Bæjarráð

8. október 2020 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3557

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2005324 – Rekstrartölur 2020

      Rekstrartölur jan.-ágúst lagðar fram.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mæta til fundarins.

      Til umræðu.

    • 2009517 – Fasteignaskattur, afsláttur til tekjulágra einstaklinga eða fjölskyldna á komandi fjárhagsári 2021

      Lögð fram umsögn bæjarlögmanns.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs sátu fundinn undir þessum lið.

      Lögð fram umsögn bæjarlögmanns.

      Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Miðflokksins þakkar bæjarlögmanni fyrir vinnu við greinargerðina. Niðurstaða hennar sýnir að lagabreytinga er þörf enda lögin komin til ára sinna. Með 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 felst ákveðin mismunun gagnvart lágtekjufólki sem fellur innan sama tekjuramma sem veitir elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af fasteignasköttum.

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri fer yfir stöðu mála.

      Farið yfir stöðu mála.

    • 2004407 – HS Veitur hf

      Til umræðu

      Til umræðu.

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar

      Lagt fram til kynningar.

      Til umræðu.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Farið yfir stöðuna.

      Farið yfir stöðuna.

    • 2009351 – Drangsskarð 15, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn um lóðina nr. 15 við Drangsskarð. Umsækjandi Húsvirki hf.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Drangsskarði 15 verði úthlutað til Húsvirkis hf.

    • 2009639 – Drangskarð 17, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Stefáns Más Gunnlaugssonar og Lilju Kristjánsdóttur um lóðina nr. 17 við Drangsskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Drangsskarði 17 verði úthlutað til Stefáns Más Gunnlaugssonar og Lilju Kristjánsdóttur.

    • 2009213 – Tinnuskarð 3, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Kristófers Sigurðssonar og Dagnýjar Bjarkar Gísladóttur um lóðina nr. 3 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 3 verði úthlutað til Kristófers Sigurðssonar og Dagnýjar Bjarkar Gísladóttur.

    • 2003051 – Malarskarð 12-14, lóðarumsókn,úthlutun,skila lóð

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 12 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir skil lóðar að Malarskarði 12-14 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Fundargerðir

Ábendingagátt