Bæjarráð

4. nóvember 2021 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3588

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2103100 – Gullhella 2, Tinhella 2, 4 og 6, fyrirspurn

      Tekin fyrir umsókn Klettaskjóls ehf um lóðirnar Gullhellu 2, Tinhellu 2, 4, 6, 10 og 12. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum Gullhellu 2, Tinhellu 2, 4, 6, 10 og 12 verði úthlutað til Klettaskjóls ehf.

    • 2006752 – Víðistaðakirkja, viðhaldsframkvæmdir, umsókn um styrk

      Tekið fyrir.

      Bæjarráð samþykkir að veita Víðistaðakirkju styrk að fjárhæð kr. 10 milljónir sem framlag Hafnarfjarðarbæjar til þess að unnt verði að ráðast í nauðsynlegt viðhald á þaki og gluggum kirkjunnar en vegna ástandsins liggur eitt merkasta kirkjulistaverk á Íslandi, freskur eftir Baltasar Samper, undir skemmdum. Málinu vísað í fjárfestingaráætlun 2021.

    • 2108405 – Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag

      Bréf SSH varðandi drög að nýju samkomulagi sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram.

      Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins sem samþykktar voru á fundi nr. 101 hjá svæðisskipulagsnefnd lagðar fram.

      Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd, skv. starfsreglum.

      Bréf SSH varðandi drög að nýju samkomulagi sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram. Bæjarráð staðfestir samkomulagið og felur bæjarstjóra fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar þeirra.

      Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins sem samþykktar voru á fundi nr. 101 hjá svæðisskipulagsnefnd lagðar fram. Bæjarráð staðfestir nýjar starfsreglur.

      Tilnefning tveggja varamenn í Svæðisskipulagsnefnd, skv. starfsreglum.

      Bæjarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda sem varamenn í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins:

      Lovísa Traustadóttir
      Sigurjón Ingvarsson

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Umsókn um þátttöku og tilnefning tveggja fulltrúa, annars kjörins og hins starfsmanna í 1-2 vinnustofur.

      Bæjarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda sem fulltrúa í vinnustofur um innleiðingu heimsmarkmiðanna:

      Helga Ingólfsdóttir
      Sigurður Nordal

    • 2110371 – Breiðhella 3,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Iðn-ak ehf, um atvinnuhúsalóðina nr. 3 við Breiðhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Breiðhellu verði úthlutað til Iðn-ak ehf.

    • 2111030 – Straumhella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn KB Verk ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Straumhellu.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Byggingarfélags Hafnarfjarðar ehf.

    • 2111079 – Straumhella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Byggingafélags Hafnarfjarðar ehf um lóðina Straumhellu 6.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn Byggingafélags Hafnarfjarðar ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

    • 2111031 – Straumhella 4, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn KB Verk ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 4 við Straumhellu.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn Björns Arnars Magnússonar.

    • 2110322 – Straumhella 4,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Björns Arnars Magnússonar um atvinnuhúsalóðina nr. 4 við Straumhellu.

      Tvær umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Björns Arnars Magnússonar. Leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Björns Arnars.

    • 2110589 – Dofrahella 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Tæki.is ehf um atvinnuhúsalóðina nr. 1 við Dofrahellu.

      Fimm umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Almannakórs ehf. en til vara var dregin út umsókn Tæki.is.

    • 2108594 – Dofrahella 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Almannakórs ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 1 við Dofrahellu.

      Fimm umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Almannakórs ehf. en til vara var dregin út umsókn Tæki.is. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Almannakórs ehf.

    • 2110590 – Dofrahella 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Gnitakórs ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 1 við Dofrahellu.

      Fimm umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Almannakórs ehf. en til vara var dregin út umsókn Tæki.is.

    • 2111033 – Dofrahella 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn KB Verk ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 1 við Dofrahellu.

      Fimm umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Almannakórs ehf. en til vara var dregin út umsókn Tæki.is.

    • 2111055 – Dofrahella 1, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Gjósku ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 1 við Dofrahellu.

      Fimm umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Almannakórs ehf. en til vara var dregin út umsókn Tæki.is.

    • 2110440 – Búðahella 8,Dofrahella 13, samruni lóða og nýr lóðarleigusamningur

      Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamningi.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1803342 – Umboðsmaður Alþingis, opinberir starfsmenn, ráðning, hæfi, erindi

      Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis.

      Lagt fram.

    • 2111053 – Sameinuðu þjóðirnar,alþjóðlegur minningardagur, umferðarslys, fórnarlömb

      Lagt fram til kynningar bréf dags. 29.október sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á alþjóðlegum minningardegi fórnarlamba umferðarslysa 21.nóvember nk.

      Lagt fram.

    • 1904108 – Líkamsrækt bæjarstarfsmanna

      Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar.
      Á fundi bæjarráðs þann 12. mars 2020 samþykkti bæjarráð tillögu að breytingu á reglum um líkamsræktarstyrki til starfsmanna í samræmi við minnisblað frá mannauðsstjóra sem lagt var fyrir bæjarráð þann 7. nóvember 2019. Í minnisblaðinu var farið yfir þau hlunnindi/réttindi sem starfsfólki stendur til boða sem ekki eru tiltekin í kjarasamningum.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir upplýsingum um hvort samþykktar breytingar um líkamsræktarstyrki til starfsfólks bæjarins hafi tekið gildi, þ.e. að þeir sem eru í 50% starfshlutfalli eða meira fái fullan styrk og þeir sem eru í 49% starfshlutfalli eða minna fái hálfan styrk.

      Lögð fram svör við fyrirspurn.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör og fagnar því að reglum um líkamsræktarstyrki hafi verið breytt með þessum hætti.
      Adda María Jóhannsdóttir

    • 1905046 – Samgöngustyrkur, tillaga

      Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar.
      Á fundi bæjarráðs þann 29. ágúst 2019 kynnti mannauðsstjóri tillögu að útfærslu tilraunaverkefnis vegna fyrirkomulags samgöngustyrkja. Skv. minnisblaði dags. 20. febrúar 2020 kemur fram að í tilraunaverkefninu hafi greiðsla verið 6.000 kr. á mánuði fyrir starfsfólk í 50-100% starfshlutfalli og 3.000 kr. á mánuði fyrir starfsfólk í starfshlutfalli undir 50%
      Óskað er eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins í dag.
      Leiddi tilraunaverkefnið til þess að samgöngustyrkir væru teknir upp?
      Ef já, hver er upphæð samgöngustyrkja í dag?
      Ef nei, hvers vegna ekki?

      Lögð fram svör við fyrirspurn.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar lýsir vonbrigðum með að verkefninu hafi ekki verið haldið áfram og leggur til að sú ákvörðun verði tekin til endurskoðunar. Samgöngustyrkir eru víða nýttir í stofnunum í dag og ætti að vera góð hvatning til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar um umhverfisvænni ferðamáta.
      Adda María Jóhannsdóttir

    • 1611379 – Einkaframkvæmdasamningar, óháð úttekt.

      Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar.
      Á fundi bæjarráðs þann 1. desember 2016 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um óháða úttekt á einkaframkvæmdasamningum sem gerðir voru í Hafnarfirði á árunum 1998-2002 vegna bygginga og reksturs leik- og grunnskóla í bænum. Úttektinni var m.a. ætlað að varpa ljósi á það hvernig staðið var að ákvörðunum um samningana, hvernig þeir hafi komið út fyrir sveitarfélagið fjárhagslega og hver samningsstaða bæjarins væri gagnvart þeim samningum sem enn væru í gildi. Jafnframt var lagt til að möguleikar sveitarfélagsins á að leysa til sín þær eignir sem um ræðir yrðu kannaðir.
      Þessari tillögu var hafnað en þáverandi meirihluti lagði til að bæjarstjóra yrði falið að halda áfram samningaviðræðum með það að markmiði að Hafnarfjarðarbær eignaðist það skólahúsnæði sem samningarnir varða og sömuleiðis að vinna að endurskoðun rekstrarsamninga milli aðila.
      Í ljósi þess að umræddir samningar renna út á allra næstu árum óskar fulltrúi Samfylkingarinnar eftir upplýsingum um stöðu þessara samninga í dag.
      a) Hafa einhverjar viðræður og/eða endurskoðun farið fram á yfirstandandi kjörtímabili varðandi umrædda einkaframkvæmdasamninga?
      b) Hver er afstaða núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gagnvart þessum enkaframkvæmdasamningum?
      c) Hefur núverandi meirihluti Framsóknar- Sjálfstæðisflokks einhverjar fyrirætlanir varðandi einkaframkvæmdasamningana og ef svo hverjar eru þær fyrirætlanir?
      d) Hvaða hugmyndir hefur núverandi meirihluti um þá stöðu sem skapast þegar leigusamningarnir renna út?

    • 2111077 – Uppbyggingarsvæði, íbúafjöldi, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir yfirliti yfir þau svæði innan sveitarfélagsins sem skilgreind eru sem uppbyggingarsvæði og áætlaðan íbúafjölda á þeim svæðum.

    Fundargerðir

    • 2110022F – Hafnarstjórn - 1608

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27.október sl.

    • 2101087 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.október sl.

    • 2110019F – Menningar- og ferðamálanefnd - 378

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 25.október sl.

    • 2101086 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2021

      Lagðar fram fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.september og 29.október sl.

    • 1909104 – SORPA bs, eigendafundir, fundargerðir

      Löqð fram fundargerð 35.eigendafundar Sorpu bs. frá 22.október sl.

    • 1904277 – Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 34. eigendafundar Strætó bs. frá 15.október sl.

    • 2101084 – Strætó bs, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 8.október sl.

Ábendingagátt