Bæjarstjórn

29. febrúar 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1675

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður

Mættir allir aðalbæjarfulltrúar nema Kristinn Andersen. Í hans stað mætti Ólafur Ingi Tómasson.

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bar upp tillögu um að dagskrárliður í útsendri dagskrá nr. 3 verði dagskrárliður nr. 8 og dagskrárliður nr. 8 verði nr. 3. Ekki voru gerðar athugasemdi

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður Hafnarfjarðarbæjar

Mættir allir aðalbæjarfulltrúar nema Kristinn Andersen. Í hans stað mætti Ólafur Ingi Tómasson.

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bar upp tillögu um að dagskrárliður í útsendri dagskrá nr. 3 verði dagskrárliður nr. 8 og dagskrárliður nr. 8 verði nr. 3. Ekki voru gerðar athugasemdi

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 08.02.12 og 15.02.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$Lagt fram.$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók máls undir 8. til 12. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 8. febrúar sl. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók máls.

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar.

      Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti athugasemdalaust að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar

      Bornar upp eftirfarandi tilnefningar:$line$Varafulltrúi í fræðsluráði í stað Guðlaugar Sigurðardóttur:$line$Dagbjört Gunnarsdóttir, Víðivangur 3, 220 Hafnarfirði.$line$$line$Varafulltrúi í menningar- og ferðamálanefnd í stað Kristins Árna Lár. Hróbjartssonar:$line$Halldóra Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 45, 220 Hafnarfirði.$line$$line$Ekki bárust aðrar tilnefningar og töldust því framangreind réttkjörin í viðkomandi ráð og nefnd.

    • 1112145 – Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar, samþykktir, síðari umræða

      7.liður úr fundargerð BÆJH frá 9.febr. sl.$line$Kynnt drög að nýjum samþykktum fyrir eftirlaunasjóðinn.$line$Bæjarráð vísar drögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$ $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa drögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.$line$$line$

      Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir fundarsköpum. Geir Jónsson tók til máls að nýju. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 16:20. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir. $line$$line$Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. $line$$line$Forseti bar upp tillögu um að framlögð samþykkt fyrir Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar verði samþykkt. Samkvæmt beiðni bæjarfulltrúans Guðmundar Rúnars Árnason var tillagan afgreidd með eftirfarandi nafnakalli: $line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir, Já$line$Valdimar Svavarsson, Greiðir ekki atkvæði$line$Rósa Guðbjartsdóttir, Greiðir ekki atkvæði$line$Ólafur Ingi Tómasson, Greiðir ekki atkvæði$line$Geir Jónsson, Greiðir ekki atkvæði$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Já$line$Guðmundur Rúnar Árnason, Já$line$Guðfinna Guðmundsdóttir, Já$line$Helga Ingólfsdóttir, Greiðir ekki atkvæði$line$Eyjólfur Sæmundsson, Já$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir, Já$line$$line$Tillagan telst samþykkt með 6 atkvæðum. 5 greiddu ekki atkvæði.$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mjög brýnt að fyrir liggi skýringar á því hvort og hvernig brugðist var við ítrekuðum athugasemdum sem endurskoðendur gerðu við rekstur og stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar á síðastliðnum árum áður en nýjar samþykktir sjóðsins eru afgreiddar frá bæjarstjórn. Umfjöllun úttektarnefndar um lífeyrissjóði $line$er þungur áfellisdómur yfir stjórn og stjórnarháttum sjóðsins. Sjóðurinn tapaði hlutfallslega næst mestu allra lífeyrissjóða í landinu og alvarlegar athugasemdir eru gerðar við verklag og ferla í stjórnun sjóðsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að að Samfylkingin í Hafnarfirði ber ábyrgð á þeirri slæmu stöðu, þar sem fyrrverandi bæjarstjóri Samfylkingarinnar $line$lýsa allri ábyrgð á þeirri slæmu stöðu Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar sem raun ber vitni og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna á fyrrverandi bæjarstjóra Samfylkingarinnar og meirihluta stjórnar sjóðsins sem síðastliðin 10 ára hefur verið skipuð tveimur fulltrúm Samfylkingarinnar. en það sem í raun er alvarlegra er að meirihluti Samfylingarinnar svaf á verðinum varðandi eftirlaunaskuldbindingar vegna fyrrum starfsmanna Byrs sparissjóðs. Þær skuldbindingar gætu fallið á bæjarsjóð og gætu numið á milli 1500 og 2000 milljónum.”$line$$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:$line$”Það er með ólíkindum hvernig bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma fram í þessu máli. Það hefur verið til umfjöllunar í alllangan tíma og engar hugmyndir komið frá Sjáflstæðisflokknum aðrar en að fresta afgreiðslunni á síðustu stundu, við síðari umræðu. Þar með reyna bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að bregða fæti fyrir umbætur sem allir eru sammála um að séu nauðsynlegar. Rangar fullyrðingar í bókun Sjálfstæðisflokksins og framganga þeirra í þessu máli dæma sig sjálfar. Að öðru leyti vísa bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG til bókunar á síðasta fundi bæjarstjórnar.”$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign).

    • 1112080 – Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi

      7.liður úr fundargerð SBH frá 21.febr. sl.$line$Tekin fyrir beiðni fræðsluráðs Hafnarfjarðar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að í stað þess að byggður verði grunn- og leikskóli við Bjarkavelli 3 verði verði byggður 4ra deilda leikskóli. meirihluti skipulags- og byggingarráðs heimilaði 10.1.2012, breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi dags. 08.02.12.$line$$line$Meirihluti skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu til breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.$line$Gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bjarkavalla 3, Hafnarfirði í samræmi við uppdrátt dags. 8. febrúar 2012 í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og vísa í fyrri bókun dags. 10. jan. sl.$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Gert stutt fundarhlé. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls að nýju.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.$line$$line$Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$”Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja benda á það að ekki er gert ráð fyrir þeim byggingum sem hér um ræðir í fjárhagsáætlun 2012 og verður ákvörðun um framkvæmdir ekki tekin öðruvísi en að fjármunum verði ráðstafað til þeirra á þeim vettvangi. Afstaða er því ekki tekin hér til byggingar leikskóla á þessu stigi. Vegna deiliskipulagsbreytingar úr leik- og grunnskóla í 4 deilda leikskóla bendum við á mikilvægi þess að tryggt verði að grenndarsamfélagið sem hagsmuna eigi að gæta fái vandaða kynningu á fyrirhugaðri breytingu á skólafyrirkomulagi hverfisins, ef til framkvæmda kemur.”$line$$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:$line$”Breyting þessi myndi létta talsvert á umferð á svæðinu og minnka byggingarmagn á reitnum. Enn fremur er því beint til fræðsluráðs að fara nú þegar í skoðun á skiptingu skólahverfa á Völlum með þegar fyrirhugaða uppbyggingu hverfisins á næstu árum í huga.$line$Gagnrýni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi það að ekki sé gert ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í fjáhagsáætlun fyrir árið 2012 á ekki við þar sem ekki er stefnt að framkvæmdum fyrr en í fyrsta lagi 2013 og að sjálfsögðu þarf að gera ráð fyrir þeirri framkvæmd þegar þar að kemur.”$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign).

    • 1202053 – Samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál

      11.liður úr fundargerð SBH frá 21.febr. sl.$line$Tekið fyrir að nýju erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Samgönguáætlun 2011-2022, mál. 393. Umsagnarfrestur er til 29.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs að umsögn.$line$ $line$Þorsteinn Hermannsson, skipulagsverkfræðingur frá innanríkisráðuneytinu kom og gerði grein fyrir samgönguáætlun.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögnina fyrir sitt leiti og vísar sameiginlegri umsögn til bæjarstjórnar.$line$

      Forseti bar fram tillögu um að 5. og 6. liður í dagskrá yrðu teknir sameiginlega til umræðu. Ekki bárust athugasemdir við tillöguna og taldist hún samþykkt.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða umsögn með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1202050 – Samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál

      12.liður úr fundargerð SBH frá 21. febr.sl.$line$Tekið fyrir að nýju erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Samgönguáætlun 2011-2014, mál. 392. Umsagnarfrestur er til 29.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0533.html. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs að umsögn.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögnina fyrir sitt leiti og vísar sameiginlegri umsögn til bæjarstjórnar.$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða umsögn með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      13.liður úr fundargerð SBH frá 21.febr. sl.$line$Tekin til umræðu heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að hefja vinnuna. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Áður lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns. Áður lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp sem hafa skal umsjón með verkefninu. Lögð fram tillaga starfshópsins að verkefnislýsingu.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leggja verkefnislýsinguna fyrir bæjarstjórn og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 í samræmi við fyrirliggjandi verkefnislýsingu.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      3.liður úr fundargerð SBH frá 21.febr. sl.$line$Gasfélagið ehf leggur 14.09.10 fram tillögu að deiliskipulagi, samkvæmt teikningum verkfræðistofunar Mannvits dags.09.09.2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Skipulags- og byggingarráð óskaði 21.09.10 eftir umhverfismati áætlunar ásamt fylgigögnum þ.m.t. áhættumati, umsögn Brunamálastofnunar og Slökkviðliðs Höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn um málsmeðferð til Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat áætlunar. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 07.10.10 þar sem fram kemur að gasstöð í Straumsvík falli ekki undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Með tilvísan í 5. mgr. 9. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 telur Skipulagsstofnun Hafnarfjarðarbæ þó í fullum rétti að fara fram á að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsáætlunarinnar á umhverfi. Áður lögð fram öryggisúttekt Mannvits ehf. Lögð fram greinargerð Mannvits ehf um áhrif á umhverfi dags. 27.10.11, ásamt umsögnum Vinnueftirlits ríkisins dags. 14.10.11, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 21.10.11 og Mannvirkjastofnunar dags. 30.08.11. Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi dags. 08.02.12.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð ákveður að senda deiliskipulagið í auglýsingu með fyrirvara um samþykki Hafnarstjórnar, og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýst verði tillaga að deiliskipulagi fyrir gasstöð í Straumsvík í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. $line$$line$Eyjólfur Sæmundsson tók til máls og lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu málsins. Forseti bar upp tillögu um að Eyjólfur viki sæti við meðferð málsins. Ekki voru gerðar athugasemdir af hálfu bæjarfulltrúa og taldist tillagan samþykkt.$line$$line$Ólafur Ingi Tómasson tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu frá skipulags- og byggingarráði með 10 samhljóða atkvæðum.

    • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.febr. sl.$line$a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 1. og 15.feb. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.febr.sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 23.jan. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 20.febr. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 23.febr. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 22.febr. sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.febr. sl.$line$c. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13.febr. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráð frá 21. febr. sl.$line$

      Eyjólfur Sæmundsson tók sæti að nýju á fundinum. Ólafur Ingi Tómasson 3. lið – Trúfélög, aðskilnaður frá skólastarfi – í fundargerð fræðsluráðs frá 20. febrúar sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 2. lið – Kaplakriki, tryggingarmál – í fundargerð bæjarráðs frá 23. febrúar sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir 8. lið – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2010-2011 – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 21. febrúar sl. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari.

Ábendingagátt