Bæjarráð

27. ágúst 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 3554

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2005324 – Rekstrartölur 2020

      Rekstrartölur jan.-maí lagðar fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Lagður fram viðauki nr. II.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mæta til fundarins.
      Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Viðauki II lagður fram og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 2005180 – Samgöngusáttmáli

      Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur hjá SSH mæta til fundarins.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra SSH, þar sem fram kemur tillaga um að bæjarráð samþykki að Hafnarfjarðarkaupstaður taki þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Garðabæjar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggi félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 128.817,- í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í félaginu eða 3,22%.
      Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Hafnarfjarðarkaupstaður innir af hendi kr. 128.817,- með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
      Þá er til samræmis við framangreint lagt til að bæjarráð samþykki stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl, og feli bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Bæjarráð samþykkir að Hafnarfjarðarkaupstaður taki þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Garðabæjar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggi félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 128.817,- í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í félaginu eða 3,22%.
      Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Hafnarfjarðarkaupstaður innir af hendi kr. 128.817,- með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
      Þá er til samræmis við framangreint lagt til að bæjarráð samþykki stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl, og feli bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Bæjarráð samþykkir tillöguna með atkvæðum fulltrúa meirihluta og Samfylkingarinnar en fulltrúi Miðflokksins greiðir atkvæði á móti og leggur fram svohljóðandi bókun:
      Sú vegferð sem verið er að hefja hér er algjör óvissuför þar sem gengið er út frá því að fjórföldun verði í notkun almenningssamgangna eða úr 4% í 16% sem þýðir að þá á eftir að koma 84% umferðarinnar um þessa einstíga sem bílum verður ætlað að aka um, eða eins og segir í frumdrögum um fyrsta áfanga Borgarlínu: „Almennar akstursakreinar eru í flestum tilfellum ein í hvora átt.“. Þá liggur ekki fyrir sundurliðuð kostnaðaráætlun um Borgarlínu. Vegna þessara mjög svo margra óvissuþátta er fulltrúi Miðflokksins á móti þessari för.

      Áheyrnarfulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans styðja samþykkt um stofnun félagsins Betri samgöngur ohf.

    • 1701108 – Rimmugýgur, húsnæðismál

      Lagður fram afnota- og samstarfssamningur við Rimmugýgi. Til afgreiðslu.
      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afnota- og rekstrarsamning við víkingafélagið Rimmugýgi.

    • 1801574 – Stjórnsýsla sveitarfélaga, eftirlitshlutverk, samningar, erindi

      Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:
      Ráðuneytið hefur lokið frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, sem stofnað var til með vísan til eftirlitshlutverks þess með stjórnsýslu sveitarfélaga. Tilgangur athugunarinnar var að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga sveitarfélaga og leggja mat á hversu vel samningarnir samræmast þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum.

      Lagðar fram leiðbeiningar ráðuneytisins til sveitarfélaga um almenn sjónarmið sem gilda um samvinnu þeirra, form samvinnu og lagakröfur sem gerðar eru til slíkra samninga.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2008433 – Norðurhella 1, lóð fyrir dreifistöð HS Veitna hf

      Lögð fram beiðni Festa fasteigna ehf og HS Veitna hf um að stofnuð verði lóð út úr lóð Festa fasteigna hf nr. 1 við Norðurhellu fyrir dreifistöð HS Veitna hf.

      Stofnuð verði sérstök lóð sem yrði úthlutað til HS Veitna hf, lóðina þarf að stækka sbr. meðfylgjandi uppdrátt.

      Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða beiðni og lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir nýrri lóð úr Norðuhellu 1 og stækkun og breytingu á lóðarmörkum.

    • 2007646 – Hringhamar 7

      Lögð fram beiðni Drauma ehf og Draumar hús ehf um að lóðarhafi verði Draumar hús ehf í stað Drauma ehf á lóðinni nr. 7 við Hringhellu.

      Bæjarráð samþykkir að lóðarhafi lóðarinnar nr. 7 við Hringhamar verði Draumar hús ehf í stað Drauma ehf.

    • 2008623 – Eskivellir 11, íbúð 0204, kaup

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 11 ásamt söluyfirliti. Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar 0204 að Eskivöllum 11.

    • 2008354 – Tinnuskarð 7,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Þórhalls Björnssonar og Hörpu Einarsdóttur um lóðina nr. 7 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 7 við Tinnuskarð verði úthlutað til Þórhalls Björnssonar og Hörpu Einarsdóttur.

    • 2008386 – Nónhamar 1,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Bjargs íbúðafélags hses um lóðina nr. 1 við Nónhamar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Nónhamar verði úthlutað til Bjargs íbúðafélags hses.

    • 2008387 – Hringhamar 2, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Bjargs íbúðafélags hses um lóðina nr. 2 við Hringhamar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Hringhamar verði úthlutað til Bjargs íbúðafélags hses.

    • 1912354 – Búðahella 8 og Dofrahella 13,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Búðahellu og nr. 13 við Dofrahellu. Umsækjandi Linde Gas ehf

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 8 við Búðahellu og lóðinni nr. 13 við Dofrahellu verði úthlutað til Linde Gas ehf.

    • 1903545 – Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting

      Lögð fram beiðni frá formanni hópsins um heimild fyrir allt að 10 fundum til viðbótar og að skil lokaskýrslu verði 31. maí 2021

      Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni um heimild fyrir allt að 10 fundum til viðbótar og að skil lokaskýrslu verði 31. maí 2021.

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar

      Lögð fram fyrirspurn frá áheyrnafulltrúa Viðreisnar
      1. Hvenær má vænta þess að lögð verði fram tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn Hafnarfjarðar, sem Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið taldi nauðsynlegar, sbr. bréf ráðuneytisins frá 18. september 2019?
      2. Hvers vegna hefur nýleg fyrirspurn ráðuneytisins til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um stöðu mála ekki verið lögð fram í bæjarstjórn?
      3. Hefur fyrirspurn ráðuneytisins um stöðu mála verið svarað?
      4. Hefur meirihlutinn ekki hugleitt að bregðast við og gera úrbætur á þeirri stöðu sem uppi er og hefur leitt til ógildingar á ákvörðunum sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála nr. 44/2019 (Gráhelluhraun)?

      Lagt fram.

    • 2008641 – Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2020

      Lagt fram fjarfundarboð á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 2020 sem verður 15. september nk.

    Fundargerðir

Ábendingagátt