Bæjarráð

21. nóvember 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3533

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1911351 – Vatnsveita, krafa um yfirferð gjalskrár, vatnsgjald

      Lagt fram erindi samgögngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 13. nóvember 2019.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

    • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

      Lögð fram skýrsla starfshópsins.

      Skýrsla starfshópsins lögð fram. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bæjarráð þakkar honum fyrir sín störf.

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

      Skýrsla starfshóps um uppbyggingu á Ásvöllum er að mörgu leyti vel unnin og greinargott plagg. Í umræðum um uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu hefur mikilvægi uppbyggingar á Ásvöllum verið flestum ljós og brýnt að bæta þar aðstöðu til knattspyrnuiðkunar innanhúss. Engu að síður eru atriði í skýrslu hópsins um uppbyggingu á svæðinu sem undirrituð vill vekja athygli á.

      Í skýrslunni er talað um að Haukar samþykki að leggja til hluta af sínu svæði til íbúðauppbyggingar sem komi á móti framlagi Hafnarfjarðarbæjar til uppbyggingar á knatthúsi á Ásvöllum. Undirrituð setur spurningamerki við þessa framsetningu, þ.e. sú ráðstöfun að ágóði sem hlýst af íbúðauppbyggingu í bæjarfélaginu sé eyrnarmerktur uppbyggingu íþróttamannvirkis á ákveðnu svæði. Í því samhengi má velta fyrir sér aðstöðumun milli íþróttafélaga þar sem fá eru í þeirri stöðu að geta notað land sem skiptimynd fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja.

      Uppbygging íþróttamannvirkja er pólitísk ákvörðun og peningarnir sem í það fara koma úr bæjarsjóði með einum eða öðrum hætti. Íbúðauppbygging á umræddu svæði mun vissulega skila tekjum til bæjarsjóðs rétt eins og íbúðauppbygging á öðrum stöðum í bæjarfélaginu. Verði tekin pólitísk ákvörðun um að fara í uppbyggingu á knatthúsi á Ásvöllum fyrir ríflega 2 milljarða á það að vera óháð innstreymi tekna í bæjarsjóð af lóðasölu og ber því að taka ákvörðunina á þeim forsendum.

      Annað sem ekki er tekið til í skýrslunni en mikilvægt er að huga að lýtur að skipulagsmálum. Þannig eru ekki tilgreind möguleg áhrif uppbyggingar af 100 íbúðum á þessu svæði á leik- og grunnskóla í hverfinu sem margir eru komnir að þolmörkum varðandi nemendafjölda. Ekki er heldur gerð úttekt á umferðarflæði vegna fyrirhugaðrar byggðar sem mun auka umferðarþunga við íþróttasvæðið þar sem m.a. fjöldi skólabarna er á ferð á degi hverjum. Mikilvægt er að allir innviðir séu teknir til skoðunar áður en endanleg ákvörðun verður tekin um tillögur hópsins.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 13.nóvember sl. var eftirfarandi tekið fyrir og vísað til bæjarráðs:

      Tillaga 1 – Nýting skattstofna
      Framlögð fjárhagsáætlun sýnir að staða bæjarsjóðs er ekki sterk. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að ákvörðun sem tekin var árið 2016 um lækkun á útsvarshlutfalli sé endurskoðuð. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að sinna þjónustu við íbúana. Því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær nýti leyfilegt útsvarshlutfall til að styrkja stöðu bæjarsjóðs og bæta þjónustu.
      Tillögunni verði vísað til bæjarráðs.

      Tillaga 2 – Gjaldskrár
      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fallið verði frá gjaldskrárhækkunum umfram það sem mælst er til í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Samkvæmt tillögum sem fram koma í fjárhagsáætlun mun heimaþjónusta aldraðra og öryrkja hækka um 24% og ferðaþjónusta aldraðra um rúm 100%. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að gjaldskrárhækkanir á næsta ári styðji við lífskjarasamninga og verði ekki umfram 2,5%.
      Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fjölskylduráði og bæjarráði.

      Tillaga 3 Niðurgreiðsla á strætókortum
      Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka og endurflytja tillögu um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri. Mikilvægt er að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Með því að niðurgreiða strætókort hvetjum við einnig til aukinnar notkunnar á almenningssamgöngum og styðjum við umhverfissjónarmið. Fyrir liggur kostnaðarmat á tillögunni og því leggjum við til að skoðaðir verði möguleikar á nýtingu og útfærslu hennar.
      Tillagan verði tekin til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði

      Tillögur Viðreisnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar:

      Ráðning verkefnastjóra til að flýta fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og Heimsmarkmiðanna (bæjarráð)

      Forseti ber næst upp tillögu um að framkomnum tillögum að breytingum á fjárhagsáætlun verði vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun í þeim ráðum sem þar er vísað til og þær eiga heima. Er það samþykkt samhljóða.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans samþykkja fyrirliggjandi tillögu 1 en fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra greiða atkvæði á móti tillögunni. Tillagan er því felld.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að endurskoða útsvarsprósentu til hækkunar á sama tíma og lögð er til hækkun á gjaldskrám fyrir eldri borgara og öryrkja, og leigu í félagslegu húsnæði, langt umfram það sem skýr tilmæli eru um frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga.

      Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga sem eðlilegt er að nýta til að sinna þjónustu við íbúana, ekki síst þá hópa sem umræddar hækkanir varða.

      Adda María Jóhannsdóttir

      Meirihluti Sjálftæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
      Framlögð fjárhagsáætlun sýnir að rekstur Hafnarfjarðarbæjar gengur vel og að fjárhagur bæjarfélagsins er traustur. Auk þess heldur skuldaviðmiðið áfram að lækka. Meirihlutinn hafnar þeirri tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. Slíkt hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka. Slíkt er ekki samræmi við stefnu núverandi meirihluta sem hefur það markmið að létta undir með fjölskyldufólki og jafnframt að tryggja að allar gjaldskrár sem snerta viðkvæmustu hópa samfélagsins séu ávallt þær lægstu á höfuðborgarsvæðinu.

      Sigurður Þ. Ragnarsson leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Miðflokksins telur eðlilegt að sveitarfélagið nýti útsvarsskattstofn sinn að fullu þ.e. 14,52% í stað 14,48% eins og nú er. Bæjarfélaginu munar talsvert um þá fjármuni sem fást með þessu meðan kostnaður launþegans er algjörlega óverulegur. Því telur fulltrúi Miðflokksins eðlilegt að nýta útsvarið að fullu.

      Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Bæjarlistans ítrekar afstöðu sína frá umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2019, þar sem gagnrýnd var sú ákvörðun meirihlutans að auka lántökur og halda til streitu lækkun útsvars og fasteignaskatta og þar með varpa kostnaði af rekstri bæjarins inn í framtíðina. Á síðasta kjörtímabili var áætlað sérstaklega fyrir umframgreiðslum inn á lán og hins vegar áskilið að mögulegar ófyrirséðar umframtekjur færu í sama farveg. Fulltrúi Bæjarlistans saknar slíkrar ráðdeildar í meðferð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra. Það er ekki ábyrgt að afsala sér tekjum í nútíma en varpa þess í stað álögum inn í framtíðina á formi skulda. Ábyrgara væri að fullnýta skattstofna í rauntíma í ljósi núverandi rekstraraðstæðna bæjarsjóðs.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi við tillögu 2:
      Mikilvægt er að halda því til haga að þrátt fyrir þær leiðréttingar sem kynntar hafa verið verður gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar í þessum tveimur liðum, sem tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar fjallar um, áfram sú lægsta þegar horft er til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Akureyrar. Þrátt fyrir að það sé skoðun meirihlutans að mikilvægt sé að ráðast í þær leiðréttingar sem kynntar hafa verið til að viðhalda góðu þjónustustigi til framtíðar, notendum öllum til hagsbóta, teljum við rétt vísa tillögunni til fjölskylduráðs og óska eftir ítarlegri upplýsingum, hvað varðar fjölda notenda, fjölda ferða og fjölda þeirra sem eru undir tekjuviðmiðum. Afgreiðslu tillögunnar er því frestað til næsta fundar.

      Afgreiðslu á tillögu 3 er frestað milli funda.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar vegna fyrirliggjandi tillögu um ráðningu verkefnastjóra til að flýta fyrir innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðanna.

    • 1911266 – Útsvarsprósenta við álagningu 2020

      Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2020 verði 14,48%.

      Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra samþykkja fyrirliggjandi tillögu en fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans greiða atkvæði á móti tillögunni. Tillagan er því samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Meirihluti Sjálftæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
      Framlögð fjárhagsáætlun sýnir að rekstur Hafnarfjarðarbæjar gengur vel og að fjárhagur bæjarfélagsins er traustur. Auk þess heldur skuldaviðmiðið áfram að lækka. Meirihlutinn hafnar þeirri tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að hækka útsvarið upp í leyfilegt hámark. Slíkt hefði í för með sér tekjuskerðingu fyrir bæjarbúa eða með öðrum orðum; útborguð laun íbúa bæjarfélagsins lækka. Slíkt er ekki samræmi við stefnu núverandi meirihluta sem hefur það markmið að létta undir með fjölskyldufólki og jafnframt að tryggja að allar gjaldskrár sem snerta viðkvæmustu hópa samfélagsins séu ávallt þær lægstu á höfuðborgarsvæðinu.

      Sigurður Þ. Ragnarsson leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Miðflokksins telur eðlilegt að sveitarfélagið nýti útsvarsskattstofn sinn að fullu þ.e. 14,52% í stað 14,48% eins og nú er. Bæjarfélaginu munar talsvert um þá fjármuni sem fást með þessu meðan kostnaður launþegans er algjörlega óverulegur. Því telur fulltrúi Miðflokksins eðlilegt að nýta útsvarið að fullu.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað.
      Það er einkennileg forgangsröðun að um leið og lagðar eru fram tillögur til fjárhagsáætlunar um hækkun á gjaldskrám fyrir eldri borgara og öryrkja, og leigu í félagslegu húsnæði, langt umfram það sem skýr tilmæli eru um frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tenglsum við lífskjarasamninga, sé áfram lagt til að heimildir til nýtingu skattstofna verði ekki fullnýttar. Þá tillögu getur undirrituð ekki stutt.
      Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að sveitarfélagið myndi nýta leyfilegt útsvarshlutfall til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Þá tillögu hafa fulltrúar meirihlutans í bæjarráði nú fellt.

      Það er dapurlegt að Hafnarfjarðarbær ætli ekki að styðja við lífskjarasamninga en kjósi frekar að halda útsvari óbreyttu. Það að fullnýta útsvar myndi þýða u.þ.b. 200 kr hækkun á mánuði á meðallaun ? og minna á laun undir meðallagi ? á meðan hækkun á umræddum gjaldskrám kemur til með að verða mun hærri upphæð hjá þeim sem á þjónustunni þurfa að halda.

      Adda María Jóhannsdóttir

      Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Bæjarlistans ítrekar afstöðu sína frá umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2019, þar sem gagnrýnd var sú ákvörðun meirihlutans að auka lántökur og halda til streitu lækkun útsvars og fasteignaskatta og þar með varpa kostnaði af rekstri bæjarins inn í framtíðina. Á síðasta kjörtímabili var áætlað sérstaklega fyrir umframgreiðslum inn á lán og hins vegar áskilið að mögulegar ófyrirséðar umframtekjur færu í sama farveg. Fulltrúi Bæjarlistans saknar slíkrar ráðdeildar í meðferð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra. Það er ekki ábyrgt að afsala sér tekjum í nútíma en varpa þess í stað álögum inn í framtíðina á formi skulda. Ábyrgara væri að fullnýta skattstofna í rauntíma í ljósi núverandi rekstraraðstæðna bæjarsjóðs.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6.nóvember sl.
      Lagður fram viðauki.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar viðauka til afgreiðslu bæjarráðs.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundars.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

    • 1905196 – Rekstrartölur 2019

      Rekstrarreikningur janúar-september 2019 lagður fram.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

    • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

      Tekið fyrir að nýju.

      Lögð fram tillaga að ferli vegna afsláttar af lóðarverði til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að ferli vegna afsláttar af lóðarverði.

      Það er sérstaklega ánægjulegt að Hafnarfjarðarbær sé fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að stíga þetta stóra skref í umhverfismálum. Hér er verið að koma á sérstökum hvata til húsbyggjenda þar sem umhverfið er sett í forgang og er það í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Auk þess er samþykktin og ferlið í samræmi við samþykkta umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Umhverfis- og auðlindastefnan var samþykkt þann 18. maí 2018 í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar segir m.a. í 4. kafla gr. 4.6:
      „Hvatt verði til og stutt við byggingu vistvænna mannvirkja, samanber leiðbeiningar Vistbyggðaráðs og alþjóðlegra staðla.“

    • 1206073 – HS veitur ehf, lóðarleigusamningar fyrir ýmsar lóðir

      Endurnýjun lóðarleigusamninga og gerð nýrra lóðarleigusamninga við HS veitur hf. Lagt fram minnisblað og drög að lóðarleigusamningi.

      Ólafur Ingi Tómasson víkur af fundi undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að endurnýja og gera nýja lóðarleigusamninga við HS veitur í samræmi við fyrirliggjandi drög.

    • 1909291 – Lækjarhvammur 1, ósk um lóðarstækkun

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.nóvember sl.
      Sigurbjörn Viðar Karlsson og Svandís Edda Gunnarsdóttir sækja um lóðarstækkun á lóðinni Lækjarhvammi 1. Samþykki meðeigenda er fyrirliggjandi. Gróf mæling stækkunar og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 09.10.2019 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við stækkun lóðar og vísar erindinu til bæjarráðs til samþykktar.

      Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni um lóðarstækkun og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna áfram að málinu.

    • 1911252 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar fjárhagsáætlun 2020 og gjaldskrár

      Lagðar fram tillögur að gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar verði samþykkt.

    • 1909461 – Dofrahella 2, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn um atvinnuhúsalóðina Dofrahellu 2.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn Kytru ehf. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1911291 – Cuxhaven, jólatré 2019

      Lagt fram bréf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar þar sem tilkynnt er um jólatré að gjöf til Hafnarfjarðar. Kveikt verður á jólaljósunum 29. nóvember nk.

      Hafnarfjarðarbær og Cuxhaven hafa átt í vinasambandi í meira en 30 ár. Frá þeim tíma hefur bæjarfélagið fengið jólatré að gjöf sem skapað hefur skemmtilega hefð. Jólatréð verður staðsett í jólaþorpinu okkar og ljósin verði kveikt þann 29. nóvember kl. 18. Bæjarráð þakkar fyrir gjöfina og hvetur bæjarbúa til að fjölmenna við athöfnina.

    Fundargerðir

Ábendingagátt