Bæjarráð

17. febrúar 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3596

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Víðisson varamaður
  • Árni Stefán Guðjónsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum þeim Sigurði Þ. Ragnarssyni, Jóni Inga Hákonarsyni og Ágústi Bjarna Garðarssyni.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum þeim Sigurði Þ. Ragnarssyni, Jóni Inga Hákonarsyni og Ágústi Bjarna Garðarssyni.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2202312 – Gallup, þjónusta sveitarfélaga 2021

      Niðurstöður úr könnun um þjónustu sveitarfélaga 2021.
      Jóna Karen Sverrisdóttir frá Gallup mætir til fundarins og fer yfir niðurstöðurnar.
      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri og Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri mæta einnig til fundarins.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

      Ánægja íbúa Hafnarfjarðarbæjar jókst umtalsvert á milli áranna 2018-2019. Sú ánægjuaukning hélt sér að miklu leyti fyrir árið 2020, þrátt fyrir miklar samfélagslegar áskoranir í kjölfar heimsfaraldursins sem hefur haft áhrif á líf okkar allra undanfarin tvö ár. Það sama á því við um árið 2021 og átti við um árið 2020. Bæjarfélagið hefur lagt sig fram við að halda úti öflugri þjónustu, stutt við fyrirtæki, heimili og aðra starfsemi í bæjarfélaginu í gegnum faraldurinn. Þar hefur verið unnið að aðgerðum í samræmi við þá aðgerðaáætlun sem samþykkt var í bæjarstjórn við upphaf faraldursins. Í þessu felst því hvatning til að halda áfram að gera betur fyrir íbúa og fyrirtæki, en jafnframt er mikilvægt að horfa til þeirra þátta þar sem svigrúm er til framfara. Það er verkefni næstu mánaða þegar samfélagið er nú markvisst að losna undan þeim samfélagslegu þrengingum og takmörkum sem verið hafa við lýði frá upphafi árs 2020.

      Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja fram svohljóðandi bókun:
      Könnun Gallup um þjónustu sveitarfélaga sýnir glögglega þær breytingar sem orðið hafa í kjölfar heimsfaraldursins. Engu að síður er það staðreynd að ánægja íbúa í Hafnarfirði minnkar marktækt á mikilvægum þáttum.

      Ánægja með þjónustu grunn- og leikskóla lækkar almennt á landsvísu og einnig í Hafnarfirði með sambærilegum hætti. Þó minnkar ánægjan með þjónustu í leikskólum meira hér en á landsvísu. Breyting sú sem meirihlutinn keyrði í gegn þrátt fyrir víðtæka andstöðu, sumaropnun, hefur því að því er virðist ekki mælst vel fyrir hjá notendum. Fulltrúar Bæjarlista og Samfylkingar lögðust eindregið gegn þessari breytingu og árétta að rétt hefði verið að hlusta á málefnaleg andmæli, eins og nú er verið að gera ári síðar með því að falla aftur frá þessari afgerandi breytingu.
      Þá hlýtur það að vera óásættanlegt fyrir sveitarfélag eins og Hafnarfjörð að vera ekki ofar í heildarsamanburði sveitarfélaga á mikilvægum þjónustuþáttum eins og gæði umhverfis, sorphirðu, þjónustu við barnafjölskyldur og eldri borgara þar sem við erum fyrir neðan miðju og þjónustu leik- og grunnskóla og þjónustu við fatlað fólk þar sem við erum nálægt botni.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Guðlaug Kristjánsdóttir

    • 2112018 – Ásvellir 3, úthlutun

      Til úthlutunar. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Afgreiðslu málsins frestað.

    • 2201307 – Öldugata 18, stækkun lóðar

      Lögð fram umsókn um lóðarstækkun Öldugötu 18. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs liggur fyrir.

      Bæjarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir.

    • 2202127 – Þróunarreitur 19b, nafnabreyting á úthlutun

      Lögð fram beiðni um aðilaskipti á lóðinni.

      Samþykkt.

    • 2202262 – Aurora Basecamp, snókalönd, lóð, fyrirspurn

      Lagður fram tölvupóstur frá Basecamp Iceland vegna fyrirspurnar um lóð undir starfsemina.

      Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá skipulags- byggingarsviði.

    • 2202180 – Hundahald, reglugerð

      Lögð fram til afgreiðslu drög að samþykkt um hundahald fyrir Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2102340 – Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

      4. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.febrúar sl.

      Ishmael David mætir til fundarins og kynnir tillögur starfshóps að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti tillögur um samræmda flokkun við heimili og vísar skýrslunni til afgreiðslu bæjarráðs.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi yfirlýsingu og veitir bæjarstjóra fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar hennar fyrir hönd sveitarfélagsins. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1905387 – Uppsala, vinabæjarmót 2022

      Til umræðu. Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1701261 – Erindisbréf menningar og ferðamálanefndar

      Lagt fram erindisbréf menningar- og ferðamálanefndar.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2202354 – Lánasjóður sveitarfélaga, stjórn, framboð

      Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 11. febrúar sl. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

    • 2202397 – Heilsugæsla í Hafnarfirði - þarfagreining

      Lagt fram bréf til forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

      Bæjarstjóri upplýsti um viðræður við forstjóra Heilsugæslunnar um eflingu þjónustu heilsugæslunnar í Hafnarfirði og ósk um þarfagreiningu þjónustunnar í bæjarfélaginu. Formlegt erindi þar um lagt fram.

    • 2202404 – Kaplakriki, heimavöllur, tímabundið, tillaga

      Viðreisn leggur fram eftirfarandi tillögu:
      Í ljósi þess að loksins virðist vera kominn skriður á byggingu nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, mun í framhaldinu koma til þess að finna landsliðum Íslands í knattspyrnu heimavöll á meðan niðurrifi Laugardalsvallar og byggingu nýs leikvallar stendur. Þar væri ráð fyrir okkur Hafnfirðinga að bjóða fram Kaplakrikavöll til verksins. Völlurinn hefur áður hýst mikilvæga leiki yngri landsliða og myndi í nýju hlutverki þjóna tímabundið öllum landsliðum Íslands í knattspyrnu. Til þess að svo megi verða þyrftu að fara fram framkvæmdir á vellinum til þess að hann standist þær kröfur sem gerðar eru til knattspyrnuleikja á hæsta stigi; t.a.m. að byggja yfir og stækka norðurstúku vallarins, tengja stúkurnar saman með tengibyggingu sem jafnframt myndi hýsa stærri fjölmiðlaaðstöðu, leggja nýjan grasvöll með svokölluðu blendingsgrasi (e. hybrid) og undirhita og að lokum reisa fljóðljós. Eftir að nýr þjóðarleikvangur verður tilbúinn, gæti Kaplakrikavöllur nýst vel til þess að spila landsleiki yngri landsliða Íslands, evrópuleiki og alþjóðlega leiki almennt yfir vetrartímann. Hér er um stórt tækifæri að ræða sem þyrfti vinnast í góðu samstarfi við Ríkið og á í raun heima innan áætlanagerðar nýs þjóðarleikvangs. Því vill Viðreisn leggja það til að bæjarstjóra verði falið að setja sig við fyrsta tækifæri í samband við íþróttamálaráðherra, með það að leiðarljósi að Kaplakriki verði tímabundinn heimavöllur Íslands í knattspyrnu á meðan byggingu nýs þjóðarleikvangs stendur.

      Bæjarráð er tilbúið til samtals við stjórnvöld um tímabundin heimavöll landsliða á meðan niðurrifi Laugardalsvallar og byggingu nýs leikvallar stendur. Er bæjarstjóra falið að koma þeim skilaboðum áleiðis til fjármálaráðherra og ráðherra íþróttamála, að undangengnu samtali við forsvarsmenn FH.

    • 2202398 – Dofrahella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Karls Inga Rosenkjær um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf.

    • 2202391 – Dofrahella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Ásmundar Kristjánssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf.

    • 2202353 – Dofrahella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn AVR ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf.

    • 2202342 – Dofrahella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Sveinskróks ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf.

    • 2202267 – Dofrahella 6,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Pálmars Péturssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinstróks ehf.

    • 2202264 – Dofrahella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Orra Péturssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf.

    • 2202234 – Dofrahella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf.

    • 2202229 – Dofrahella 6, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Flatahrauns 23 hf. um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf.

    • 2202228 – Dofrahella 6-8-10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn KB Verk ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til KB Verks ehf.

    • 2202134 – Dofrahella 6-8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Umbúðamiðlunar ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn KB Verks ehf. og til vara var dregin út umsókn Sveinskróks ehf.

    • 2202399 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Karls Inga Rosenkjær um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202393 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Ásmundar Kristjánssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202352 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn AVR ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202269 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Pálmars Péturssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202265 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Orra Péturssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202242 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202230 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Flatahrauns 23 hf. um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Flatahrauns hf.

    • 2202133 – Dofrahella 8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn AG Framkvæmda ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202228 – Dofrahella 6-8-10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn KB Verk ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu.

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202134 – Dofrahella 6-8, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Umbúðamiðlunar ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 8 við Dofrahellu

      Alls bárust tíu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Flatahrauns hf. og til vara var dregin út umsókn KB Verks ehf.

    • 2202400 – Dofrahella 10,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Karls Inga Rosenkjær um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf.

    • 2202395 – Dofrahella 10,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Ásmundar Kristjánssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf.

    • 2202351 – Dofrahella 10,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn AVR ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til AVR ehf.

    • 2202343 – Dofrahella 10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Sveinskróks ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf.

    • 2202270 – Dofrahella 10,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Pálmars Péturssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf.

    • 2202266 – Dofrahella 10,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Orra Péturssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf.

    • 2202243 – Dofrahella 10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf.

    • 2202233 – Dofrahella 10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Flatahrauns 23 hf. um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf.

    • 2202228 – Dofrahella 6-8-10, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn um KB Verk ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 10 við Dofrahellu.

      Alls bárust níu umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Karls Inga Rosenkjær ehf.

    • 2202401 – Dofrahella 12,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Karls Inga Rosenkjær um atvinnuhúsalóðinar nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

    • 2202396 – Dofrahella 12, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Ásmundar Kristjánssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

    • 2202271 – Dofrahella 12, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Pálmars Péturssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

    • 2202350 – Dofrahella 12,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn AVR ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til AVR ehf.

    • 2202268 – Dofrahella 12,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Orra Péturssonar um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

    • 2202244 – Dofrahella 12, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf. um atvinnuhúsalóðin nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

    • 2202235 – Dofrahella 12, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Flatahraun 23 hf. um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

    • 2202135 – Dofrahella 12,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn AG Framkvæmda ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Dofrahellu.

      Alls bárust átta umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn AVR ehf. og til vara var dregin út umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.

    • 2012037 – Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun

      Liður 4 í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16. febrúar sl.

      Tekin fyrir að nýju drög að stefnu og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftlagsmálum. Lögð fram umsögn starfshóps.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti athugasemdir við skýrslu um loftlagsstefnu sem fram kemur í fundargerð fjórða fundar stýrihóps um loftlagsmál sem haldinn var 7. febrúar sl. og vísar til bæjarráðs.

      Bæjarráð tekur undir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir athugasemdir stýrishóps um drög að loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.

    Fundargerðir

    • 2201022F – Hafnarstjórn - 1614

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 2.febrúar sl.

    • 2202003F – Menningar- og ferðamálanefnd - 384

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.janúar sl.

    • 2201360 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4.febrúar sl.

    • 2201359 – Stjórn SSH, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 7.febrúar sl.

Ábendingagátt