Bæjarráð

17. desember 2020 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3564

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Ingólfsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017.

      Ása B. Sandholt lögmaður og Ólafur Heiðar Harðarson mannauðsráðgjafi mæta til fundarins.

      Bæjarráð felur jafnréttisteymi að kalla eftir þeim upplýsingum sem fram koma í kynningunni hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa.

    • 2012118 – Framfaravogin

      Kynning.

      Rósbjörg Jónsdóttur og Gunnar Haraldssyni kynna Framfaravogina.

      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsvið mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2009454 – Stytting vinnuvikunnar, kjarasamningar 2020

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.des. sl.
      Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra um framkvæmd styttingu vinnuviku 1. janúar 2020 í samræmi kjarasamninga 2020.
      Farið yfir minnisblað mannauðsstjóra þar sem fram koma tillögur um styttingu vinnuvikunnar og skipulag vinnutíma í nærumhverfi sem samþykkt hefur verið af starfsmönnum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

      Farið yfir minnisblað mannauðsstjóra þar sem fram koma tillögur um styttingu vinnuvikunnar og skipulag vinnutíma í nærumhverfi sem samþykkt hefur verið af starfsmönnum. Bæjarráð staðfestir útfærslur starfsmanna um styttingu vinnuvikunnar á starfsstöðvum í samræmi við kjarasamninga 2020.

    • 2012125 – ÍBH, íþróttafélög, stuðningur

      Lagt fram erindi frá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar dags. 3.desember sl. þar sem óskað er eftir stuðningi við íþróttafélögin í Hafnarfirði.

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mæta til fundarins.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að rýna úrræði stjórnvalda og útfæra stuðningskerfi vegna framkomins erindis. Afgreiðslu frestað.

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Kynnt drög að lokaskýrslu.

      Kári Eiríksson fulltrúi í starfshópnum mætir til fundarins

      Lagt fram til kynningar.

    • 2011331 – Strandgata 9, fyrirspurn

      Kynnt tillaga að uppbyggingu við Strandgötu 9.

      Kári Eiríksson arkitekt mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1802305 – Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur

      Lagt fram erindi frá SSH dags. 8. desember sl., uppbygging á skíðasvæðunum.

      Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Magnús Árnason forstöðumaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð vísar framlögðum viðauka nr. II við “Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018?, til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 2012315 – Sveitarfélög, stafrænt ráð

      Lagt fram erindi frá SSH til efnislegrar umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.

      Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Áslaug Hulda Jónsdóttir fulltrúi í SSH í stafrænu ráði sveitarfélaga mæta til fundarins.

      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2011571 – Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað

      Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 2001388 – Fornubúðir 3

      Lagt fram samkomulag við eigenda Fornubúða 3 vegna uppgjör bóta vegna bruna. Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

      Lagður fram tölvupóstur frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 11.desember sl. um uppbyggingu á “gamla” Sólvangi.

      Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að leggja 120 m.kr. til stofnkostnaðar umrædds þróunarverkefnis á gamla Sólvangi. Nýsamþykkt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 250 m.kr. í endurbætur á húsnæðinu og því ljóst að framkvæmdir munu hefjast strax á næsta ári.

    • 2010298 – Heilbrigðiseftirlitssvæði

      Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 14.desember sl. ásamt drög að reglugerð um eftirlitssvæði.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður í samræmi við óskir ráðuneytisins í framlögðu bréfi.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      7.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.desember sl. Tekið fyrir að nýju.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar framkomið svar Vegagerðarinnar vegna beiðni ráðsins um kostnaðar og áhættumat vegna syðri hluta Bláfjallavegar (417-02) og Leiðarendavegar (402-01).
      Framkomin gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi telur umhverfis- og framkvæmdaráð mikilvægt að árétta að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar hér með ósk um kostnaðarmat vegna syðri hluta Bláfjallavegar(417-02) og Leiðarendavegar(402-01).
      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar svari Vegagerðarinnar til bæjarráðs.

      Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og vísar málinu til bæjarstjórnar.

    • 2012177 – Kaplahraun 18, fasteignagjöld, erindi

      Lagt fram erindi um niðurfellingu eða lækkun fasteignagjalda frá Óskabörn Óðins MC Iceland, Kaplahrauni 18.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarlögmanns á framkomnu erindi frá Óskabörnum Óðins MC Iceland.

    • 2012090 – Hólshraun 9, breyting á lóð

      Lögð fram beiðni um lóðarstækkun.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin.

    • 2012119 – Völuskarð 26, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Guðmundu Vilborgar Jónsdóttur og Sigfúsar Arnar Sigurðssonar um lóðina nr. 26 við Völuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Völuskarð 26 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Jóns Valbergs Sigurjónssonar og Gundega Jaunlinina.
      Umsækjendur tilnefndu sem varalóð Völuskarð 24. Önnur umsókn er um þá lóð og er dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Guðmundu Vilborgar Jónsdóttur og Sigfúsar Arnar Sigurðssonar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 24 verði úthlutað til Guðmundu Vilborgar Jónsdóttur og Sigfúsar Arnar Sigurðssonar

    • 2012091 – Völuskarð 26, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Jóns Valbergs Sigurjónssonar og Gundega Jaunlinina um lóðina nr. 26 við Völuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Völuskarð 26 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Jóns Valbergs Sigurjónssonar og Gundega Jaunlinina. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 26 verði úthlutað til Jóns Valbergs sigurjónssonar og Gundega Jaunlinina.

    • 2012120 – Völuskarð 24, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Viktor Tyscenko Viktorson og Sylvíu Þ. Hilmarsdóttur um lóðin nr. 24 við Völuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Völuskarð 24 og var því dregið á milli. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Guðmundu Vilborgar Jónsdóttur og Sigfúsar Arnar Sigurðssonar.

    • 2012249 – Hádegisskarð 26, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn Bjarnýjar Bjargar Arnórsdóttur og Harðar Más Harðarsonar um lóðina nr. 26 við Hádegisskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Hádegisskarð 26 og er því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Bjarnýjar Bjargar Arnórsdóttur og Harðar Más Harðarsonar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 26 verði úthlutað til Bjarnýjar Bjargar Arnórsdóttur og Harðar Más Harðarsonar.

    • 2012271 – Hádegisskarð 26 og 31, umsókn um lóð

      Lögð fram umókn Hamrabergs ehf um lóðirna nr. 26 og 31 við Hádegisskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina Hádegisskarð 26 og er því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Bjarnýjar Bjargar Arnórsdóttur og Harðar Más Harðarsonar. Umsækjendur tilgreindu varalóðir Drangsskarð 13 og Hádegisskarð 22.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum Drangsskarði 13 og Hádegisskarði 22 verði úthlutað til Hamrabergs ehf.

    • 2011423 – Völuskarð 21, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Jóhanns Ögra Elvarssonar, Rutar Helgadóttur, Birgis Kristjánssonar og Kristínar Erlu Þórisdóttur um lóðina nr. 21 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Völuskarð 21 verði úthlutað til Jóhanns Ögra Elvarssonar, Rutar Helgadóttur, Birgis Kristjánssonar og Kristínar Erlu Þórisdóttur.

    • 2012061 – Malarskarð 18-20, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn HSO bygg ehf. um lóðina nr. 18-20 við Malarskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Malarskarð 18-20 verði úthlutað til HSO bygg ehf.

    • 2012062 – Malarskarð 12-14, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn HSO bygg ehf. um lóðina nr. 12-14 við Malarskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Malarskarð 12-14 verði úthlutað til HSO bygg ehf.

    • 1912241 – Völuskarð 16,umsókn um lóð, úthlutun,felld niður

      Afturköllun á úthlutun lóðar.

      Bæjarráð samþykkir afturköllun á úthlutun lóðar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2012316 – Listaverk, samstarf, hugmynd

      Lagt fram erindi frá Guðmundi R. Lúðvíkssyni.

      Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá menningar- og ferðamálanefnd.

    • 1912133 – Rafrænt eftirlit við skóla í Hafnarfjarðarbæ, tilkynning um frumkvæðisathugun

      Lagt fram bréf frá Persónuvernd niðurstaða frumkvæðisathugunar

      Lagt fram.

    • 2003453 – Fjarfundir sveitarstjórnar, ráða og nefnda

      Lagt fram álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er varðar notkun á fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna og nefnda sveitarfélaga.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt