Bæjarráð

4. júlí 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3523

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1905196 – Rekstrartölur 2019

      Rekstrarreikningur janúar – apríl 2019 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lagður fram viðauki. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Guðlaug Kristjánsdóttir fulltrúi Bæjarlista leggur fram eftirfarandi tillögu:
      Fulltrúi Bæjarlistans leggur til að ákvörðun um lántökur umfram fjárhagsáætlun verði frestað þar til farið hafi verið yfir möguleika á aðlögun í rekstri og framkvæmdum.
      Greinargerð:
      Sannarlega hafa forsendur fjárhagsáætlunar breyst, en það ætti ekki sjálfkrafa að koma fram í aukinni skuldsetningu, heldur heildarendurskoðun fjárhagsáætlunar, að útgjaldaliðum meðtöldum.
      Slík fjárhagshugsun einkenndi allt síðasta kjörtímabil, þar sem agi var aukinn á rekstri og framkvæmdum og skuldasöfnun snúið í skuldalækkun með virkum aukaafborgunum af lánum. Í bæjarráði/bæjarstjórn í dag liggur fyrir tillaga um viðbótarlántöku upp á 950 milljón krónur en lítil umræða um aðra hagræðingarmöguleika hefur farið fram meðal kjörinna fulltrúa. Fulltrúi Bæjarlistans fer fram á að sú umræða verði tekin og þannig athugað hvort hætta megi við eða í það minnsta lækka upphæð fyrirhugaðrar lántöku.
      Í gögnum sem fylgja málinu er fyrst og fremst horft á að ytri aðstæður batni til að draga úr óhagræði af aukinni lántöku, fulltrúi Bæjarlistans saknar þar umræðu um það hvað bærinn getur sjálfur gert í eigin ranni til að forðast aukna skuldasöfnun.

      Fulltrúi Bæjarlistans greiðir atkvæði með tillögunni, fulltrúar meirihluta greiða atkvæði gegn henni. Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagðan viðauka. Fulltrúi Bæjarlistans og fulltrúi Samfylkingarinnar sitja hjá.

      Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Það veldur áhyggjum að tekjur vegna sölu lóða m.a. í Skarðshlíð eru talsvert undir væntingum eða aðeins um 400 milljónir kr. það sem af er ári. Gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun að alls yrðu tekjur vegna sölu lóða tæpir 1,5 milljarðar á árinu 2019. Nokkuð ljóst er að þær áætlanir standast ekki og það komi til að muna miklu um það þegar árið verður gert upp. Kólnandi hagkerfi veitir almennt ekki bjartsýni um að tekjuflæði til bæjarsjóðs verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í áætlunum og ljóst er að það þarf að stíga mjög varlega til jarðar í fjárfestingum á komandi ári og árum. Aukin lántaka vekur einnig ugg og er á skjön við fyrirætlanir núverandi meirihluta.

      Jón Ingi Hákonarson fulltrúi Viðreisnar tekur undir bókunina.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:
      Lántaka nú er fyrst og fremst til að mæta fjárfestingu og framkvæmdum við Skarðshlíðarskóla, sem hófst árið 2017, upp á um 4 milljarða króna, sem áætlanir voru um að lóðarsala í hverfinu myndi standa undir. Bæjarráð leggur áherslu á að við fjárhagsáætlunarvinnu 2020 verði leitað allra leiða til að draga úr kostnaði í rekstri og fjárfestingum í ljósi ytri efnahagslegra aðstæðna sem koma meðal annars fram í lægri útsvarstekjum og minni lóðarsölu en áætlanir gerðu ráð fyrir.

      Guðlaug Kristjánsdóttir fulltrúi Bæjarlistans leggur fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúi Bæjarlistans tekur undir fram komnar áhyggjur af aukinni lántöku og áherslur um aukið aðhald í rekstri og framkvæmdum í næstu fjárhagsáætlun. Jafnframt er ítrekað það sjónarmið sem undirrituð setti fram í bókun við samþykkt yfirstandandi fjárhagsáætlunar, að sveitarfélag sem er í virkri lántöku hefur ekki forsendur til að lækka skatta og gjöld, sbr. útsvar og fasteignarskatta, líkt og er raunin í núgildandi áætlun.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja áherslu á að engin stefnubreyting hefur orðið gagnvart lántökum sveitarfélagsins. Að koma þurfi til lántöku nú er fyrst og fremst vegna þess að á síðasta kjörtímabili voru gerðar áætlanir um að bygging Skarðshlíðarskóla yrði að fullu greidd með lóðasölu. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 var gerð áætlun um 2,5 milljarða lóðasölu sem stóðst ekki, þegar lóðir seldust fyrir 1,1 milljarð króna. Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar eykst ekki við þessa lántöku því jafnframt er verið að greiða niður eldri lán bæjarins og skuldir aukast því ekki. Það er sannarlega áætlun núverandi meirihluta að halda áfram á þeirri braut að ná skuldaviðmiðinu niður og verða eldri, óhagstæðari lán greidd áfram niður eins og verið hefur.

    • 1902448 – Lántökur 2019

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna Hafnarfjarðarkaupstaðar sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

      Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 185.043.652.- vegna hjúkrunarheimilis með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055. Jafnframt er samþykkt að taka lán vegna Skarðshlíðarskóla að höfuðstólsfjárhæð 750.000.000.-. í allt að 15 ár. Samþykkt er að þar af séu 250 milljónir króna skammtímalán á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, þar til að Lánasjóðurinn getur gengið frá langtímaláni. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar lánunum (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Eru lánin tekin til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimilis og Skarðshlíðarskóla sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

      Fulltrúi Bæjarlistans og fulltrúi Samfylkingarinnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    • 1907070 – Verkalýðsfélagið Hlíf, kjaramál félagsmanna,staðan

      Lagt frá bréf frá Verkalýðsfélaginu Hlíf.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.

      Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu, m.a. fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 17. janúar 2019 að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd og þar kemur m.a. fram:

      „Umboð þetta er fullnaðarumboð og eftir að það hefur verið gefið er sveitarfélaginu/stofnuninni ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningagerð. Sveitarfélagið/stofnunin skuldbindur sig til að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum, með staðfestingu stjórnar sambandsins.“

      Bæjarráð vonast til að farsæl niðurstaða náist í kjarasamningum sem fyrst, öllum til hagsbóta.

    • 1710601 – Hellubraut 5 og 7, dómsmál

      Lagður fram dómur Landsréttar frá 21.júní sl.

      Ívar Bragason lögmaður mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1906426 – Félagafrelsi

      Fanney Dórothe Halldórsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mæta til fundarins.

      Farið yfir stöðu háskólamenntaðra sem starfa í leikskólum sem geta óskað eftir flutningi milli stéttarfélaga á grundvelli menntunar sinnar.

    • 1903430 – Launuð námsleyfi haust 2019

      Lögð fram beiðni um launað námsleyfi.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um að einum aðila verði veitt launað námsleyfi.

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

      Lögð fram drög að afnotasamningi við LH.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi drög að afnotasamningi við LH.

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Águst Bjarni Garðarsson formaður hópsins fer yfir vinnu hópsins.

      Farið yfir vinnu starfshóps.

    • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

      Formaður hópsins Kristinn Andersen gerir grein fyrir stöðunni og leggur fram ósk um að skil verði fyrir lok september.

      Lögð fram svör við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar.

      Bæjarráð samþykkir að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok september nk. og fundir geti orðið allt að 5 til viðbótar fram að því.

    • 1809086 – Einhella 1, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Einhellu 1 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir afsal Stróks ehf. á lóðinni Einhellu 1.

    • 1706399 – Álfhella 2, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Álfhellu 2 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir afsal Stróks ehf. á lóðinni Álfhellu 2.

    • 1906049 – Hádegisskarð 13-15, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Snorra ehf, kt. 4604110-0760 um raðhúsalóðina nr. 13-15 við Hádegisskarð.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að raðhúsalóðinni nr. 13-15 við Hádegisskarð verði úthlutað til Snorra ehf.

    • 1906050 – Hádegisskarð 11, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Snorra ehf, kt. 460411-0760 um einbýlishúsalóðina nr. 11 við Hádegisskarð.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að einbýlishúsalóðinni nr. 11 við Hádegisskarð verði úthlutað til Snorra ehf

    • 1906051 – Hádegisskarð 7-9, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Snorra ehf, kt. 460411-0760 um raðhúsalóðina nr. 7-9 við Hádegisskarð.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að raðhúsalóðinni nr. 7-9 við Hádegisskarð verði úthlutað til Snorra ehf.

    • 1906052 – Hádegisskarð 3-5, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Snorra ehf, kt. 460411-0760 um raðhúsalóðina nr. 3-5 við Hádegisskarð.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að raðhúsalóðinni nr. 3-5 við Hádegisskarð verði úthlutað til Snorra ehf.

    • 1904529 – Leikskólastjóri Hraunvallaskóli

      Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 20. júní s. l.

      Lagt fram.

      Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Það er áhyggjuefni hversu fáir sóttu um stöðu leikskólastjóra við Hraunvallaskóla. Það er því miður í takt við það sem hefur verið að gerast annars staðar þar sem slíkar stöður eru auglýstar. Rætt er um í faghópi stjórnenda í leikskólum að miklu álagi sem fylgir starfinu í dag m.a. vegna þess hve illa gengur að manna stöður í leikskólum með fagmenntuðu starfsfólki sé um að kenna. Það er mikilvægt að leitað sé allra leiða til að gera stjórnunarstörf á leikskólum bæjarins sem eftirsóknarverðust. Þannig er líklegra en ella að til starfans fáist öflugir og reynslumiklir einstaklingar til hagsældar fyrir starfsfólk og nemendur í leikskólum bæjarins.

    • 1802338 – Markaðsstofa, markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

      Lögð fram umsögn menningar- og ferðamálanefndar um Markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð:

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar nýútgefinni skýrslu Manhattan um Markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð. Þar er margt gagnlegt sem kemur fram um viðhorf bæði íbúa og innlendra og erlendra gesta Hafnarfjarðar. Þetta er góð samantekt á anda Hafnarfjarðar og fyrir hvað hann stendur fyrir bæjarbúa og gesti. Aðgerðaráætlun sem unnin er upp úr þeim punktum sem komu fram hjá viðmælendum mun nýtast vel til að styrkja ímynd og stöðu Hafnarfjarðar til framtíðar.

      Menningar- og ferðamálanefnd tekur undir það að vanda þurfi til þegar þessi stefnumótun verði innleidd og eftirfylgni með aðgerðum verði í höndum stýrihóps eins og tekið er fram í skýrslunni. Nefndin býðst til að taka þátt í þeirri vinnu og veita verkefninu stuðning.

      Menningar- og ferðamálanefnd leggur einnig áherslu á að skoða þurfi betur málefni ferðamanna sem heimsækja Hafnarfjörð og gera sérstaka úttekt á því. Með þeim upplýsingum væri hægt að vinna að ferðamálastefnu fyrir Hafnarfjörð sem væri hægt að vinna eftir. Lagt er til að settur verði saman vinnuhópur til að vinna að þeirri stefnu.

      Menningar- og ferðamálanefnd
      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
      Þórey Anna Matthíasdóttir
      Sigurbjörg Anna Guðnadóttir
      11. júní 2019

      Bæjarráð þakkar fyrir umsögn og tillögu menningar- og ferðamálanefndar og vísar til úrvinnslu á nýju sviði þjónustu og þróunar sem tekur til starfa 1. september nk.

      Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
      Tek undir umsögn menningar- og ferðamálanefndar. Ég fagna því að grunnvinnu við mótun markaðsstefnu fyrir Hafnarfjörð sé lokið. Nú er það okkar að fylgja þessu eftir á grunni þessara upplýsinga sem og niðurstaðna og móta skýra markaðs- og aðgerðaráætlun sem er vel markmiðs-og tímasett og ekki síður með skýrum árangursmælikvörðum. Mikilvægt er að ákveðið verði sem fyrst hvernig haga á þeirri vinnu.

    • 1906407 – Öldutún 4, bílskúr, deiliskipulagsbreyting

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.júlí sl.
      Með vísan til úrskurðar ÚUA frá 23.10.2014 er lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Öldutúni 4. dags. 28.06.2019. Í tillögunni felst að byggingareitur bílskúrs er stækkaður úr 35 m2 í 45,2 m2. og hæð hans aukin úr 3,2 m í 3,5 m.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi lóðar Öldutúns 4 og að málmeðferð erindisins verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Jafnframt að erindið verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ölduslóðar 3, Ölduslóðar 5, Öldutúns 2 og Öldutúns 6. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.

    • 1906222 – Skarðshlíð, framkvæmdir

      12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.júlí sl.
      Á fundi bæjarstjórnar þann 26.6.2019 var lögð fram svohljóðandi fyrirspurn: “Bæjarfulltrúi Bæjarlistans óskar eftir upplýsingum um stöðu uppbyggingar á vegum Skarðshlíðar íbúðafélags hses á lóðunum Hádegisskarði 12 og 16. Um er að ræða nýsköpun á vegum Hafnarfjarðarbæjar hvað varðar umgjörð og utanumhald rekstrar sem og framtíðar leigukjör og til mikils að vinna að þetta verkefni raungerist sem allra fyrst, ekki síst með það fyrir augum að rekstrarformið geti orðið til að hvetja aðra aðila til hagkvæmrar uppbyggingar á íbúðum af stærðargráðu sem sífellt er eftirspurn eftir.

      Í frétt á heimasíðu bæjarins frá 28. maí 2018 segir:

      Til stendur að byggja 12 íbúðir á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð samkvæmt útboðslýsingu og á að skila þeim fullbúnum. Um er að ræða 6 tveggja herbergja 50 m2íbúðir, 4 þriggja herbergja 60 m2 íbúðir og 2 fjögurra herbergja 80 m2 íbúðir, sex íbúðir á hvorri lóð.

      Hafnarfjarðarbær hefur stofnað sjálfseignarstofnun sem byggir á lögum um almennar leiguíbúðir sem leigjendurnir sjálfir koma til með að stjórna en bæjarfélagið mun eiga aðild að. Byggingarkostnaður húsnæðisins er 307,9 milljónir króna, Íbúðalánasjóður hefur samþykkt stofnstyrk uppá 50 milljónir króna og Hafnarfjarðarbær 36,9 milljónir. Húsaleiga mun standa undir afborgunum af lánum, fjáramagnsgjöldum og rekstrarkostnaði húsnæðisins en vera heldur lægri en gengur og gerist þar sem eingöngu þarf að taka lán fyrir 70% af byggingarkostnaði. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar.”
      Því er nú spurt: hver er staðan varðandi byggingarleyfi og áætlun um upphaf og lok framkvæmda við þessar íbúðir?
      Óskað er eftir að svör við fyrirspurninni verði lögð fram í bæjarráði við fyrsta tækifæri.”

      Byggingarleyfi voru gefin út þann 20.6.2019 vegna byggingar íbúða á lóðunum Hádegissskarð 12 og Hádegisskarð 16 og framkvæmdir eru hafnar. Unnið er að gerð sökkulveggja. Gert er ráð fyrir að verklok verði 15. nóvember 2019.

      Lagt fram.

    • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      15.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.júlí sl.
      Lagt fram erindi Þorbjörns Inga Stefánssonar dags. 18.06.2019 með beiðni um lóðarstækkun.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar þvi til afgreiðslu í bæjarráði.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu. Bæjarráð áréttar að mikilvægt sé að tryggja aðgengi bæjarbúa og gesta að vitanum.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      17.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.júlí sl.
      Með vísan til þeirrar rammaskipulagsvinnu sem liggur fyrir vegna Flensborgarhafnar og hafnarsvæðis í námunda við hana er lagt til að hafin verði vinna aðalskipulagsbreytingu er varðar landnotkunarflokk svæðisins í samræmi við 1.mgr 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á landnotkunarflokk Flensborgarhafnar og nágrennis í samræmi við 1.mgr 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs um að hafin verði vinna við aðalskipulagsbreytingu á hafnarsvæðinu.

    • 1806100 – Samband íslenskra sveitarfélaga, kosning fulltrúa á landsþing 2018-2022

      Lagt fram fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til auka landsþings föstudaginn 6.september nk.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt