Bæjarráð

28. janúar 2021 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3566

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Einnig sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2101625 – Verkfallslistar 2021

      Lögð fram tillaga mannauðsstjóra að verkfallslista 2021.
      Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lista.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Breytingar og úthlutun á reitum. Lagt fram minnisblað.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 8.A verði úthlutað til óstofnaðs dótturfélags Vilhjálms ehf, áætlaður fjöldi amk. 110 íbúðir.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 25.B verði úthlutað til óstofnaðs dóttur-/hlutdeildarfyrirtækis Sundaborgar ehf, í stað þróunarreits 5.A, áætlaður fjöldi íbúða er amk. 77 íbúðir.

    • 2101109 – Gallup, þjónusta sveitarfélaga 2020

      Þjónustukönnun sveitarfélaga 2020. Jóna Karen Sverrisdóttir hjá Gallup, Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Sigurjón Ólafsson sviðstjóri mæta til fundarins.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Ánægja íbúa Hafnarfjarðarbæjar með þjónustu bæjarfélagsins jókst umtalsvert á milli áranna 2018-2019. Þar jókst ánægjan í öllum þrettán liðum sem spurt var um og marktækur munur var á tólf þeirra frá fyrra ári. Það er því ánægjulegt að sjá að sú mikla ánægjuaukning heldur sér nú að miklu leyti fyrir árið 2020, þrátt fyrir að árið hafi verið umvafið viðbrögðum vegna Covid-19. Í þessu felst hvatning til að halda áfram á sömu braut og að gera enn betur fyrir íbúa Hafnarfjarðarbæjar, en jafnframt horfa til þeirra þátta þar sem svigrúm er til framfara á næstu misserum og árum.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjarlistans og Viðreisnar koma að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjarlistans og Viðreisnar benda á að í samanburði við önnur sveitarfélög eru töluverðar áskoranir fyrir sveitarfélagið í að bæta þjónustu sína. Hvað varðar skipulagsmál, þjónustu við eldri borgara og fatlað fólk er Hafnarfjörður fyrir neðan miðju í samanburðinum, sem getur ekki talist ásættanlegt fyrir metnaðarfullt sveitarfélag. Þá eru það vonbrigði að þrátt fyrir ánægju með Hafnarfjörð sem stað til að búa á er óánægja með gæði umhverfisins sem hlýtur að gefa ástæðu til sérstakrar skoðunar.

      Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:

      Í Þjónustukönnun sveitarfélaga kemur nokkuð skýrt fram það er gott að búa í Hafnarfirði. Ljóst er þó að í skipulagsmálaflokki og í málefnum fatlaðs fólks þarf að gera betur og greina hvers vegna þessir málaflokkar raðast einna lægst í ánægjuvoginni meðal bæjarbúa. Miðflokkurinn leggur því ríka áherslu á að farið sé í saumana á þessum málaflokkum svo hægt sé að gera enn betur en tekur fram að ánægjulegt sé að sjá að við séum á réttri leið í þessum málflokkum samanborið við fyrri ár.

    • 2009625 – Jólaþorpið 2020

      Kynning á niðurstöðum könnunar um jólaþorpið og jólabæinn. Andri Ómarsson verkefnastjóri, Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Sigurjón Ólafsson sviðstjóri mæta til fundarins.

      Bæjarráð fagnar því hve mikil ánægja er með jólaþorpið, verslun og þjónustu og jólaskreytingarnar í miðbænum. Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna á niðurstöðum könnunar um jólaþorpið og jólabæinn Hafnarfjörð.

    • 2006268 – Hönnunarstaðall, endurskoðun 2020

      Kynning á nýjum hönnunarstaðli Hafnarfjarðarbæjar.
      Katla Hrund Karlsdóttir, Högni Högnason hjá H:N Markaðssamskiptum, Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Sigurjón Ólafsson sviðstjóri mæta til fundarins.

    • 2011483 – Eftirlitsnefnd, ársskýrsla 2020

      Til kynningar skýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga.
      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ljósbrá Baldursdóttir endurskoðandi og formaður nefndarinnar mæta til fundarins.

    • 1911765 – Rekstrarsamningur Kaplakrika og afnotasamningur knatthússins Skessunnar

      Tekið fyrir erindi FH um framlengingu á rekstrarsamningi.

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi framlengingu á rekstrarsamningi milli Hafnarfjarðarbæjar og FH.

    • 2011041 – Tryggingar, útboð

      Lagður fram til samþykktar samningur milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og VÍS um vátryggingarviðskipti. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning við VÍS um vátryggingarviðskipti.

    • 2011581 – Útboð á slökkvitækjaþjónustu

      Lögð fram niðurstaða útboðs.
      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupatjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda, Ólaf Gíslason ehf.

    • 2012001 – Öryggiskerfi, fjarvöktun,úttektir, útboð

      Lögð fram niðurstaða útboðs.
      Guðmundur Ragnar Ólafssonar innkaupastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda, Securitas.

    • 1612321 – Stofnanir Hafnarfjarðarbæjar, ræsting 2016-2020, ISS, útboð

      Framlenging á ræstingarsamningi um eitt ár. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að framlengja ræstingarsamning um eitt ár við Daga hf, eða til 31.07.2022.

    • 2011573 – Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall

      Tekið fyrir á ný erindi frá Hópbílum.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri og Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mæta til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni Hópbíla hf. í samræmi við samkomulag milli aðila. Hér er um að ræða mjög viðkvæma þjónustu sem brýnt er að haldi hnökralaust áfram þrátt fyrir þær samfélagslegu takmarkanir sem í gildi eru vegna Covid-19.

      Bæjarráð veitir jafnframt fjármálastjóra bæjarins heimild til að ganga frá endanlegu samkomulagi.

    • 2101542 – Stjórnsýsla byggðasamlaga, starfshópur

      Lagt fram erindi frá SSH dags. 20.janúar sl. Beiðni um tilnefningu í starfshóp stjórnar SSH vegna verkefnis um stjórnsýslu byggðasamlaga.

      Bæjarráð samþykkir að Ágúst Bjarni Garðarsson og Jón Ingi Hákonarson verði skipaðir f.h. Hafnarfjarðarbæjar í starfshóp stjórnar SSH vegna verkefnis um stjórnsýslu byggðasamlaga.

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Lögð fram skýrsla starfshóps um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar.

      Lögð fram lokaskýrsla starfshóps um deiliskipulag miðbæjarins sem er fyrsta skrefið í áframhaldandi vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir miðbæinn. Bæjarráð samþykkir tillögu starfshópsins um að skýrslunni verði vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til frekari úrvinnslu við gerð forsagnar deiliskipulags.

    • 2101642 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXXVI. landsþing 2021

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til landsþings sambandsins 26.mars nk.

    • 2009507 – Brú lífeyrissjóður, breytingar á réttindaákvæðum, erindi

      Lagt fram svar frá stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á réttindaákvæðum.

    • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

      Tekið fyrir erindi frá Tækniskólanum.

      Bæjarráð staðfestir vilja til að ganga til viðræðna við byggingarnefnd Tækniskóla Íslands sem miði að samkomulagi um lóð undir nýbyggingu skólans á suðurhöfn Hafnarfjarðar og um aðra aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að verkefninu. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.

    • 2101673 – Staða mála er varðar upplýsingar um réttindi og þjónustu við fatlað fólk

      Fyrirspurn frá Jóni Inga Hákonarsyni bæjarfulltrúa Viðreisnar.

      Bæjarráð vísar fyrirspurninni til umsagnar hjá fjölskyldu- og barnamálasviði.

    • 2101595 – Drangsskarð 5, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 5 við Drangsskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 5 við Drangsskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

    • 2101369 – Drangsskarð 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Hamrabergs byggingarfélag ehf. um lóðina nr. 8 við Drangsskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 8 við Drangsskarð verði úthlutað til Hamrabergs byggingarfélags ehf.

    • 2101596 – Drangsskarð 9,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 9 við Drangsskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 9 við Drangsskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

    • 2101442 – Tinnuskarð 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Sigurðar Ragnars Guðmundssonar, Tite Valle Sullano og Kristjáns Georgs Leifssonar um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Tite Valle Sullano og Kristjáns Georgs Leifssonar og leggur bæjarráð til að lóðinni verði úthlutað til þeirra og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2101333 – Tinnuskarð 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf um lóðina nr. 1 við Tinnuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Tite Valle Sullano og Kristjáns Georgs Leifssonar og leggur bæjarráð til að lóðinni verði úthlutað til þeirra og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2101334 – Tinnuskarð 2, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 2 við Tinnuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn MA Verktaka ehf. og leggur bæjarráð til að lóðinni verði úthlutað til félagsins og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2101206 – Tinnuskarð 2, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 2 við Tinnuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn MA Verktaka ehf. og leggur bæjarráð til að lóðinni verði úthlutað til félagsins og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2101205 – Tinnuskarð 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 6 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 6 við Tinnuskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

    • 2101454 – Tinnuskarð 8 og 10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Aðalbóls byggingafélag ehf. um lóðina nr. 8-10 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 8-10 við Tinnuskarð verði úthlutað til Aðalbóls byggingafélag ehf.

    • 2101204 – Tinnuskarð 12, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 12 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 12 við Tinnuskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

    • 2101602 – Tinnuskarð 32, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Gunnars Agnarssonar og Fanneyjar Þóru Þórsdóttur um lóðina nr. 32 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 32 við Tinnuskarð verði úthlutað til Gunnars Agnarssonar og Fanneyjar Þóru Þórsdóttur.

    • 2101260 – Völuskarð 2, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Ískjalar byggingarfélag ehf. um lóðina nr. 2 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2 við Völuskarð verði úthlutað til Ískjalar byggingafélag ehf.

    • 2101259 – Völuskarð 10 umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Ískjalar byggingafélags ehf. um lóðina nr. 10 við Völuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn þeirra Þrúðar Marenar Einarsdóttur og Einars Þórs Sigurðssonar. Leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði nr. 10 verði úthlutað til þeirra.

    • 2101601 – Völuskarð 10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Þrúðar Marenar Einarsdóttur og Einars Þórs Sigurðssonar um lóðina nr. 10 við Völuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn þeirra Þrúðar Marenar Einarsdóttur og Einars Þórs Sigurðssonar. Leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði nr. 10 verði úthlutað til þeirra.

    • 2101258 – Völuskarð 12, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Ískjalar bygginafélag ehf. um lóðina nr. 12 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 12 við Völuskarð verði úthlutað til Ískjalar byggingafélag ehf.

    • 2101332 – Völuskarð 14, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Agnars Freys Ingvasonar og Heiðrúnar Ólafar Jónsdóttur um lóðina nr. 14 við Völuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Helga Vilhjálmssonar ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði nr. 14 verði úthlutað til félagsins.

    • 2101574 – Völuskarð 14,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Helga Vilhjálmssonar ehf. um lóðina nr. 14 við Völuskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Helga Vilhjálmssonar ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði nr. 14 verði úthlutað til félagsins.

    • 2101207 – Völuskarð 16, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 16 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 16 við Völuskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

    • 2101514 – Malarskarð 2(-4),Umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Hörðubóls ehf. um lóðina nr. 2-4 við Malarskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 2-4 við Malarskarð verði úthlutað til Hörðubóls ehf.

    • 2101297 – Malarskarð 8(-10), umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Dona ehf. um lóðina nr. 8-10 við Malarskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Dona ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

    • 2101592 – Malarskarð 8-10,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rutar Njálsdóttur um lóðina nr. 8 við Malarskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Dona ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

    • 2101577 – Hádegisskarð 10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 10 við Hádegisskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn MA Verktaka ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

    • 2101597 – Hádegisskarð 10,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 10 við Hádegisskarð.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn MA Verktaka ehf. og leggur bæjarráð því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

    • 2101575 – Hádegisskarð 14, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 14 við Hádegisskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 14 við Hádegisskarð verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

    • 2101576 – Hádegisskarð 18, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 18 við Hádegisskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 18 við Hádegisskarð verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

    • 2101594 – Glimmerskarð 1,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn MA Verktaka ehf. um lóðina nr. 1 við Glimmerskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Glimmerskarð verði úthlutað til MA Verktaka ehf.

    • 1802321 – Hverfisgata 12, lóð, úthlutun

      Tekið fyrir á ný.

      Alls bárust 18 umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Guðmundar Más Ástþórssonar. Til vara var dregin út umsókn Stálborgar ehf.

      Leggur bæjarráð til að lóðinni Hverfisgötu 12 verði úthlutað til Guðmundar Más Ástþórssonar.

    • 2010197 – Dofrahella 9 og 11, sameining lóða

      Lagður fram lóðarleigusamningur.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    Fundargerðir

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Lagðar fram fundargerðir stýrihóps um Barnvænt samfélag frá 7.desember og 11.janúar sl.

    • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

      Lögð fram fundargerð stýrihópsins frá 15.janúar sl.

    • 2101004F – Hafnarstjórn - 1590

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13.janúar sl.

    • 2101087 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.janúar sl.

    • 2012024F – Menningar- og ferðamálanefnd - 361

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20.janúar sl.

    • 2101085 – Stjórn SSH, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 18.janúar sl.

    • 2101084 – Strætó bs, fundargerðir 2021

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 29.desember og 8.janúar sl.

Ábendingagátt