Bæjarráð

3. mars 2022 kl. 09:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3597

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson varaáheyrnarfulltrúi

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað situr fundinn Gísli Sveinbergsson.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Þ. Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Sigurði Þ. Ragnarssyni en í hans stað situr fundinn Gísli Sveinbergsson.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Þ. Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2203051 – Yfirlýsing, brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu, fordæming

      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti einróma á fundi sínum þ. 25. febrúar sl. að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra. Stjórn sambandsins hvetur kjörna fulltrúa í íslenskum sveitarfélögum til að undirrita yfirlýsinguna.

      Bæjarráð fordæmir harðlega innrás Rússlands í Úkraínu. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og er tilbúin í þau verkefni sem framundan eru í samvinnu og samstarfi við stjórnvöld. Bæjarráð tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR. Málinu vísað til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Anna Karen Svövudóttir og Karólína Helga Símonardóttir, fulltrúar fjölmenningarráðs, kynna helstu verkefni.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

    • 2202522 – Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli

      Lagt fram erindi dags. 13.febr. sl. frá Skátafélaginu Hraunbúar þar sem óskað er eftir aðstoð Hafnarfjarðarbæjar við byggingu nýs skála á lóð félagsins við Kleifarvatn.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2103346 – Tinnuskarð 1, umsókn um lóð, breyting á úthlutun

      Lagt fram erindi lóðarhafa um nafnbreytingu á úthlutun lóðarinnar, nýr lóðarhafi yrði þá SSG verktakar ehf., kt. 681005-0210.

      Samþykkt.

    • 2111396 – Tinhella 7, 9 skil og 11,umsókn um lóð,úthlutun

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhafa að lóðunum Tinhella 7 og 9 þar sem óskað er eftir þvi að afsala sér lóðarúthlutun á lóðunum.

      Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn .

    • 2202444 – Straumhella 4, ósk um breytingu á lóðarhafa

      Lögð fram beiðni um nafnabreytingu á lóðarhafa.

      Samþykkt.

    • 2202943 – Lífeyrisskuldbindingar 2021, hækkun

      Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

    • 2202511 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis, endurskoðun, fjölgun byggingarsvæða, tillaga

      12.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 23.febrúar sl.
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.”

      Greinargerð:
      “Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar.”

      Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.
      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari öðru sinni.
      Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls, þarnæst Ingi Tómasson.
      Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson. Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars. Árni Rúnar Þorvaldsson svarar andsvari. Stefán Már Gunnlaugsson kemur að andsvari. Til andsvars kemur einnig Ingi Tómasson. Árni Rúnar Þorvaldsson svarar andsvari. Ingi Tómasson kemur að andsvari öðru sinni.
      Til máls tekur Gísli Sveinbergsson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði.

      Bæjarráð vísar tillögunni til umræðu hjá skipulags- og byggingarráði og óskar jafnframt eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði yfir nýbyggingarsvæði bæjarfélagsins til ársins 2040.

    • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

      Samræmd móttaka flóttafólks og menntun barna í leik- og grunnskóla.
      Erindi sviðsstjóra mennta- og velferðarmála Hafnarfjarðar, Akureyrar, Reykjavíkur, Reykjanesbæjar og Árborgar um fjárhagslegan stuðning frá ríki til sveitarfélaga vegna samræmdrar móttöku kvótaflóttafólks.

      Lagt fram.

    • 2011573 – Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall

      Tekið fyrir

      Bæjarráð vísar samningi um sérhæfða akstursþjónustu til umræðu hjá fjölskylduráði.

    • 2110313 – Félagsdómur, stefna

      Lagður fram til kynningar dómur Félagsdóms frá 17.febrúar sl.

    Fundargerðir

    • 2202012F – Hafnarstjórn - 1615

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16.febrúar sl.

    • 2010357 – Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 11. febrúar sl.

    • 2201360 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.febrúar sl.

Ábendingagátt