Bæjarráð

15. júlí 2021 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3578

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn:
Sigurður Nordal sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn:
Sigurður Nordal sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1706134 – Skarðshlíð íbúðarfélag, húsnæðissjálfseignarstofnun

      Til umræðu.

      Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögur að endurbótum á lóðum og byggingum Skarðshlíðar íbúðafélags við Hádegisskarð 12 og 16.

    • 2011573 – Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall

      Tekið fyrir, til afgreiðslu.

      Síðustu mánuðir í heimsfaraldri hafa haft veruleg áhrif á aksturþjónustuna frá upphafi samningstímans og hafa áhrifin varað lengur en gert var ráð fyrir og vonir stóðu til. Hér er um viðkvæma og mikilvæga þjónustu að ræða sem brýnt er að haldi hnökralaust áfram. Bæjarráð veitir fjármálastjóra bæjarins heimild til að ganga frá endanlegu samkomulagi í samræmi við það sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði.

    • 2106621 – Höfði, malbikunarstöð

      Til upplýsinga.

      Bæjarstjóra falið að halda áfram að vinna að málinu.

    • 2106017 – Sléttuhlíð, lóð B7, auglýsing

      Til úthlutunar.

      Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til úthlutunar og óskað er eftir að greinargerð fylgi umsókn.

    • 2103100 – Gullhella 2, Tinhella 2, 4 og 6, fyrirspurn

      Lagt fram erindi frá Stólpi gámar ehf varðandi nýtt athafnasvæði fyrir starfsemina.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

    • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

      Lögð fram viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði fyrir Tækniskólann sem undirrituð var 7. júlí sl.

      Bæjarráð fagnar viljayfirlýsingu milli ríkisins, Tækniskólans og Hafnarfjarðarbæjar um að framtíðarhúsnæði skólans verði í Hafnarfirði. Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans.
      Bæjarráð telur fyrirhugaða byggingu falla vel að því rammaskipulagi sem liggur fyrir á hafnarsvæðinu og að tilkoma skólans yrði mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið.

      Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að upplýst verði um söluverðmæti lóðarinnar sem Hafnarfjarðarbær leggur til ásamt því að upplýst verði hversu mikill annar kostnaður gæti numið sem gæti fallið á Hafnarfjarðarbæ vegna verkefninsins.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
      Það er mikið fagnaðarefni að Tækniskólinn sjái Hafnarfjörð fyrir sér sem ákjósanlegan stað fyrir framtíðarhúsnæði skólans. Erindi frá skólanum var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 11. febrúar sl. þar sem ákveðið var að fela utanaðkomandi aðila verkefnastjórn varðandi samningaviðræður við lóðarhafa og fulltrúa skólans.
      Málið hefur ekki komið inn á borð bæjarráðs síðan en nú er lögð fram undirrituð viljayfirlýsing milli Tækniskólans og Hafnarfjarðarbæjar um samstarf um framtíðarhúsnæði. Ýmsu er þó ósvarað um fjármögnun verkefnisins, kostnaðarþátttöku ríkisins og eignarhald. Þá hefur ekki komið fram hvernig viðræður við lóðarhafa hafa þróast. Allt voru þetta þó atriði sem bæjarráð var sammála um að mikilvægt væri að kæmu fram áður en lengra væri haldið.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir að þau gögn sem þegar liggja fyrir verði birt bæjarráði og leggur áherslu á að næstu skref verði unnin á opinn og lýðræðislegan hátt þannig að fulltrúar allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn séu upplýstir um framgang verkefnisins.

    • 2107195 – Sundabraut, samstarf, yfirlýsing

      Lögð fram yfirlýsing ríkis og Reykjvíkurborgar dags. 6. júlí sl. vegna lagningu Sundabrautar.

      Lagt fram.

    • 2107275 – Samfés, húsnæði, SamfésPlús, þekkingarmiðstöð ungs fólks

      Lagt fram erindi frá Samfés varðandi framtíðarhúsnæði fyrir samtökin og starfsemi SamfésPlús.

      Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umsagnar hjá mennta- og lýðheilsusviði og inn í vinnu stýrihóps um Menntasetrið við Lækinn.

    Fundargerðir

Ábendingagátt