 1702357 – Eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

      Tilnefning og skipun varamanns í eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga:
      Kristín Ásgeirsdóttir.

      Bæjarráð samþykkir að skipa Kristínu Ásgeirsdóttur viðskiptafræðing sem varamann með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga.

    • 1904148 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, ársskýrsla og ársreikningur 2018

      Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur 2018 fyrir heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogs.

      Lagt fram.

    • 1904238 – Sorpa bs, ársreikningur 2018

      Ársreikningur Sorpu bs., 2018, lagður fram.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Lögð fram fundargerð starfshóps um miðbæ, deiliskipulag frá 5.apríl sl., 1.fundur.

    • 1811306 – St. Jó. framkvæmdahópur

      Lögð fram fundargerð framkvæmdahópsins frá 27.mars sl.

    • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

      Lögð fram fundargerð starfshóps um Ásvelli frá 2.apríl sl.

    • 1903545 – Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting

      Lögð fram fundargerð starfshóps um Krýsuvík, framtíðarnýting, frá 5.apríl sl., 1.fundur.

    • 1903022F – Hafnarstjórn - 1547

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27.mars sl.

    • 1903019F – Menningar- og ferðamálanefnd - 323

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.mars sl.

    • 1901142 – Sorpa bs, fundargerðir 2019

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1.mars sl.

Ábendingagátt