Bæjarráð

16. júní 2021 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3576

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Árni Stefán Guðjónsson varamaður
  • Gísli Sveinbergsson varamaður

Auk þess sitja fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Auk þess sitja fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2106260 – Skjalavarsla, nútímavæðing

      Kynning á skýrslu. Hjálmur Hjálmsson frá KPMG, Sigurjón Ólafsson sviðstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mæta til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun.

      Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslu og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mæta til fundarins

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

    • 2103560 – Áhugafólk um samgöngur, hraðvagnar, erindi

      Lagt fram svar Betri samgangna ohf. dags. 4.júní sl. við bréfi Áhugafólks um samgöngur fyrir alla.
      Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgöngur ohf. mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      Til umræðu. Þorsteinn Helgason frá ASK arkitektum mætir til fundarins.

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og tekur mjög jákvætt í það að reitur 1 sé skipulagður sem ein heild. Bæjarráð telur jafnframt mikilvægt deiliskipulagstillagan verði vel kynnt íbúum þegar þar að kemur.

    • 2106221 – Daggarvellir 4b, fastanr. 226-8704, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Daggarvöllum 4b, ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar að Daggarvöllum 4b, fastanr. 226-8704 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2106192 – Bréf til allra sveitarstjórna, forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

      Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu dags. 28.maí sl., sent til allra sveitarstjórna.

      Lagt fram. Bæjarráð vísar bréfinu til umræðu og meðferðar í fjölskylduráði og fræðsluráði.

    • 2106261 – Borgahella 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn KB Verk ehf. um lóðina nr. 1 við Borgarhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 1 við Borgarhellu verði úthlutað til KB Verks ehf.

    • 2106262 – Borgahella 7, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn K16 ehf. um lóðina nr. 7 við Borgarhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 7 við Borgarhellu verði úthlutað til K16 ehf.

    • 2105548 – Borgahella 29, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf., um lóðina nr. 29 við Borgarhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 29 við Borgarhellu verði úthlutað til Bæjarbyggðar ehf.

    • 2106329 – Hjallabraut 49, úthlutun

      Til umræðu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa úthlutunarskilmála. Þar skal m.a. taka tillit til fjárhagslegrar getu og framkvæmdaáætlunar tilboðsaðila vegna uppbyggingar á reitnum.

      Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
      Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa sett ákveðna fyrirvara við kynnt deiliskipulag einkum hvað varðar umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Í undirskriftum íbúa varðandi deiliskipulagsbreytinguna komu fram áhyggjur varðandi skerðingu á þessu vinsæla útivistarsvæði. Í ljósi þess er mikilvægt að samhliða uppbyggingu við Hjallabraut verði áhersla lögð á frekari þróun Víðistaðatúns sem útivistasvæðis og sömuleiðis að gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda að svæðinu verði tryggt.

      Adda María Jóhannsdóttir

    • 2106164 – Borgahella 9, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Stéttarfélagsins ehf. um lóðina nr. 9 við Borgahellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 9 við Borgahllu 9 verði úthlutað til Stéttarfélagsins ehf.

    • 2106189 – Félag atvinnurekenda, atvinnuhúsnæði, fasteignaskattar 2022, ályktun stjórnar

      Lögð fram ályktun stjórnar félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álögur á atvinnuhúsnæði.

      Lagt fram og vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

    • 1707207 – Straumsvík 123154, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Lagt fram.

      Lagt fram.

    • 1811032 – Hjallabraut 35-43, lóðarleigusamningur

      Lögð fram drög að lóðarleigusamningi.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2105295 – Hringhamar 7, lóðar stækkun

      Lögð fram beiðni um lóðarstækkun. Umsögn skipulagsfulltrúa liggur fyrir.

      Bæjarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og samþykkir fyrirliggjandi beiðni um lóðarstækkun.

    • 2106302 – Heiðvangur 7, umsókn um lóðarstækkun

      Lögð fram umókn um lóðarstækkun.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn frá skipulagsfulltrúa.

    • 2106306 – Reykjavíkurvegur 31, umsókn um stækkun lóðar

      Lögð fram umsókn um lóðarstækkun.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn frá skipulagsfulltrúa.

    • 2106252 – Líkamsræktaraðstaða í Ásvallalaug, útboð

      Til umræðu. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi mæta til fundarins.

      Guðlaug Kristjánsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir að gengið verði til viðræðna við bjóðanda, Gym heilsu ehf.

    • 2106307 – Norðurbraut 11, umsókn um lóðarstækkun

      Lögð fram umsókn um lóðarstækkun.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn frá skipulagsfulltrúa.

    • 1110157 – Geymslusvæðið Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Áður á dagskrá bæjarráðs 6.maí sl.
      Ívar Bragason bæjarlögmaður mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 2103175 – Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur

      Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 2.júní sl.

    • 2105028F – Hafnarstjórn - 1601

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 2.júní sl.

    • 2106002F – Menningar- og ferðamálanefnd - 371

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.júní sl.

    • 2101080 – SORPA bs, fundargerðir 2021

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 15.apríl og 21.maí sl.

    • 2101085 – Stjórn SSH, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 7.júní sl.

Ábendingagátt