Bæjarráð

18. júní 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3549

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2004377 – Skjalavarsla

      Lögð fram drög að skjalastefnu. Til afgreiðslu.
      Til fundarins mæta Elín S.Kristinsdóttir skjalastjóri og Jón Ingi Þorvaldsson persónuverndarfulltrúi.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að skjalastefnu.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Lagður fram ársreikningur MsH 2019. Nýr framkvæmdastjóri MsH kynntur. Farið yfir yfirlit um framgang verkefna og verkefnaáætlun.

      Til fundarins mæta, Telma Jónsdóttir framkvæmdastjóri MsH og fulltrúa bæjarins í stjórn MsH. Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð þakkar Markaðsstofu Hafnarfjarðar fyrir kynninguna.

    • 2004308 – Stjórnsýsla byggðasamlaga

      Lögð fram úttekt og skýrsla Strategíu sem unnin hefur verið fyrir SSH um skipulag og stjórnarhætti byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.

      Guðrún Ragnarsdóttir og Helga Hlín Hákonardóttir hdl frá Strategíu og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH mæta til fundarins.

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 2006304 – Suðurgata, samfélagsgarður, land í fóstur, umsókn

      Lögð fram umsókn um samfélagsgarð

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við umsóknaraðila í samræmi við umræður á fundinum.

    • 2005525 – Vesturgata 8, lóðarleigusamningur

      Lagður fram lóðarleigusamningur.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2001431 – Vesturgata 8

      Farið yfir tilboð og hugmyndir að starfsemi í Vestugötu 8.

      Bæjarráð felur bæjarrstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

    • 2006181 – Sumarstörf á Úlfljótsvatni 2020, erindi

      Lagt fram bréf frá Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni um sumarstörf handa ungum skátum til starfa á Úlfljótsvatni.

      Bæjarráð vísar erindinu til átaksstarfa 2020.

    • 2006214 – Eskivellir 1, íbúð 0103, kaup

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 1 ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1911724 – Dofrahella 11, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn ER húsa ehf um atvinnuhúsalóðina nr. 11 við Dofrahellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 11. við Dofrahellu verði úthlutað til ER húsa ehf.

    • 1911380 – Malarskarð 2-4, umsókn um lóð, úthlutun,afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 2-4 þar sem óskað er eftir því af afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1912074 – Malarskarð 8-10, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 8-10 þar sem óskað er eftir að því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Lagt fram til kynningar erindisbréf ráðgjafateymis vegna áfalla (RÁS) í Hafnarfirði

    Fundargerðir

    • 2005022F – Hafnarstjórn - 1575

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 3.júní sl.

    • 2006010F – Menningar- og ferðamálanefnd - 350

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.júní sl.

    • 2001038 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ís. sveitarfélaga frá 12.júní sl.

    • 2001036 – Strætó bs, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.maí sl.

    • 1909104 – SORPA bs, eigendafundir, fundargerðir 2019-2020

      Lögð fram 23.fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 2.júní sl.

    • 2001037 – Sorpa bs, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 2.júní sl.

Ábendingagátt