Bæjarráð

8. september 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3608

Mætt til fundar

  • Valdimar Víðisson formaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Rúnar Þorvaldsson varamaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Guðmundi Árna Stefánssyni en í hans stað sat fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Guðmundi Árna Stefánssyni en í hans stað sat fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Tekið til umræðu. Guðmundur Sverrisson mætir til fundarins.

      Til umræðu.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar minna tillögu jafnaðarmanna á fundi bæjarráðs þann 28. júlí sl. um að álagningarstuðlar fasteignaskatta á einstaklinga og atvinnufyrirtæki verði lækkaðir fyrir árið 2023 svo að mikil hækkun fasteignamats, sem var 22% á íbúðarhúsnæði og 6,8% á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði, leiði ekki sjálfkrafa til stórhækkunar á fasteignaskatti. Í tillögunni var miðað við að álögur verði þær sömu á árinu 2023 og þær eru á yfirstandandi ári að teknu tilliti til almennra verðlagsbreytinga. Fulltrúar meirihlutans treystu sér ekki til þess að samþykkja þessa tillögu á áðurnefndum fundi bæjarráðs og nú þegar fjárhagsáætlunarvinnan er að fara af stað er meirihlutinn heldur ekki tilbúinn að taka af öll tvímæli og senda bæjarbúum skýr skilaboð um að auknar álögur verði ekki að veruleika á næsta ári.

      Fulltrúar meirihlutans bóka eftirfarandi:

      Stefna meirihlutans er skýr í þessum efnum. Fulltrúar meirihlutans ítreka að í nýjum málefnasamningi meirihlutans fyrir árin 2022-2026 er það skýrt tekið fram að haldið skuli áfram lækkun fasteignagjalda líkt og undanfarin ár. Fulltrúar meirihlutans gáfu einnig skýr skilaboð þar um, í byrjun júní síðastliðnum þegar hækkað fasteignamat lá fyrir, að ekki yrði breyting á stefnu meirihlutans um fasteignagjöld og álögur á íbúa og fyrirtæki.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar:

      Það er ljóst að forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 eru bundnar mun meiri óvissu en undanfarin ár sökum hækkunar verðlags og kjarasamninga. Því er mikilvægt að leita allra leiða til að halda rekstri bæjarins í sem mestu jafnvægi á næsta ári.

    • 2206924 – Brú lífeyrissjóður, réttindasafn eftirlaunasjóðs, endurgreiðsluhlutfall

      Tillaga frá Brú lífeyrisjóði varðandi endurgreiðsluhlutfall dags. 21.júní sl. til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir tillögu frá Brú lífeyrissjóði varðandi endurgreiðsluhlutfall og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1806349 – Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, innleiðing

      Bæjarfulltrúi Viðreisnar óskar eftir stöðumati á innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri og Elín Helga Björnsdóttir verkefnastjóri mæta til fundarins.

      Bæjarráð þakkar Elínu Helgu Björnsdóttir og Rannveigu Einarsdóttur fyrir kynninguna. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að uppfæra erindisbréf starfshóps vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Skipun stýrihóps barnvæns sveitarfélags til umræðu.

    • 2209191 – Tillaga um styttingu vinnuviku grunnskólakennara

      Löð fram tillaga um styttingu vinnuviku grunnskólakennara. Kristín Sigrún Guðmundsdóttir mannauðsstjóri og Hrund Apríl Guðmundsdóttir mennta- og lýðheilsusviði mæta til fundarins.

      Valdimar Víðisson vék af fundi undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir tillögur um styttingu vinnuviku grunnskólakennara í grunnskólum Hafnarfjarðar.

    • 2001243 – Innkauparáð

      Innkaupareglur, til afgreiðslu
      Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir innkaupareglur og innkaupastefnu og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

    • 2202180 – Hundahald, reglugerð

      Lagðar fram samþykktir um hundahald sem samþykktar voru í heilbrigðisnefnd mánudaginn 29. ágúst s.l.

      Bæjarráð samþykkir drög að reglugerð um hundahald og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lagt fram tilboð og kostnaðaráætlun í knatthús Hauka og lagt fram erindisbréf framkvæmdanefndar um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum. Pétur Vilberg Guðnason frá Stendingi verkfræðiþjónustu og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mæta til fundarins.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi erindisbréf framkvæmdanefndar um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Lagt fram uppfært tilboð í reiðhöll Sörla ásamt kostnaðaráætlun og lagt fram erindisbréf framkvæmdanefndar um uppbyggingu á athafnasvæði Hestamannafélagsins
      Sörla. Stefán Veturliðason frá VSB mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf framkvæmdanefndar um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla.

    • 2205311 – Hamranes, efnistökusvæði, fyrirspurn

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna fyrirspurnar vegna lóðar undir farsímamastur í Hamranesi.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.

    • 22061009 – Klausturhvammur 26, breyting á lóð

      Lögð fram umsókn um breytingu á stærð lóðar.

      Bæjarráð hafnar umsókn um breytingu á stærð lóðar við Klausturhvamm 26.

    • 2208122 – Lóðarverð, skoðun og samanburður

      Lagt fram.

      Bæjarráð óskar eftir tillögum að breytingum á gjaldskrá vegna lóðarverðs.

    • 2207339 – Samfylkingin, tillögur og fyrirspurnir

      Lögð fram svör við fyrirspurn.

    • 2010458 – Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal

      Skipun starfshóps og lögð fram drög að erindisbréfi.

      Til umræðu.

    • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

      Lögð fram fyrirspurn Samfylkingarinnar um málefni Tækniskólans auk skipunarbréfs í verkefnastjórn á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins um framtíðarhúsnæði Tækniskólans.

      Lagt fram skipunarbréf í verkefnisstjórn á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins um framtíðarhúsnæði Tækniskólans. Í skipunarbréfinu segir: ,,Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er m.a. að leiða fram niðurstöðu um fjármögnun og eignarhald húsnæðis Tækniskólans. Verkefnisstjórnin skoði leiðir til fjármögnunar verkefnisins og hvernig eignarhaldi á framtíðarhúsnæði skólans verði háttað m.a. út frá rekstrarfyrirkomulagi á skólanum. Kostnaðaráætlanir skulu yfirfarnar og skal verkefnisstjórnin móta framtíðarsýn um verkefnið í samhengi við stefnu og áherslur mennta- og barnamálaráðuneytis í starfsmenntun á Íslandi.“ Hópnum ber að skila tillögum fyrir 1. nóvember nk.

      Fyrirspurn Samfylkingarinnar um málefni Tækniskólans og hugsanlegan flutning hans til Hafnarfjarðar.

      Undir 2. lið á fundi bæjarstjórnar 31.08.2022 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram eftirfarandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja þau meginatriði sem finna má í fyrirliggjandi breytingum á Aðalskipulagi/hafnarsvæði. Ljóst er að ein forsenda þessara breytinga á landnotkun er hugsanlegur/áformaður flutningur Tækniskólans til Hafnarfjarðar á hafnarsvæðið. Verkefnið er spennandi en að mörgu er að huga. Eftir umræður í bæjarstjórn telja bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mikilvægt að fá allar staðreyndir upp á borð, svo sem varðandi fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins, deiliskipulag, vegamál og fleira. Í því ljósi er óskað eftir ítarlegri greinargerð bæjarstjóra varðandi stöðu málsins í ljósi ofanritaðs, næstu skref og tímasetningar. Greinargerð bæjarstjóra liggi fyrir 1.október.

      Í greinargerð bæjarstjóra sem óskað er eftir í bókun Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi þann 31. ágúst sl. óskum við m.a. eftir að eftirfarandi fyrirspurnum verði svarað:

      1. Hvar er málið statt og hver er tímarammi áforma um flutning Tækniskólans til Hafnarfjarðar?
      2. Hefur verið haldinn fundur í samráðsnefnd með ríkisvaldinu og skólayfirvöldum, sem bæjarstjóri á sæti í og hver er verkáætlun þeirrar nefndar?
      4. Hver er áætlaður kostnaður Hafnarfjarðarbæjar við flutning skólans á hafnarsvæðið.
      a) m.a. vegna uppkaupa og annars kostnaðar vegna lóðar undir skólann?
      b) sem og kostnaður við hlutdeild Hafnarfjarðarbæjar við nýframkvæmdir Tækniskólans?
      5. Er tekið tillit til þessara þátta í breytingatillögu aðalskipulags á hafnarsvæðinu sem var til umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 31. ágúst sl.?
      6. Hvernig verður þá aðgengi að skólanum?
      7. Er búið að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu á svæðinu, ekki síst með tilliti til samgöngu- og bílasæðamála?

    Fundargerðir

    • 2208013F – Hafnarstjórn - 1623

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.ágúst sl.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar frá 30.ágúst sl.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Lagðar fram fundargerðir framkvæmdanefndar frá 12 og 26.ágúst og 2.september sl.

    • 2201361 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 29.ágúst sl.

    • 2208012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 393

    • 2201358 – Strætó bs, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4.júlí sl.

Ábendingagátt