Bæjarráð

11. júlí 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3524

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Lagt fram minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhgsáætlana til þriggja ára.

      Forsendur og tímaáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og 2021-2023.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

    • 1801491 – Viðbrögð í málum er varða einelti, áreitni og ofbeldi.

      Lagt fram til kynningar stefna og verkferill í tengslum við eineltis og áreitnismál. Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mæta til fundarins.

    • 1904083 – Matarútboð skóla 2019

      Farið yfir tilboð í útboði á mat – Framleiðsla/-reiðsla á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar 2019-2023.

      Lagður fram tölvupóstur frá Dögum hf. þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið fái að falla frá tilboði sínu í framleiðslu/reiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla.

      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Jón Ingi Þorvaldsson lögmaður mæta til fundarins.

      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir ósk Daga hf. um að falla frá tilboði sínu.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að gengið verði til samninga við Skólamat ehf. um framleiðslu/-reiðsla á mat og þjónustu fyrir leik- og grunnskóla bæjarins og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.

    • 1907109 – Byggðastofnun, samstarfssamningur, þjónustukort

      Lagður fram samtarfssamningur við Byggðastofnun um söfnun,vinnslu og skil gagna fyrir þjónustukort. Árdís Ármannsdótir samskiptastjóri mætir til fundarins.

      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samstarfssamning við Byggðastofnun.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Bæjarstjóri fyrir yfir stöðu málsins.

      Bæjarráð samþykkir að starfshópur um uppbyggingu á Sörlasvæðinu taki aftur til starfa og taki jafnframt til endurskoðunar þær tillögur að framkvæmdum sem komu fram í skýrslu starfshópsins og lögð var fram í apríl sl. Þessari vinnu verði lokið fyrir 15. september nk.

    • 1907108 – FH, rafíþróttastarf, tilraunaverkefni, styrkbeiðni

      Lögð fram styrkbeiðni Fimleikafélags Hafnarfjarðar (FH)dags. 8.júlí sl.vegna tilraunaverkefnis með rafíþróttastarf í félaginu.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leita leiða innan fjárhagsramma til að styðja við sumarnámskeið FH í rafíþróttum í einn mánuð að hámarki kr. 250.000.-. Í haust verður settur á fót sérstakur pottur skv. bókun fræðsluráðs frá því í júní sem mun styðja við tómstundaþróunarverkefni í framtíðinni.

    • 1705360 – Framkvæmdasjóður aldraðra, hjúkrunarrými, Hafnarfjörður

      Lagt fram svar heilbrigðiráðuneytis við umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2019 til að fjölga dagdvalarrýmum og bæta aðstöðu á Sólvangi.

      Bæjarráð fagnar þessari úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra.

    • 1902511 – Reykjanesbraut við Straumsvík, vegstæði

      Lögð fram fyrirspurn.

      Í ljósi fréttaflutnings af tvöföldun Reykjanesbrautar um Kapelluhraun hjá álverinu í Straumsvík óskar fulltrúi Samfylkingarinnar eftir eftirarandi upplýsingum:
      1) Hve oft og hvenær hafa verið haldnir fundir undanfarin fjögur ár þar sem rætt var við forsvarsmenn álversins um legu vegarins?
      2) Hvert er verðmæti þess lands sem álverið keypti af bænum?
      3) Hver er áætlaður kostnaður við þá millileið sem svo er nefnd og lagt er til að verði farin?
      Óskað er eftir skriflegu svari á næsta bæjarráðsfundi.

    Fundargerðir

    • 1901144 – Stjórn SSH, fundargerðir 2019

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 1.júlí sl.

Ábendingagátt