Bæjarráð

10. október 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3529

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Guðbjartsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Lagt fram yfirit um framgang verkefna og starfs- og fjárhagsáætlun um verkefni ársins 2020.

      Til fundarins mæta, Ása Sigríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri, Sigríður Margrét Jónsdóttir formaður stjórnar MsH, Skarphéðinn Orri Björnsson, Anna Karen Svövudóttir og Arinbjörn Ólafsson fulltrúar bæjarstjórnar í MsH.

      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

      Fulltrúar frá Markaðsstofu Hafnarfjarðar fóru yfir framgang verkefna MsH. Lögðu jafnframt fram starfs- og fjárhagsáætlun um verkefni ársins 2020.

    • 1803242 – Samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til 2033

      1. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 2.október sl.
      Lagt fram samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum til og með ársins 2033 til samþykktar.
      Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og kynningar.

      Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri SSH mætir til fundarins.

      Bæjarráð vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

    • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

      3. liður úr fundargerð fjölskylduráðs 27. sept. sl.
      “Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar ráðsins svo fulltrúar í ráðinu geti gefið sér betri tíma til þess að kynna sér þetta stóra mál.
      Fulltrúar Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafna tillögunni með 3 greiddum atkvæðum. Fulltrúi Viðreisnar situr hjá.
      Fjölskylduráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að útboðsgögnum til bæjarráðs. Starfshópnum er þakkað fyrir vandaða vinnu.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
      Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar að fulltrúar meirihlutans í fjölskylduráði skuli hafna því að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar ráðsins. Samkvæmt erindisbréfi starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu þá átti vinnu hópsins að vera lokið fyrir 1. júní 2019. Málið er að koma inn á borð með formlegum hætti í fyrsta skipti síðan starfshópurinn var skipaður og ráðið fékk sína fyrstu kynningu á málinu frá starfsmönnum í dag. Það eru því mikil vonbrigði að fulltrúar meirihlutans skuli ekki vera tilbúnir að veita ráðsmönnum tvær vikur í viðbót til þess að kynna sér málið betur. Fullltrúi Samfylkingarinnar greiðir því atkvæði gegn því að vísa málinu til bæjarráðs á þessu stigi.
      Fulltrúar Miðflokksins, Bæjarlistans, Sjálfsstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun:
      Starfshópur um sérhæfða akstursþjónustu hefur unnið afar ítarlega, mikla og góða vinnu. Fjölskylduráð hefur verið upplýst um stöðu málsins reglulega. Fulltrúar úr starfshópnum og frá Mannviti verkfræðistofu hafa komið á fund fjölskyldurráðs til upplýsingar og til að svara spurningum ráðsmanna. Fulltrúi ofangreindra flokka telja því málið komið á næsta stig sem er yfirlestur lögmanna og vísun til bæjarráðs og styðja því ekki tillögu Samfylkingar um frestun málsins.”

      Sigurður Jónsson ráðgjafi hjá Mannviti og Helga Ingólfsdóttir formaður starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði mæta til fundarins.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir að heimila fjármálasviði að auglýsa útboð vegna sérhæfðrar akstursþjónustu í Hafnarfirði.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá og leggur fram svohljóðandi bókun:

      Undirrituð óskaði eftir minnisblaði þar sem teknar væru saman helstu breytingar frá fyrra kerfi bæði hvað varðar þjónustu og kostnað. Um er að ræða mikilvæga og viðkvæma þjónustu og því brýnt að vanda vel til verka. Þar sem við því var ekki hægt að verða situr undirrituð hjá við þessa afgreiðslu.

    • 1706134 – Skarðshlíð íbúðarfélag, húsnæðissjálfseignarstofnun

      Farið yfir verkefni Skarðshlíðar íbúðarfélags hses.

      Til fundarins mæta, Rósa Steingrímsdóttir og Sigurður Haraldsson, einnig tekur þátt í kynningu Sigríður Kristinsdóttir.
      Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri situr fundinn undir þessum lið.

      Til kynningar.

    • 1910086 – Leyfi starfsfólks til að taka þátt í íþróttaviðburðum, reglur

      Lagðar fram reglur um leyfi starfsfólks til þátttöku í íþróttamótum.
      Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.

    • 1901112 – Bæjarráðsstyrkir 2019

      Lagðar fram umsóknir um styrk bæjarráðs. Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Rósa Steingrímsdóttir sviðstjóri fjármálasviðs og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mæta til fundarins.

      Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

    • 18129469 – Menningarstyrkir 2019

      6. liður úr fundargerð Menningar- og ferðamálanefndar frá 3. október. “Lögð fram drög að samstarfssamningi við Bæjarbíó slf. varðandi Hjarta Hafnarfjarðar. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti drög að samningi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs”

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamninga við Bæjarbíó slf vegna tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar.

    • 1908282 – Jólaþorp 2019

      4 liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar 3. okt. sl. “Lagt fram erindisbréf rýnihóps Jólaþorpsins. Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir erindisbréfið yrir sitt leyti og vísar til samþykktar bæjarráðs.”

      Menningar og ferðamálanefnd tilnefnir Pál Eyjólfsson, Ingvar Jónsson og Einar Bárðarson í hópinn. Og leggur til við bæjarráð að Guðbjörg Oddný Jónasdóttur verði skipuð fyrir hönd meirihluta og verði formaður og Sigurbjörg Anna Guðnadóttir frá minnihluta.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og skipar eftirtalda í hópinn: Guðbjörg Oddný Jónasdóttur fyrir hönd meirihluta sem formaður og Sigurbjörg Anna Guðnadóttir frá minnihluta, Páll Eyjólfsson, Ingvar Jónsson og Einar Bárðarson. Með hópnum munu starfa Andri Ómarsson verkefnastjóri á þjónustu- og þróunarsviði og Ása S. Þórisdóttir framkvæmdastjóri MsH.

    • 1909534 – Stuðlaskarð 6, 8, 10 og 12, lóðarumsókn

      Lögð fram lóðarumsókn frá SSG verktökum ehf, kt. 681005-210 um lóðirnar Stuðlaskarð 6,8,10 og 12.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum Stuðlaskarði 6,8,10 og 12 verði úthlutað til SSG verktaka ehf.

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Formaður lagði fram beiðni um að halda sex aukafundi í starfshópnum til viðbótar.

      Bæjarráð samþykkir sex fundi til viðbótar í starfshópnum.

    Fundargerðir

Ábendingagátt