Bæjarráð

16. janúar 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3536

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2001195 – Hrauntunga 5, lóð, úthlutun

      Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:

      “Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í íbúðarhúsalóðina nr. 5 við Hrauntungu sbr. deiliskipulag”.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í íbúðarhúsalóðina nr. 5 við Hrauntungu sbr. deiliskipulag.

    • 2001196 – Suðurgata 40, lóð, úthlutun

      Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:

      “Bæjarráð samþykkir að lóðin nr. 40 við Suðurgötu verði auglýst laus til úthlutunar fyrir nýbyggingu eða flutningshús skv. deiliskipulagi. Lóðarverð er lágmarksverð einbýlishúsalóða nú kr. 13.404.310.
      Ef sótt er um lóðina fyrir flutningshús skulu umsækjendur skila ítarlegri greinargerð um það hús sem fyrirhugað er að flytja á lóðina og framkvæmdina að öðru leyti”.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að lóðin nr. 40 við Suðurgötu verði auglýst laus til úthlutunar fyrir nýbyggingu eða flutningshús skv. deiliskipulagi. Lóðarverð er lágmarksverð einbýlishúsalóða. Ef sótt er um lóðina fyrir flutningshús skulu umsækjendur skila ítarlegri greinargerð um það hús sem fyrirhugað er að flytja á lóðina og framkvæmdina að öðru leyti.

    • 1902511 – Reykjanesbraut við Straumsvík, vegstæði

      Farið yfir stöðu málsins.

      Sigurður Haraldsson sviðsstsjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

      Farið yfir stöðu málsins.

    • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa

      Farið yfir stöðu málsins.

      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætir til fundarins.

      Farið yfir stöðu málsins.

    • 1808551 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      Farið álit Persónuverndar frá 14. ágúst og 28. ágúst 2019 um reglur um hagsmunaskráningu.

      Jón Ingi Þorvaldsson persónuverndarfulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarlögmanni falið að endurskoða reglur um hagsmunaskráningu með tilliti til úrskurðar Persónuverndar.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Lagt fram svar við fyrirspurn um fasteignagjöld.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri mæta til fundarins.

      Lagt fram.

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
      Bókun: Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Þau sýna að hjá stórum hópi bæjarbúa hækka fasteignagjöld langt umfram það sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra hafa haldið fram á opinberum vettvangi. Minnisblað þar sem fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar er svarað sýnir að fasteignagjöld aukast umfram 2,5% á milli ára á 67% fasteigna og um meira en 5% á 30% fasteigna. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að hækkunin er mest á fjölbýlishúsaeignir, en 70% allra eigna í fjölbýli hækka umfram 2,5%.
      Í umræðunni hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra fullyrt að fasteignagjöld í Hafnarfirði hækki ekki nema um 0,1%-3,5% að jafnaði. Nú er ljóst að hækkanirnar eru almennt og jafnaði meiri en það.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:
      Fasteignamat hækkar milli ára hér í Hafnarfirði og það hækkar mismikið eftir hverfum. Við því var brugðist með því að lækka heildarálagningu fasteignagjalda og tryggja með þeim hætti að öll hækkun fasteignamats myndi ekki öll lenda á íbúum bæjarfélagsins. Því stjórnum við, en öðru ekki. Sú aðferðafræði sem nú er notuð við útreikning fasteignamats gerir okkur ómögulegt að stilla álagninguna af með þeim hætti að enginn fasteignaeigandi finni fyrir hækkun á fasteignamati og þar með einhverri breytingu á gjöldum. Ljóst er að hækkunin er mun minni, og í sumum tilvikum er um lækkun að ræða, en aðilar hafa haldið fram í opinberri umræðu, m.a. á fundum bæjarstjórnar.

    • 2001274 – Lántökur 2020

      Tillaga liggur fyrir fundinum:
      Lagt er til að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna lántöku samkvæmt fjárhagsáætlun 2020 þar sem gert var ráð fyrir lántöku að fjárhæð 1,130 milljónum króna vegna endurfjármögnunar á erlendu kúluláni á eindaga á árinu. Jafnframt er veitt heimild að ganga frá skammtímafjármögnun allt að 500 milljónum króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skammtímafjármögnun allt að 500 milljónum króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Skammtímalánið ber 3,50% vexti óverðtryggt og verður greitt upp þegar endanleg fjármögnun á langtímaláni vegna endurfjármögnunar á kúluláni skv. fjárhagsáætlun hefur náðst. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

    • 2001249 – Ábyrgð Hafnarfjarðarkaupstaðar, lántaka húsnæðissjálfseignarstofnun

      Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:

      “Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, með vísan til 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að veita einfalda ábyrgð til tryggingar veðlánum til sem Lífeyrissjóðurinn Festa veitir Skarðshlíð íbúðarfélagi hses kt. 410318-1800 að fjárhæð kr. 203.500.000 til 40 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Veðlánin eru tryggð með veði í fasteignum Skarðshlíðar íbúðarfélags hses við Hádegisskarð 12 og 16. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu við Festa lífeyrissjóð sbr. framangreint.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, með vísan til 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að veita einfalda ábyrgð til tryggingar veðlánum sem Lífeyrissjóðurinn Festa veitir Skarðshlíð íbúðarfélagi hses kt. 410318-1800 að fjárhæð kr. 203.500.000 til 40 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Veðlánin eru tryggð með veði í fasteignum Skarðshlíðar íbúðarfélags hses við Hádegisskarð 12 og 16. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu við Festa lífeyrissjóð sbr. framangreint.

    • 1903545 – Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting

      1.liður úr fundargerð starfshóps um Krýsuvík frá 6.janúar sl.
      Starfshópurinn bókar og leggur til við bæjarráð:
      „Starfshópur um framtíðarnýtingu í Krýsuvík er einhuga um mikilvægi þess að láta framkvæma fyrirliggjandi úttekt. Möguleikar í Krýsuvík eru margþættir og er mikilvægt að greina samspil þeirra og áhrif á umhverfi og samfélagið í Hafnarfirði í víðu samhengi. Starfshópurinn óskar því eftir heimild bæjarráðs til að ganga frá samningum í samræmi við fyrirliggjandi gögn”.

      Lögð fram beiðni frá formanni hópsins um heimild fyrir allt að 10 fundum til viðbótar og að skil lokaskýrslu 1. júní 2020.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Eflu verkfræðistofu vegna vinnu um framtíðarsýn um mögulega nýtingu jarðvarma í Krýsuvík.

      Bæjarráð heimilar að starfshópurinn fundi allt að 10 sinnum til viðbótar og að lokaskil skýrslu verði 1. júní 2020.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lagt fram samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélagsins Hauka.

      Lögð fram drög að erindisbréfi.

      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samkomulag og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Adda María Jóhannsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
      Í ljósi þeirra athugasemda sem Skipulagsstofnun hefur gert við aðalskipulagstillögu vegna uppbyggingar á Ásvöllum telur fulltrúi Samfylkingarinnar rétt að beðið verði með að afgreiða samkomulagið sem hér um ræðir þar til brugðist hefur verið við þeim.
      Ósk um frest á afgreiðslunni á þeim forsendum var hafnað og situr undirrituð því hjá við afgreiðsluna. Það sætir nokkurri furðu að áhersla sé á að afgreiða samkomulagið með slíkum flýti að það megi ekki bíða þar til athugasemdunum hefur verið svarað, ekki síst í ljósi þess að fyrir réttum mánuði lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra fram fjárhagsáætlun sem gerir ekki ráð fyrir neinu fjármagni í uppbyggingu íþróttamannvirkja á árinu 2020.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:
      Í greinargerð með fjárhagsáætlun 2020 kemur það skýrt fram að framkvæmdir við nýtt knatthús á Ásvöllum muni hefjast í takt við tekjur af sölu lóða á svæðunum. Fyrirliggjandi samkomulag er því í fullu samræmi við fjárhagsáætlun og áform núverandi meirihluta.

    • 2001167 – Álfaskeið 24, lóðarstærð

      Endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2001250 – Tinnuskarð 24, Umsókn um lóð

      TS 24 ehf., kt. 550120-0890 sækir um íbúðarhúsalóðina nr. 24 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 24 við Tinnuskarð verði úthlutað til TS 24 ehf.

    • 1702157 – Suðurhella 12, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Suðurhellu 12 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni lóðarhafa um skil lóðar að Suðurhellu 12 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1910111 – Völuskarð 18, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 18 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni lóðarhafa um skil lóðar að Völuskarði 18 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1908017 – Malarskarð 1, umsókn um parhúsalóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 1 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni lóðarhafa um skil lóðar að Malarskarði 1-3 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Fundargerðir

Ábendingagátt