Bæjarstjórn

15. febrúar 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1674

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður Hafnarfjarðarbæjar
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 25.01.12 og 01.02.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

    • 1107149 – Aðalskipulag Norðurbær breyting

      Liður 9 úr fundargerð SBH frá 7.febr. sl.$line$Tekin til umræðu breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar Norðurbæinn í Hafnarfirði. Jafnframt er unnið að endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjarins. Kynningarfundur á aðalskipulagi og deiliskipulagi var haldinn 31. mars 2011.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.2011 verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verður umsagnartími deiliskipulags framlengdur sem nemur auglýsingartíma aðalskipulagsins. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Norðurbæ Hafnarfjarðar dags. 11.07.2011 verði sett í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti athugasemdalaust að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015

      5. liður úr fundargerð BÆJH frá 9.febr. sl.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir vinnu að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 2013 – 2015.$line$Einnig lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012 í samræmi við nýjan lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. 6. dagskrárliður.$line$ $line$Bæjarráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun 2012 til bæjarstjórnar.$line$

      Forseti bar fram tillögu um að 4. og 5. dagskrárliður, Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015 og Lánsfjárheimildir 2012, yrðu teknir til sameiginlegrar umræðu í bæjarstjórn. Ekki voru gerðar athugasemdir við þá tillögu og taldist hún samþykkt. $line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Valdimar Svavarsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. $line$$line$Gert stutt fundarhlé. $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls að nýju. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. $line$$line$Forseti bar upp svohljóðandi tillögu: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir Viðauka I sem er breyting á fjárhagsáætlun 2012. Breytingin er tilkomin vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 410 milljón k.000.000 kr. til 12 ára en lánið er tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðnum á árinu 2012. Lánið verður fært á eignasjóð en áhrif lántökunnar kom þannig fram í áætlun ársins ; $line$ Í rekstrareikning hækka rekstrargjöld þ.e fjármagnsliðir um 30 milljón krónur.$line$ Í efnahagsreikningi, eigið fé lækkar um 30 milliljónir, langtímaskuldir hækka um 425,1 milljón krónur, næsta árs afborgarnir hækka um 13,8 milljón krónu og skammtímaskuldir lækka 395,2 milljón krónur. $line$ Í sjóðstreymi lækkar veltufé frá rekstri um 14,8 milljón krónur eða sem nemur vöxtum ársins af láninu. Í fjármögnunarhreyfingum er tekið tillit til lántökunnar eða 410 milljón krónur og afborganir af láninu 13,8 milljón krónur $line$Aukin útgjöld kom til lækkunar á áætluðum rekstrarafgangi fyrir árið 2012.”$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum framlagða tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2012. 5 sátu hjá.

    • 1202097 – Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012

      6.liður úr fundargerð BÆJH frá 9.febr.sl.$line$Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna endurfjármögnunar afborgana lána hjá sjóðnum.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 410.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðnum á árinu 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.$line$$line$Jafnframt er Guðmundir Rúnari Árnasyni kt. 010358-4779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.”$line$

      Forseti bæjarstjórnar bar upp framlagða tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar á fundi sínum þann 9. febrúar sl. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum framlagða tillögu. 5 sátu hjá.$line$$line$Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á að greiðslubyrði bæjarins, kjör og skilmálar við endurfjármögnun láns frá Depfa eru bænum verulega íþyngjandi og ljóst að án frekari aðgerða verður erfitt fyrir bæinn að ná endum saman. Það lán sem bærinn stefnir nú á að taka er hugsað til að létta á og framlengja þeim greiðslum sem greiða á Lánasjóð sveitarfélaga á árinu. Aftur á móti sýnir þessi lántaka að reksturinn er varla að skila nægum afgangi til að standa undir þeim afborgunum sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem samþykkt var fyrir einungis tveimur mánuðum.” $line$$line$Rétt er líka að benda á að enn liggur ekki fyrir þriggja ára áætlun bæjarsjóðs sem venja hefur verið að afgreiða samhliða fjárhagsáætlun í desember. Þegar spurt hefur verið um ástæður þessarar tafar hafa fjármálastjóri og bæjarstjóri svarað því til að enn sé verið að ná áætluninni saman. Þetta þýðir einfaldlega að tekjur standa enn ekki undir útgjöldum í áætlunum næstu ára og því ljóst að enn þarf að lækka kostnað eða hækka skatta til að ná endum saman. Þetta er því staðan þrátt fyrir yfirlýsingar Samfylkingar og Vinstri grænna um að búið sé að koma böndum á rekstur bæjarins og ekki verði af frekari niðurskurði. Það þýðir þá væntanlega að meirihlutinn ætlar að hækka enn og aftur álögur á bæjarbúa á næstunni til þess að ná að standa við skuldbindingar bæjarins við Depfa.$line$$line$Bæjarfulltúar Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af hvort bæjarfulltrúi Vinstri grænna, og tilvonandi bæjarstjóri, geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem bærinn er kominn í og hvað væntanlegur bæjarstjóri ætlar að taka til bragðs við að snúa þessari þróun við. $line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka jafnframt þá skoðun sína, eftir að hafa farið yfir samninginn við Depfa, að hann sé Hafnfirðingum afar óhagstæður og ekki komið til móts við Hafnarfjarðarbæ í erfiðri stöðu, eins og dæmi eru um annars staðar. Lagt er til að samningar verði án tafar teknir upp aftur til að ná viðunandi niðurstöðu, sem geri bæjarfélaginu kleift að vinna sig út úr þeirri stöðu sem því hefur verið komið í.” $line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign),Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign).$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:$line$”Þessi bókun undirstrikar enn og aftur að það hugnast bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins illa að vel gangi að vinna úr þeirri stöðu sem orsakaðist af efnahagshruninu 2008. Þráhyggja þeirra varðandi lánasamninginn við Depfa kallar á óháð mat á þeim samningi. Sjálfstæðisflokkurinn leggur engar efnislegar tillögur fram frekar en fyrri daginn, heldur kastar fram óábyrgum, hálfkveðnum vísum sem ekki eru einu sinni svaraverðar.” $line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).

    • 1112145 – Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar, úrbætur

      7.liður úr fundargerð BÆJH frá 9.febr. sl.$line$Kynnt drög að nýjum samþykktum fyrir eftirlaunasjóðinn.$line$Bæjarráð vísar drögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa drögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.$line$$line$Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa allri ábyrgð á þeirri slæmu stöðu Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar sem raun ber vitni og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna á fyrrverandi bæjarstjóra Samfylkingarinnar og meirihluta stjórnar sjóðsins sem síðastliðin 10 ára hefur verið skipuð tveimur fulltrúm Samfylkingarinnar. Sjóðurinn var í öðru sæti yfir þá sjóði sem töpuðu mest samkvæmt skýrslunni en það sem í raun er alvarlegra er að meirihluti Samfylingarinnar svaf á verðinum varðandi eftirlaunaskuldbindingar vegna fyrrum starfsmanna Byrs sparissjóðs. Þær skuldbindingar gætu fallið á bæjarsjóð og gætu numið á milli 1500 og 2000 milljónum.”$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign),Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign).$line$$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:$line$”Það er algerlega fráleitt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að ætla að gera bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar ábyrga fyrir afleiðingum efnahagshrunsins, að ekki sé talað um að gera þá ábyrga fyrir því hvernig fór fyrir Sparisjóði Hafnarfjarðar og Byr. Ábyrgðin á því verður ekki tekin af Sjálfstæðisflokknum og efnahagsstefnu hans. Þess ber jafnframt að geta að stjórn Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðarbæjar rekur nú mál vegna lífeyrisskuldbindinga fyrrum starfsmanna sparisjóðsins fyrir dómstólum.$line$Til skoðunar er að háfu Alþingis að gera framhaldsrannsókn á lífeyrissjóðunum. Eðlilegt er að bíða eftir því að niðurstaða þeirrar skoðunar og eftir atvikum rannsóknar liggi fyrir, áður en tekin verður ákvörðun um sjálfstæða rannsókn á einstökum lífeyrissjóðum. $line$Sú tillaga sem hér liggur fyrir til fyrri umræðu kemur að fullu til móts við allar ábendingar Fjármálaeftirlitsins og rannsóknarnefndar um lífeyrissjóðina. Brýnt er að koma þeim sem fyrst til framkvæmda.” $line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).

    • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.febr.sl.$line$a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27.jan. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 6.febr. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 9.febr. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 7.febr.sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.jan. sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1.febr. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.febr. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 8.febr. sl.

      Geir Jónsson tók til máls undir 5. lið – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins – í fundargerð fjölskylduráðs frá 8. febrúar sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 15. lið – Samgönguáætlun 2011-2022 – og 16. lið – Samgönguáætlun 2011-2014 – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 8. febrúar sl.

Ábendingagátt