Bæjarráð

16. júlí 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3552

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varamaður
  • Birgir Örn Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 1909118 – Hlíðarbraut 10, þétting byggðar

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.júní sl. Afgreiðslu frestað á fundi bæjarráðs 2.júlí sl. Tekið fyrir að nýju.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. mars. s.l. var samþykkt að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna lóðanna við Hlíðarbraut 10 og Suðurgötu 41. Erindið var staðfest í bæjarstjórn þann 18. mars. Tillagan ásamt fylgigögnum var auglýst frá 23.04-04.06.2020. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að útlitsteikningar og skilmálar verði lagðar fyrir ráðið og kynntar íbúum.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hlíðarbraut 10 og Suðurgötu 41. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.

      Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun: Fyrirhuguð uppbygging við Hlíðarbraut 10 er á reit þar sem nú stendur bygging sem áður hýsti leikskólann Kató og var lokað á seinasta kjörtímabili þrátt fyrir mótmæli. Eins og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað bent á er mikill skortur á leikskólaplássum í hverfinu sem mikilvægt er að bregðast við. Núverandi meirihluti hyggur á uppbyggingu á nokkrum reitum í þessu sama hverfi án þess að nokkur skref hafi verið tekin að því að byggja þar upp nýjan leikskóla. Undirrituð minnir á að við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innnviðum og eflingu nærsamfélags eins og m.a. kemur fram í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem finna má á vef Skipulagsstofnunnar. Á meðan ekki er hugað að þeim mikilvægum innviðum sem leikskólar eru getur undirrituð ekki stutt við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hverfinu og situr hjá við afgreiðsluna.

    • 1808180 – Fornubúðir 5, skipulagsbreyting

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.júní sl.
      Lagt fram erindi Batterí arkitekta dags. 23.06.2020, f.h. lóðarhafa þar sem farið er fram á breytingu á greinargerð gildandi deiliskipulags.
      Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi og samþykkir skipulags- og byggingarráð að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 13. júlí sl.
      Lagt fram erindi Batterí arkitekta dags 23. júní 2020 f.h. lóðarhafa þar sem farið er fram á breytingu a´reinargerð gildandi deiliskipulags.
      Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi ósk um breytingu á greinargerð gildandi skipulags þar sem vísað er til skilgreiningar um landnotkun í gr. 6.2, lið b í Skipulagsreglugerð og tekur undir bókun skipulags- og byggingarráðs. Hafnarstjórn samþykkir jafnframt að málsmeðferð verði í samræmi við 2. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins

      Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga sem hefur fengið umræðu og afgreiðslu í skipulags- og byggingaráði og hafnarstjórn:
      Deiliskipulagsbreytingin sem hér er sótt um felst í að 5. setning í gildandi greinargerð með deiliskipulaginu sem hljóðar eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og öryggismálum sjófarenda auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.“
      Hljóðar eftir breytingu deiliskipulagsins eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir starfsemi sem fellur undir landnotkunina Miðsvæði (M) eins og hún er skilgreind í grein 6.2, lið b. í Skipulagsreglugerð.“
      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir ofangreinda tillögu. Hér er um að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Fornubúðir 5.

    • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.júní sl. Afgreiðslu frestað á fundi bæjarráðs 2.júlí sl.Tekið fyrir að nýju.
      Tillaga að aðalskipulagsbreytingu við Hjallabraut vegna breyttrar landnotkunar hefur verið auglýst. Frestur til að skila inn athugsemdum var framlengdur til 2. júní. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda á fundi sínum þann 16. júní s.l. Jafnframt lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga. Erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
      Umhverfis- og skipulagssviði falið að svara framlagðri fyrirspurn.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi við Hjallabraut.

      Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun: Undirrituð setur sig ekki upp á móti þróun íbúabyggðar á umræddu svæði við Hjallabraut en minnir á að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa sett ákveðna fyrirvara við kynnt deiliskipulag einkum hvað varðar umferð gangandi vegfarenda. Ekki er hægt að horfa framhjá þeim fjölda undirskrifta sem safnast hafa gegn umræddri breytingu og miðast margar við það að þetta vinsæla útivistarsvæði verði ekki skert. Í ljósi þess er mikilvægt að samhliða uppbyggingu við Hjallabraut verði áhersla lögð á frekari þróun Víðistaðatúns sem útivistasvæðis og sömuleiðis að gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda að svæðinu verði tryggt.

    • 2004153 – Suðurgata 40, breyting á deiliskipulagi

      6.liður frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingafulltrúa þ. 2.júlí sl.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21. apríl sl. var lóðarhafa Suðurgötu 40 heimiluð gerð tillögu að deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað og að hún skyldi auglýst í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Tillagan var grenndarkynnt frá 26.5.-29.6.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarráðs til staðfestingar.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Suðurgötu 40.

    • 2005580 – Hraunhvammur 8, fyrirspurn

      18.liður frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingafulltrúa þ. 24.júní sl.
      Þann 28. maí sl. leggur Gunnar M. Arnarson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að stækka lóð út mót bæjarlandi. Með erindinu fylgir skissa er sýnir fyrirhugaða stækkun.

      Erindinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. Sjá umsögn arkitekts.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins

      Bæjarráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun að uppfylltum þeim ábendingum sem fram koma í umsögn arkitekts.

    • 2007453 – Reykjanesbraut 201, lóðarleigusamningur

      Lagður fram lóðarleigusamningur við Ökuskóla 3 sem gerður er í samræmi við deiliskipulag.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Lagðar fram tillögur frá Framkvæmdanefnd um uppbyggingu á athafnasvæði Hestamannafélags Sörla til bæjarráðs um kostnaðarskiptingu á milli sveitarfélagsins og Sörla, framlag Sörla og skiptingu eignarhluta eftir uppbyggingu.

      Bæjarráð þakkar góða vinnu framkvæmdanefndar og sú vinna mun halda áfram. Bæjarráð samþykkir jafnframt tillögu að kostnaðarskiptingu og að hafin verði undirbúningur útboðs á fullhönnun.

    • 1908561 – Jafnlaunavottun

      Hafnarfjarðarkaupstaður fékk skírteini um jafnlaunavottun 2017. 19. maí 2020 var gerð úttekt á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins, tilgangur úttektar var að framkvæma viðhaldsúttekt og endurútgefa vottorð fyrir jafnlaunakerfi sveitarfélagsins.

      Skírteini hefur verið endurnýjað.

      Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsvið sat fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð lýsir yfir ánægju með niðurstöðu úttektarinnar sem staðfestir að jafnlaunakerfi bæjarfélagsins er virkt og hannað til að jafnréttis sé gætt við launasetningar. Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið í landinu sem fær slíka vottun endurnýjaða. Bæjarráð samþykkir jafnframt að unnið verði að áframhaldandi vottun fyrir bæjarfélagið.

      Áheyrnafulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Viðreisnar fagnar því sérstaklega hversu vel hefur tekist í þessu mikilvæga máli. Hafnarfjarðarbær sýnir og sannar mikilvægi jafnlaunavottunar.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      8.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1.júlí sl.
      Tekið fyrir að nýju. Jón Ingi Þorvaldsson persónuverndarfulltrúi mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til bæjarráðs að móta stefnu um öryggisvöktun á opnum svæðum.

      Bæjarráð samþykkir að fela stjórnsýslusviði að móta tillögu að stefnu um öryggisvöktun á opnum svæðum í sveitarfélaginu.

    • 1810299 – Bæjarbíó, stjörnur íslenskrar tónlistar, erindi

      Lögð fram tillaga Bæjarbíós slf að nýju útliti “stjörnur íslenskrar tónlistar”.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bæjarbíós slf.

    • 2007451 – Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, verkstæðishús, erindi

      Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar um niðurfellingu á gatnagerðargjaldi, byggingarleyfisgjaldi og gjöldum byggingarfulltrúa

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið.

    • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

      Lagt fram til samþykktar samkomulag um þróun og uppbyggingu við Hraunbyggð ehf vegna lóðanna Hjallahrauns 2 og 4, 4a og Reykjavíkurveg 60 og 62.

      Áheyrnafulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu: Viðreisn óskar eftir því að málinu verði vísað til skipulags og byggingaráðs til faglegrar umfjöllunar.

      Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði með tilögunni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra greiðir atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um þróun og uppbyggingu við Hraunbyggð ehf. vegna lóðanna Hjallahrauns 2 og 4, 4a og Reykjarvíkurveg 60 og 62. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun: Samningsmarkmiðin voru samþykkt í bæjarráði 17. janúar 2019 eftir ítarlegan og faglegan undirbúning. Samningurinn sem nú hefur verið samþykktur er í fullu samræmi við þau markmið sem þar koma fram.

      Áheyrnafulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Viðreisnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna í málinu. Samkomulag þetta innifelur þætti sem ekki hafa fengið faglega umfjöllun skipulags og byggingaráðs eins og upptöku innviðagjalds, einnig er fyrirhugað að víkja frá ríkjandi gjaldskrá en gatnagerðagjald er það sama óháð húsagerð. Margt er óljóst í þessu samkomulagi eins og staðsetning grunnskóla, leikskóla og grænna svæða, einnig á eftir að kostnaðarmeta framkvæmdir bæjarins en slíkt kostnaðarmat er lykilatriði þegar að samningum um innviðagjald . Þetta samkomulag fjallar með beinum hætti um gerð deiliskipulags og á því heima í skipulags og byggingaráði.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun: Þrátt fyrir að styðja hugmyndir um þéttingu byggðar við Hraunin hafa fulltrúar Samfylkingarinnar ekki stutt það deiliskipulag sem samkomulag þetta byggir á. Undirrituð situr því hjá við afgreiðslu samkomulagsins.

    • 1905382 – Skóla- og frístundaakstur

      Lagður fram samningur við Hópbíla sem voru lægstbjóðendur í útboði um skóla- og frístundaakstur 2020 til 2024.

      Engar athugasemdir komu á kærufresti.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að gengið verði frá samningi við Hópbíla hf. vegna skóla- frístundaaksturs í bæjarfélaginu.

    • 2001110 – Sumarstarf Hafnarfjarðarbæjar 2020

      Lagt fram svar við fyrirspurn frá 2.júlí sl.

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Í þeim kemur fram að fleiri umsóknir hafi borist um sumarstörf hjá bænum í ár samanborið við sama tíma í fyrra. Sumarið 2019 var hlutfall ráðninga 89% en er nú í júlíbyrjun 2020 85%. Yfirlit yfir aldursdreifingu sýnir að sami fjöldi 18 ára og eldri hefur fengið starf á vegum bæjarins og sumarið 2019. Í hópi 18-19 ára ungmenna hafa rétt um 50% þeirra sem sóttu um fengið sumarvinnu hjá sveitarfélaginu og óljóst hvort þau hafi fengið aðra vinnu. Undirrituð lýsir vonbrigðum með þessa stöðu. Í ljósi aðstæðna er áhyggjuefni að svo stórt hlutfall ungmenna, einkum í hópi 18-19 ára hafi ekki fengið sumarvinnu hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem gera má ráð fyrir að atvinnumöguleikar þessa hóps séu almennt minni þetta sumarið vegna samdráttar í tengslum við kórónaveirufaraldur.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:
      Fram kom hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa að öll ungmenni 18 ára og eldri geta fengið vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ uppfylli þau skilyrði sem sett eru. Stærstum hluta þeirra, sem ekki fengu vinnu fyrst í vor, hefur síðan verið boðin störf hjá bænum eftir að bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. maí sl. auka fjárveitingu til sumarstarfa. Ástæðan er því ekki skortur á fjármagni til átaksverkefnisins.

    • 2007447 – Verslunarmiðstöðin Fjörður, ósk um samstarf, erindi

      Lagt fram erindi frá 220 Firði ehf. um samstarf.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn 220 Fjarðar ehf.

    • 2007419 – Sléttuhlíð A1, lóðarleigusamningur

      Endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við deiliskipulag.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2005379 – Undirskriftasöfnun, tilkynning, HS Veitur

      Undirskritasöfnun lauk 13. júlí s. l.

      Þjóðskrá er nú að yfirfara hvort allar undirrskriftirnar séu gildar.

      Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá þá skrifuðu 1.539 einstaklingar sig á rafræna listann og 59 einstaklingar skrifuðu undir á pappír alls 1.598 einstaklingar. Þjóðskrá er nú að yfirfara hvort allar undirskriftir séu gildar.

    • 1906335 – ÞG verk ehf, skaðabótakrafa vegna útboðs, knatthús í Kaplakrika 2018

      Lögð fram stefna, ÞG verktakar ehf gegn Hafnarfjarðarkaupstað

    Fundargerðir

Ábendingagátt