Bæjarráð

2. júlí 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3551

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 2006268 – Hönnunarstaðall, endurskoðun 2020

      Uppfærsla á hönnunarstaðli Hafnarfjarðarbæjar
      Þessa dagana stendur yfir vinna við uppfærslu á hönnunarstaðli Hafnarfjarðarbæjar og þar með á merki bæjarins. Unnið er að uppfærslu á merkinu þannig að það standist tímans tönn því kröfur nútíma miðla eru breyttar og landslagið annað. Mikið af íslenskum stofnunum og fyrirtækjum hafa verið að fara í gegnum sambærilega þróun. Uppfærsla á hönnunarstaðli nær einnig til leturgerðar, lita og til lengri tíma litið útlits á öllu því efni sem Hafnarfjarðarbær sendir frá sér.

      Kynninguna heldur Katla Hrund Karlsdóttir hjá H:N Markaðssamskiptum.

      Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2006627 – Sorpa bs.

      Lagðar fram tillögur sem samþykktar hafa verið af stjórn Sorpub bs. Til afgreiðslu.
      Til fundarins mæta Birkir Jón Jónsson formaður stjórnar, Helgi Þór Ingason framkv.stjóri, Birgir Björn Sigurjónsson, Gyða Sigríður Björnsdóttir og Páll Guðjónsson.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögur 1 og 2 frá Sorpu bs. Bæjarráð samþykkir jafnframt að tillaga 3 verði áfram unnin í samráði við hagaðila. Málinu vísað til viðaukagerðar.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við atkvæðagreiðslu.

    • 1905382 – Skóla- og frístundaakstur

      Kynnt tilboð sem komu í skóla- og frístundaakstur fyrir grunnskóla og frístundaheimili Hafnarfjarðar 2020-2024.

      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda, Hópbíla.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Farið yfir stöðuna. Til umræðu.

      Farið yfir stöðuna.

    • 2005370 – Krýsuvíkurkirkja, land, gjöf

      Lagt fram erindi frá Ríkiseignum f.h. ríkissjóðs Íslands um að afhenda Hafnarfjarðarkaupstað til baka lóð undir Krýsuvíkurkirkju sem gefin var Þjóðminjasafni árið 1964.

      Bæjarráð samþykkir að vinna málið áfram í samræmi við minnisblað bæjarlögmanns.

    • 2001431 – Vesturgata 8

      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að gengið verið að tilboði Otho ehf.

    • 2006309 – Stofnframlag, Þroskahjálp, Vinabær, umsókn um stofnframlag frá Hafnarfjarðarkaupstað

      Lögð fram umsókn Þroskahjálpar, landssamtökum um stofnframlög frá Hafnarfjarðarkaupstað vegna byggingar búsetukjarna að Stuðlaskarði 2-4 fyrir Vinabæ.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn Þroskahjálpar og fagnar um leið að búsetukjarni fyrir Vinabæ sé nú að verða að veruleika.

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, húsnæði

      Lagður fram afnota- og rekstarsamningur við Leikfélag Hafnarfjarðar um afnot af kapellunni í St. Jó. Tillaga um að framlengja samninginn um eitt ár.

      Samþykkt að framlengja afnota- og rekstrarsamning við Leikfélag Hafnarfjarðar um afnot af kapellunni í St. Jó um eitt ár.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Lögð fram svör við fyrirspurnum bæjarfulltrúa Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttir sem lagðar voru fram á fundi bæjarstjórnar 10. júní s.l.

      Guðlaug Kristjánsdóttir þakkar framlögð svör.

    • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

      Lögð fram tímaáætlun starfshópsins með beiðni um að starfshópurinn skili skýrslu sinni í apríl 2021 í stað október 2020.

      Bæjarráð samþykkir breytta tímaáætlun vegna vinnu við húsnæðismál stjórnsýslunnar.

    • 2006129 – Vikurskarð 2,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Dropasteins ehf. um lóðina nr. 2 við Víkurskarð.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að lóðinni Víkurskarði 2 verði úthlutað til Dropasteins ehf.

    • 2005521 – Hverfisgata 52B, lóðarleigusamningur

      Lögð fram drög að lóðarleigusamningi um Hverfisgötu 52B sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning um Hverfisgötu 52B.

    • 2003276 – Skólabraut 5, ósk um stofnun lóðar

      Lagður fram lóðarleigusamningur um Skólabraut 5 sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning um Skólabraut 5.

    • 1908056 – Suðurgata 67, lóðarleigusamningur

      Lagður fram til samþykktar endurnýjaður lóðarleigusamningur um Suðurgötu 67 þar sem lóðin er tilgreind í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir endurnýjaðan lóðarleigusamning um Suðurgötu 67.

    • 2006752 – Víðistaðakirkja, viðhaldsframkvæmdir, umsókn um styrk

      Lagt fram bréf frá formanni sóknarnefndar Víðistaðakirkju dags. 24.júní sl.

      Lagt fram.

    • 1906335 – ÞG verk ehf, skaðabótakrafa vegna útboðs, knatthús í Kaplakrika 2018

      Lögð fram matsskýrsla.

      Lagt fram.

    • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

      Lagður fram dómur héraðsdóms frá 19.júní sl.

      Lagt fram.

    • 1703022 – Hornsteinar gegn Hafnarfjarðarkaupstað, dómsmál, Hamranesskóli hönnun og ráðgjöf

      Lagður fram dómur Landsréttar frá 26. júní s. l.

      Lagt fram.

    • 2006278 – Beiðni sveitarstjórnarráðherra, fasteignaskattsálagning 2021

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna bréfs samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna álagningu fasteignaskatts 2021.

      Lagt fram.

    • 2001110 – Sumarstarf Hafnarfjarðarbæjar 2020

      4. liður úr fundargerð bæjarráðs þann 4. júní sl.

      4. tl. úr fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 27. maí sl.
      “Umsóknir ungmenna 17 ára og yngri í Vinnuskóla Hafnarfjarðar hafa aldrei verið fleiri en nú. Minnisblað lagt fram.
      Ljóst er að umsækjendafjöldi hefur þegar farið fram yfir áætlanir. Til að geta ráðið alla umsækjendur 14-17 ára og haldið þeim í virkni í sumar óskar íþrótta- og tómstundanefnd eftir 69 milljón króna viðauka hjá bæjarráði til að geta staðið undir þeim kostnaði.
      Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur fjölgað sumarstörfum fyrir framhalds- og háskólastúdenta um 250. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að helmingur þeirra starfa flytjist beint til Vinnuskóla Hafnarfjarðar þar sem þeim verður ráðstafað sem flokkstjórar yfir unglingum og til íþrótta- og tómstundafélaga vegna aukinni umsvifa þar vegna námskeiða og sumarverkefna.”

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir á fundinn.
      Bæjarráð samþykkir að allir umsækjendur á aldrinum 14-17 ára fái sumarstarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Breytingu á fjárhagsáætlun er vísað til næstu viðaukagerðar.

      Bæjarráð samþykkir að Vinnuskóli Hafnarfjarðar fái úthlutað allt að 120 auka sumarstörfum fyrir framhalds- og háskólastúdenta. Verði þeim störfum ráðstafað sem flokkstjórum og til íþrótta- og tómstundafélaga vegna aukinna umsvifa þar vegna námskeiða og sumarverkefna. Er ráðstöfunin í samræmi við aðgerðaáætlun bæjarstjórnar vegna áhrifa COVID-19.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram meðf. fyrirspurnir.

    • 2003209 – Flatahraun, hringtorg við Skútahraun

      4. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs þann 30. júní sl.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 7.4. s.l. var samþykkt að unnið yrði breytt deiliskipulag fyrir Flatahraun, hringtorg við Skútahraun og að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. laga nr. 123/2010. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi svæðisins.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnfram vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1909118 – Hlíðarbraut 10, þétting byggðar

      5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs þann 30. júní sl.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. mars. s.l. var samþykkt að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna lóðanna við Hlíðarbraut 10 og Suðurgötu 41. Erindið var staðfest í bæjarstjórn þann 18. mars. Tillagan ásamt fylgigögnum var auglýst frá 23.04-04.06.2020. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að útlitsteikningar og skilmálar verði lagðar fyrir ráðið og kynntar íbúum.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

      6. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs þann 30. júní sl.

      Tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Hjallabraut vegna breyttrar landnotkunar hefur verið auglýst. Frestur til að skila inn athugsemdum var framlengdur til 2. júní. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda á fundi sínum þann 16. júní s.l. Jafnframt lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
      Umhverfis- og skipulagssviði falið að svara framlagðri fyrirspurn.

      Frestað til næsta fundar.

    • 2005169 – Fyrirspurnir

      9. liður úr fundargerð bæjarráðs þann 4. júní sl.

      Lagt fram svar við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 20. maí s. l.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.
      Lagt fram.

      Fulltrúar Samfylkingar, Miðflokks, Viðreisnar og Bæjarlista þakka framlögð svör og óska bókað.
      Á fundi bæjarráðs þann 22. apríl var tekin til afgreiðslu tillaga um að hafinn yrði undirbúningur að sölu hlutabréfa Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Tveimur dögum síðar, þann 24. apríl var undirritaður ráðgjafarsamningur um fyrirhugaða sölu við Kviku banka án þess að það væri kynnt eða rætt á fundinum, eða bæjarráðsfulltrúum tilkynnt þar um. Það hefur því augljóslega verið gengið hratt til verks og einsýnt að ekki þurfti mikinn undirbúning að samningsgerðinni.
      Það hefur hins vegar tekið drjúgan tíma að svara framlögðum fyrirspurnum sem lagðar voru fram í bæjarráði þann 20. maí sl. Svörin voru ekki birt bæjarráðsfulltrúum fyrr en eftir kl. 22:00 að kvöldi þess 3. júní fyrir fund ráðsins í dag, þann 4. júní, sem hófst kl. 8:15. Þetta er því miður ekki einsdæmi og er hér því gerð formlega athugasemd við það að fulltrúar fái ekki nægan tíma til undirbúnings.
      Í framlögðum svörum kemur fram áhersla á að málið gangi hratt fyrir sig og eru gefnar fyrir því tvær ástæður. Í fyrsta lagi sú að hætta sé á að annað sveitarfélag verði fyrra til við sölu á sínum hlut sem myndi binda hlut Hafnarfjarðarbæjar til lengri tíma. Hins vegar er það talið óvíst að tími hefði unnist til að setja af stað alla þá verkferla sem alla jafna eru viðhafðir svo viðskiptin geti klárast fyrir sumarleyfi.
      Undirrituð leyfa sér að gagnrýna harðlega þau vinnubrögð að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ætli að taka ákvörðun um og hugsanlega ganga frá sölu á hlut bæjarins í HS Veitum á einungis nokkrum vikum frekar en fylgja hefðbundnum verkferlum sem tilgreindir eru í framlögðum svörum á þeim forsendum að það geti tafið málið til hausts. Þá er einnig gagnrýnt að upplýsingar um áætlað umfang samningsins hafa verið teknar út og upplýsingum um söluprósentu haldið leyndri fyrir almenningi.
      Í ljósi þess hraða sem einkennir málið allt, gefa upplýsingar sem fram koma í lið b. framlagðra svara um að sérfræðingar Kviku banka hafi vitneskju um fjárfesta sem hafi áhuga, vilja og burði til þess að kaupa hluta í fyrirtækinu einnig tilefni til að spyrja hvort vitneskja um áhugasama kaupendur hafi legið fyrir um einhvern tíma.
      Undirrituð óska því svara við eftirfarandi og að þau verði lögð fram tímanlega fyrir næsta fund bæjarráðs:
      – Liggur fyrir vitneskja um áhugasama kaupendur að hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum?
      – Ef svo er, hversu lengi hefur sú vitneskja legið fyrir? Nánar tiltekið, lá sú vitneskja fyrir áður en meirihluti bæjarráðs samþykkti þann 22. apríl sl. að hafinn yrði undirbúningur að sölu hlutabréfa Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum?
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sigurður Þ. Ragnarsson
      Árni Stefán Guðjónsson
      Birgir Örn Guðjónsson

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
      Visað er á bug dylgjum og útúrsnúningum minnihlutans vegna málsins. Eins og fram kemur í svörum við fyrirspurnunum er sveitarfélaginu heimilt að ganga til viðræðna við ráðgjafa án útboðsferlis vegna fjármálaþjónustu sem þessarar sbr. lög um opinber innkaup nr. 120/2016 gera ráð fyrir. Mikilvægt þótti að fá fram tilboð í hlutinn fyrir sumarleyfi en svo tekur við tími til að vega og meta tilboðin sem berast, enginn flýtir er því í sölunni sjálfri eins og ýjað er að. Vegna viðskiptalegra sjónarmiða er söluþóknun ekki gefin upp á þessu stigi máls, eins og alla jafna er í sambærilegum málum, enda kemur ekki til neinnar þóknunar nema af sölu verði.
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar óska því til samanburðar á meðferð sambærilega mála hjá sveitarfélaginu að teknar verði saman allar upplýsingar um tilurð og kostnað við ráðgjafasamninga sem gerðir voru vegna lögfræðilegrar ráðgjafar í söluferli HS-Orku frá árinu 2009 og endurfjármögnunar lána bæjarsjóðs árið 2013.
      Svar við viðbótarfyrirspurnum er eftirfarandi: Í gangi er opið söluferli sem auglýst hefur verið opinberlega og er svarið við fyrirpurninni því einfaldlega: Nei.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir skýrari svörum við fyrirspurn sem ég lagði fram í bæjarráði þann 20. maí sl. Nánar tiltekið er það fyrirspurn um það hvenær ákvörðun var tekin um að fela Kviku banka að selja eignarhlut bæjarins í HS Veitum.

      Svör við fyrirspurnum mínum voru lögð fram á fundi bæjarráðs þann 4. júní sl. Þessari spurningu var ekki svarað en nokkuð ítarlega var farið yfir það hvers vegna gengið var til samninga við Kviku banka frekar en aðra.
      Í fyrirspurn minni var einnig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast samningagerðinni og skýrt geta tilurð þess að samið var við Kviku.

      Upplýsingar sem mér hafa borist sýna að samningaviðræður um sölu á hlut bæjarins í HS Veitum við Kviku banka hófust þó nokkru áður en ákvörðun var tekin um að hefja söluferli á hlutnum á bæjarráðsfundi þann 22. apríl og einnig áður en málið var fyrst nefnt við bæjarráðsfulltrúa á undirbúningsfundi þann 20. apríl. Þá er einnig ljóst að samningurinn við Kviku banka var tilbúinn áður en bæjarráðsfulltrúar fengu nokkrar upplýsingar um málið, eða um miðjan apríl.

      Það er því ljóst að öll gögn sem tengjast samningagerðinni voru EKKI lögð fram sem hluti af svörum við mínum fyrirspurnum (skjal dags. 3. júní sl.).
      Við þetta geri ég alvarlegar athugasemdir.

      Í ljósi þessa fer ég fram á að öll samskipti við Kviku banka verði lögð fram.
      Þá fer ég einnig fram á skýringar á því hvers vegna þetta kom ekki fram í svörum við fyrirspurnum mínum.
      Sömuleiðis fer ég fram á skýr svör varðandi það hvenær hugmyndin um sölu á hlut bæjarins í HS Veitum kom fyrst fram og hvenær nákvæmlega þreifingar við Kviku banka hófust?

      Adda María Jóhannsdóttir

      Bæjarstjóri leggur fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarstjóri vísar því á bug að samningur hafi verið gerður við Kviku áður en söluferlið var samþykkt í bæjarráði.
      Ákvörðun um að fara í söluferli og að semja við Kviku var tekin að vel íhuguðu máli að undangengnum samskiptum aðila þar að lútandi, en fyrirtækið hafði séð um sölu á hlut í HS-veitum nokkrum mánuðum áður og þekkti því félagið afar vel og allan grundvöll fyrir hugsanlegu söluferli. Endanleg ákvörðun um að fara í söluferlið var síðan tekin í bæjarráði, eftir að hafa kannað grundvöll þess að fara í sölu á þessum tímapunkti, lagt mat á getu Kviku til þess að ná góðri niðurstöðu fyrir Hafnarfjörð og að samið væri þannig að tryggt væri að áhætta bæjarins væri lágmörkuð, m.a. með því að bærinn gæti dregið sig út úr ferlinu án kostnaðar.
      Það hefði verið mun ábyrgðarlausara að leggja það fyrir bæjarráð að samþykkja að fara í söluferli áður en fyrir lægi að grundvöllur væri fyrir að fara í slíka vegferð. Samantekt á tölvupóstsamskiptum starfsmanna bæjarins og fulltrúa Kviku, vegna undirbúningsvinnu málsins, voru einfaldlega ekki tilbúin á þeim tíma þegar önnur svör við fyrirspurninni voru lögð fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt