Bæjarráð

28. júlí 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3606

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varaáheyrnarfulltrúi
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður

Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lagður fram viðauki III. Rósa Steingrímsdóttir fjármálastjóri mætti til fundarins ásamt Helgu Stefánsdóttur.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá.

    • 2206924 – Brú lífeyrissjóður, réttindasafn eftirlaunasjóðs, endurgreiðsluhlutfall

      Lagt fram bréf frá Brú lífeyrisjóð dags. 21.júní sl. varðandi endurgreiðsluhlutfall.

    • 2207350 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, ársreikningur 2021, erindi

      Lagt fram bréf EFS dags. 22. júní sl. vegna ársreiknings fyrir árið 2021.

      Lagt fram.

      Fulltrúar Samfylkingar bóka eftirfarandi:

      Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerir mjög alvarlegar athugasemdir við fjárreiður Hafnarfjarðarkaupstaðar og gefur meirihluta bæjarstjórnar, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki fullkomna falleinkunn þegar kemur að fjármálastjórn þeirra. Þegar sveitarfélag á borð við Hafnarfjörð, “uppfyllir ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndarinnar”, þá ber að staldra við og leita varanlegra lausna. Þessir flokkar staðhæfðu endurtekið í nýliðinni kosningabaráttu að fjárhagur Hafnarfjarðar væri traustur og öflugur. Nú kemur í ljós, þannig að ekki verður um villst, að fulltrúar meirihlutaflokkanna fór með rangt mál og villtu um fyrir kjósendur. Samfylkingin óskar þess að meirihlutaflokkarnir geri glögga grein fyrir því hvernig þeir hyggist snúa þessari öfugþróun við hið allra fyrsta. Ennfremur er óskað skriflegrar umfjöllunar og viðbragða frá fjármálastjóra bæjarins um þessa alvarlegu stöðu.

      Fulltrúar meirihlutans koma að svohljóðandi bókun:

      Fyrirliggjandi staðlað bréf var sent á 43 sveitarfélög landsins og er fyrst og fremst leiðbeinandi. Komið hefur fram í fjölmiðlum að markmið bréfsins sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Fullyrðingar og gífuryrði fulltrúa Samfylkingar um alvarlega fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar dæma sig sjálf.

    • 2207039 – Ásland 4, gatnagerð

      Lagt fram bréf frá Veitum með tilkynningu um seinkun útboðsgagna fyrir Ásland 4. Helga Stefánsdóttir staðgengill sviðsstjóra mætir til fundarins.

      Bæjarráð fer fram á að Veitur setji hönnun hitaveitu í Áslandi 4 í forgang og það verði tryggt að afhending lóða seinki ekki um hálft ár. Bæjarráð leggur áherslu á að lóðir verða boðnar út í september, eigi síðar en byrjun október.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

      Fyrirliggjandi bréf milli Veitna og bæjaryfirvalda gera ljóst að samskipti þessara aðila hafa ekki verið eins og eðlilegt er. Bæjaryfirvöld hafa ekki staðið vaktina og undirbúið með viðunandi hætti ný byggingarlönd. Í bréfi bæjarstjóra er fullyrt um, að bærinn muni vegna sýnilegrar seinkunar verða af tekjum á haustdögum. Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir upplýsingum um það hversu háar upphæðir er hér um að ræða, og hvort tekjutapið muni þá ekki kalla á endurskoðun fjárhagsáætlunar.

    • 2204090 – Fjölskyldu- og barnamálasvið, málakerfi

      Lagt fram minnisblað. Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri og Elín S. Kristinsdóttir skjalastjóri mæta til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að Workpoint málakerfi verði keypt og innleitt á fjölskyldu- og barnamálasviði. Kostnaður vegna kerfisins rúmast innan fjárhagsáætlunar 2022. Kostnaði vegna innleiðingar er vísað í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2023.
      Bæjarráð samþykkir tillögu að innleiðingu eins og kynnt er í minnisblaði.

    • 2206148 – Íshella 2, breyting á deiliskipulagi

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.júní sl.
      Óskað er eftir breytingu á núgildandi skipulagi Íshellu 2. Breytingin felur í sér stækkun á skilgreindum byggingarreit, hækkun vegghæðar og að fest sé í skipulagi núverandi aðkoma inn á lóðina samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 á kostnað lóðarhafa, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2206028 – Álhella 5, breyting á deiliskipulagi

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.júní sl.
      Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 5. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0.4 í 0.5, innkeyrslum er breytt og óveruleg stækkun byggingarreits.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 á kostnað lóðarhafa, og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2206259 – Breiðhella 3, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn KB Verk ehf um atvinnuhúsalóðina nr. 3 við Breiðhellu.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Breiðhellu 3 til KB Verk ehf.

    • 1702344 – Tjarnarvellir 5, lóðarumsókn, úthlutun

      Lögð fram beiðni um nafnabreytingu á lóðarhafa og nýjan lóðarleigusamning

      Bæjarráð staðfestir nafnabreytingu lóðarhafa frá Högum hf yfir í nýtt félag sem er BBL 179 ehf. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2206805 – Hólshraun 1, stækkun lóðar

      Lögð fram umsókn um breytingu á stærð lóðar. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs liggur fyrir.

      Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar, Hólshraun 1.

    • 2205599 – Steinhella 10, breyting á lóðarstærð,ósk um lóðarleigusamning

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurnýjun á lóðarleigusamning.

    • 2206247 – Krosseyrarvegur 8, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðarleigusamnings.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurnýjun á lóðarleigusamning.

    • 2207373 – Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið íbúðaframboð 2023-2032

      Lagt fram.

      Lagt fram til kynningar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

      Undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur ríkt stöðnun í húsnæðismálum í Hafnarfirði á undanförnum árum. Hafnarfjörður hefur ítrekað rekið lestina meðal sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu íbúða. Þessi staða hefur fyrst og fremst komið niður á tekju- og eignalægri fjölskyldum. Verkleysi meirihlutans undanfarin ár hefur einnig þýtt að lítil fjölgun hefur orðið á félagslegum íbúðum hjá bæjarfélaginu undanfarin ár. Það þýðir að fólkið sem er í mestri neyð þarf að bíða á biðlistum eftir íbúðum á vegum bæjarins, jafnvel svo árum skiptir. Þetta er grafalvarleg staða fyrir fólk í erfiðri stöðu en því miður er ljóst að þessi mál eru ekki í forgangi hjá nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks því ekki er minnst einu orði á uppbyggingu félagslegra íbúða í málefnasamningi meirihlutans.

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um upplýsinga- og samráðsfund um framhald samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

    • 2001243 – Innkauparáð

      Tilnefning.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

      Ingvar Kristinsson
      Gunnar Þór Sigurjónsson
      Kristín Thoroddsen

    • 1811306 – St. Jó. framkvæmdahópur

      Tilnefningar í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

      Hafrún Dóra Júlíusdóttir
      Rósa Guðbjartsdóttir
      Valdimar Víðisson

    • 2103173 – Menntasetrið við lækinn, stýrihópur

      Tilnefningar í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

      Margrét V. Marteinsdóttir
      Bjarni Geir Gunnarsson
      Rósa Guðbjartsdóttir

    • 2103175 – Stefna í aðgengismálum í Hafnarfirði, starfshópur

      Tilnefningar í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

      Margrét V. Marteinsdóttir
      Hildur Rós Guðbjargardóttir
      Ásamt fulltrúa ráðgjafarráðs sem skipaður verður síðar.

    • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

      Tilnefningar í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

      Valdimar Víðisson.
      Sigrún Sverrisdóttir
      Guðmundur Árni Stefánsson
      Lovísa Traustadóttir
      Rósa Guðbjartsdóttir

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Tilnefningar í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

      Jóhanna Erla Guðjónsdóttir
      Magnús Gylfason
      Kristinn Andersen

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Tilnefningar í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

      Bjarney G. Jóhannesdóttir
      Stefán Már Gunnlaugsson
      Helga Ingólfsdóttir

    • 2206159 – Atvinnustarfsemi á nýbyggingarsvæðum

      Lögð fram drög að erindisbréfi og tilnefningar í starfshóp.

      Bæjarráð samþykkir erindisbréf.

      Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar:

      Jón Atli Magnússon
      Davíð Már Bjarnason
      Steinunn Guðmundsdóttir
      Orri Björnsson
      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir

    • 2207339 – Samfylkingin, tillögur og fyrirspurnir

      Lagðar fram tillögur og fyrirspurnir bæjarfulltrúa Samfylkingar.

      1. Nýir starfshópar. Tillaga Samfylkingarinnar:
      A) Skipaður verði sérstakur undirbúnings/framkvæmdahópur vegna áforma um flutning Tækniskólans á hafnarsvæðið. Ljóst er að málið er risavaxið og kostnaður mun hlaupa á milljörðum fyrir Hafnarfjörð og lúta að skipulagi hafnarsvæðis, uppkaupum, breytingum á umferðarmannvirkjum og fleiru. Hópurinn verði fimm manna og kosinn af bæjarráði/bæjarstjórn og hafi náið samráð við viðeigandi nefndir og ráð og aðra hagsmunaaðila. Hópurinn taki strax til starfa og skili fyrsta áliti til bæjarstjórnar fyrir 1.desember næstkomandi.
      B) Skipaður verði fimm manna starfshópur vegna áforma um mikla uppbyggingu í Straumsvík vegna Carbix og nauðsynlegra hafnargerðar í því samhengi. Um spennandi verkefni er að ræða og mikilvægt að heildaryfirsýn fáist í málinu hið allra fyrsta. Hópurinn hafi það verkefni að kortleggja stöðu mála, leggja um framkvæmdaáætlun, auk þess sem fjárhagslegar forsendur verði greindar. Hann hafi samráð við hafnarstjórn og aðra hlutaðeigandi aðila. Áfangaskýrslu verði skilað frá hópnum 1.desember næstkomandi.

      2. Fyrirspurn: Yfirlit yfir lagfæringar og endurbætur á Suðurbæjarlaug, kostnaðaráætlun og stöðu verks og verklok. Og upplýst verði hversu oft og lengi laugin hefur verið lokuð almenningi síðustu 4 árin.

      3. Skilað verði yfirliti yfir lóðarhafa, þar sem byggingarframkvæmdir eru á verkstigi. Þar verði einnig greint frá verkstöðu framkvæmda. Þá verði upplýst um stöðu nýrra lóða, svo sem í Áslandi 4 og hvenær áformað er að unnt verði að auglýsa þær lausar til umsóknar. Ennfremur stöðu gatnagerðarframkvæmda af bæjarins hálfu á nýbyggingarsvæðum.

      4. Álagning fasteignagjalda vegna 2023 í ljósi stórhækkunar fasteignamats.

      Fyrirliggjandi tillögur eru lagðar fram og verða afgreiddar síðar.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja auk þess fram svohljóðandi tillögu:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að álagningstuðlar fasteignaskatta á einstaklinga og atvinnufyrirtæki verði lækkaðir fyrir árið 2023, þannig mikil hækkun fasteignamats (26,8% á fasteignir einstaklinga) leiði ekki sjálfkrafa til stóhækkunar á fasteignaskatti. Við það verði miðað að álögur verði þær sömu á árinu 2023 og voru á árinu 2022, að teknu tilliti til almennra verðlagsbreytinga.”

      Eins og kunnugt er hefur verið tilkynnt um verulega hækkun fasteignamats, að meðaltali um 26% í Hafnarfirði, sem að óbreyttu mun taka gildi frá og með áramótum 2023. Hér er um verulega íþyngjandi álögur fyrir fasteignaeigendur í bænum, einstaklinga og atvinnufyrirtæki. Almennt er talið að gríðarleg hækkun fasteignaverðs sé afleiðing verðbólgu umframeftirspurn og of lítið framboð fasteigna. Verðbólga á fleygiferð hefur þarna ennfremur neikvæð áhrif. Lítið framboð húseigna í Hafnarfirði á umliðnum árum, sem leiddi m.a. til fólksfækkun ar 2020, er þarna mikill áhrifavaldur. Vonir standa til þess að um “bóluhækkun” sé að ræða, sem muni ganga til baka á næstu misserum og fasteignaverð ná jafnvægi á nýjan leik. Og það leiði til jafnvægis á fasteignamati. Mikilvægt er hins vegar að verja skattgreiðendur ffyrir þessari sveiflu og því eigi Hafnarfjaðarbær að taka af öll tvímæli nú þegar og gefa bæjarbúum skýrt til kynna að auknar álögur verði ekki veruleiki á komandi ári. Í tillögunni er því gert ráð fyrir að við undirbúning fjárhagsáætlun bæjarins verði þessar forsendur borðliggjandi og öllum ljósar.

      Fulltrúar meirihlutans fagna því að fulltrúar Samfylkingarinnar taki nú undir stefnu meirihlutans í álagningu fasteignagjalda. Eins og bæjarstjóri hefur þegar lýst yfir opinberlega er það stefna meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að lækka álagningarstuðla fasteignagjalda fyrir árið 2023 og koma þannig til móts fasteignaeigendur í bænum líkt og gert hefur verið undanfarin ár þegar hækkun fasteignamats hefur orðið.

      Bæjarráð samþykkir að tillögunni verði vísað í fjárhagsáætlunargerð ársins 2023. Fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

      Fulltrúar Samfylkingar koma þá næst að svohljóðandi bókun:

      Bókun meirihlutans svarar ekki tillögu Samfylkingarinnar, heldur er um óskilgreint fyrirheit að ræða um lækkun fasteignaskatts. Tillaga Samfylkingarinnar er skýr og afdráttarlaus. Meirihlutinn er augljóslega ekki tilbúinn til að senda skýr skilaboð til bæjarbúa um skattálögur komandi árs. Mun Samfylkingin fylgja því fast eftir að að efnt verði fyrirheit um að “núlla” út gríðarlega hækkun fasteignamatsins við álögur komandi árs.

      Fulltrúar meirihlutans koma þá næst að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar meirihlutans benda á að í nýjum málefnasamningi meirihlutans fyrir árin 2022-2026 er það skýrt tekið fram að haldið skuli áfram lækkun fasteignagjalda.

    Fundargerðir

Ábendingagátt