Bæjarstjórn

28. mars 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1677

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 07.03.12 og 14.03.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      11. liður úr fundargerð SBH frá 20.mars sl.$line$Tekin til umræðu skilti, lausstandandi og á byggingum.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð vísar skiltareglugerðinni til samþykktar bæjarstjórnar og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$ “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að “Samþykkt um skilti í landi Hafnarfjarðar” frá árinu 2011.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Sigríður Björk Jónsdótir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir koma að andsvari öðru sinni, Sigríður Björk Jónsdóttir svarði andsvari öðru sinni. $line$Fleiri tóku ekki til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að “Samþykkt um skilti í landi Hafnarfjarðar” með 11 atkvæðum.

    • 1202274 – Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar, endurskoðun

      2.liður úr fundargerð FJÖH frá 21.mars sl.$line$Til fundarins mætti Anna Jörgensdóttir, lögmaður stjórnsýslu, og kynnti drög að nýju embættisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar.$line$ $line$Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu þess til bæjarstjórnar.$line$

      Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs.$line$Fleiri tóku ekki til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar með 11 atkvæðum.

    • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð bæjarráðs frá 22. mars sl.$line$a. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.febr.sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 6.mars sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.mars sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 21.mars sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.mars sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21. mars sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 9.mars sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2.mars sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 19.mars sl.

      Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21. mars sl. 5. liðar Bolaalda landmótunarsvæði mál nr. 1112164, 1. varaforseti Valdimar Svavarsson tók við stjórn fundarins, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við upphaflegri ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að stuttri athugasemd, Helga Ingólfsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd. $line$Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 19. mars sl. 2. liðar, Barnaskóli Hjallastefnunnar mál nr. 1008206, sem og vegna 1. liðar, Skólaskipan í Hafnarfirði mál nr. 1201082, einnig vegna 3. liðar, Trúar-, lífsskoðunarfélög og skólastarf mál nr. 10103568. $line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls vegna fundargerðar fræðsluráðs 1. liðar Skólaskipan í Hafnarfirði, vegna 2. liðar Barnaskóli Hjallastefnunnar og 3. liðar Trúar-, lífsskoðunarfélög og skólastarf, Kristinn Andersen kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Geir Jónsson koma að andsvari við upphaflegri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari Geirs Jónssonar, Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason kvaddi sér hljóð vegna fundargerðar bæjarráðs frá 22.mars sl. 5. liðar Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar mál nr. 1112145, Kristinn Andersen kom að andsvari, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir koma að andsvari öðru sinni, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni, Geir Jónsson kom að andsvari við upphaflegri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari.$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók einnig til máls undir sama lið fundargerðar bæjarráðs frá 22. mars sl.$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls vegna sama liðar,Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni, Geir Jónsson kom að andsvari við upphaflega ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar.$line$Fleiri tóku ekki til máls.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2015, síðari umræða

      Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun 2013-2015 tekin til síðari umræðu.

      Guðmundur Rúnar Árnason kvaddi sér hljóðs, Valdimar Svavarsson tók síðan til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir, 1. varaforseti Valdimar Svavarsson tók við stjórn fundarins, Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Geir Jónsson tók þessu næst til máls, Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju. Kristinn Andersen tók síðan til máls, þá Guðrún Ágúst Guðmundsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.$line$Fleiri tóku ekki til máls. $line$$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða þriggja ára áætlun fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar og fyrirtæki hans fyrir árin 2013 – 2015 með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá. Helstu niðurstöður fyrir A og B hluta eru eftirfarandi í millj.kr.:$line$$line$

      Ár Ár Ár
      2013 2014 2015
      Heildartekjur 16.657 16.865 17.090
      Heildargjöld (14.625) (14.570) (14.649)
      Afkoma fyrir fjármagnsliði 2.032 2.295 2.441
      Fjármagnsliðir (1.278) (1.197) (1.116)
      Afkoma ársins 754 1.098 1.325
      Eignir 44.804 44.159 43.407
      Eigið fé 8.166 9.264 10.590
      Skuldir 36.638 34.895 32.817
      Veltufé frá rekstri 1.988 2.221 2.398

      $line$$line$Helga Ingólfsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$”Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árin 2013-2015 ber það augljóslega með að staða bæjarsjóðs er mjög þröng og lítið sem ekkert má útaf bregða til þess að forsendur gangi ekki upp. Eins og Sjálfstæðismenn hafa bent á þá eru afborganir lána mjög þungar á næstu árum, vaxtakostnaður mjög hár og mikil óvissa með endurfjármögnun á erlendum lánum árið 2015 sem núna eru að fjárhæð um 10 milljarðar króna.$line$ $line$Óvissa í þessari áætlun er mikil bæði vegna verðbólgu og mikillar óvissu um þróun á gengi krónunnar.$line$Það sem af er þessu ári þá hefur gengi Evru hækkað um 6,3% sem eitt og sér hefur hækkað höfuðstól lána um nærri 800 milljónir og hefur þetta eitt og sér neikvæð áhrif á greiðsluflæði uppá rúmar 80 milljónir eða tæplega helming þess fjár sem áætlaður er til fjárfestinga á árinu 2012. $line$ $line$Í áætlunum er gert ráð fyrir um 1% fjölgun íbúa á ári og ljóst er að það mun kalla á aukinn kostnaðarauka eins og gert er ráð fyrir í áætlunum en einnig er að okkar mati töluverð óvissa um þann kostnað og fjárfestingar sem mjög líklegt er að ráðast þurfi í vegna aukins leikskóla- og skólahúsnæðis. Að okkar mati þá rúmast það vart innan þeirra 190 milljóna sem áætlaðar eru til framkvæmda árin 2012-2014. $line$ $line$Í 3ja ára áætlun er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta(EBITA) verði nálægt 20% sem er umtalsverð hækkun ef litið er til reksturs bæjarsjóðs á umliðnum árum. Þannig gerir þessi 3ja ára áætlun ráð fyrir verulega bættum rekstri án þess að sýna með hvaða hætti þessari niðurstöðu verði náð. Ekki liggur fyrir útgönguspá vegna ársins 2011 og því ekki ljóst hvort þær hagræðingaraðgerðir sem farið var í í ársbyrjun 2011 hafi skilað sér með bættri afkomu bæjarsjóðs.$line$ $line$Sjálfstæðismenn ítreka mikilvægi þess að áætlanir um útgjöld standist og að unnið verði að því að skapa fyrirtækjum og einstaklingum hagstætt umhverfi til fjárfestinga. Þannig aukum við verðmæti eigna bæjarfélagsins, stuðlum að fjölgun starfa og bættu mannlífi í bænum.”$line$ $line$Valdimar Svavarsson(sign)$line$Rósa Guðbjartsdóttir(sign)$line$Kristinn Andersen(sign)$line$Geir Jónsson(sign)$line$Helga Ingólfsdóttir(sign)$line$$line$Gert var stutt fundarhlé og síðan var fundifram haldið.$line$$line$Guðfinna Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyir hönd bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$”Sú áætlun til næstu þriggja ára sem hér er lögð fram sýnir með skýrum hætti þann viðsnúning sem orðinn er og þá stöðu sem bæjarsjóður er kominn í. Með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í kjölfar efnahagshrunsins, hefur náðst gott jafnvægi í rekstri bæjarins og traustur grunnur til að byggja á til framtíðar. $line$Áfram er fylgt þeirri stefnu að áætlanir um tekjur séu varfærnar um leið og þær eru raunhæfar. Verði um að ræða jákvæða þróun í efnahagslífinu í heild, mun þess fljótt sjá stað í auknum tekjum bæjarsjóðs ? og þar með enn jákvæðari niðurstöðu.$line$Gert er ráð fyrir áframhaldandi hraðri niðurgreiðslu skulda á tímabilinu. Með þeirri hagstæðu endurfjármögnun sem samningar náðust um í árslok 2011, bættust skilyrði til þess enn frekar. Svokallað skuldahlutfall, þ.e. skuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum má samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum ekki vera hærra en 150%. Sveitarfélögum eru gefin 10 ár til að aðlagast þessum nýju reglum. Árið 2009 var nettóskuldahlutfall, þ.e. að frádregnu hlutfalli veltufjár frá rekstri, 276%. Gert er ráð fyrir því að á þessu ári verði hlutfallið komið niður í 222% og í 180% við lok þess tímabils sem þessi áætlun nær til. Verði tekjur meiri en varfærin tekjuáætlun gerir ráð fyrir, lækkar þetta hlutfall enn hraðar.$line$Heildartekjur samstæðunnar eru áætlaðar 16,6 ma. kr. á árinu 2013, 16,9 ma. kr. 2014 og 17 ma. 2015. Heildarútgjöld á árinu 2013 til 2015 eru áætluð um 14,7 ma. kr. og er framlegðin (EBITDA) um 3 til 3,3 ma. kr. eða frá 17%-19% af tekjum. Fjármagnsliðir eru áætlaðir á árinu 2013 1,3 ma. kr en fara lækkandi á árunum 2014 og 2015 vegna lækkandi skulda. Gert er ráð fyrir jákvæðari rekstrarafkomu öll árin, 753 millj. kr. á árinu 2013 en á árinu 2014 er afkoman áætluð um 1,1 ma kr. og á árinu 2015 um 1,3 ma. kr. $line$$line$Veltufé frá rekstri er sá mælikvarði sem litið er til þegar meta skal getu sveitarfélagsins til að standa við skuldbindingar sínar. Mælikvarðinn gefur meðal annars vísbendingu um hversu mikið er til ráðstöfunar frá rekstri til fjárfestinga og til greiðslu skulda. $line$$line$Á árunum 2013-2015 er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði tæpir 2 -2,4 ma. kr. sem er um 12-14% af heildartekjum.$line$Þessi árangur er ekki síst að þakka þrotlausri og óeigingjarnri vinnu starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar og ríkum skilningi þeirra og íbúanna á tímabundnum erfiðleikum.$line$Staðið hefur verið við allar félagslegar og fjárhagslegar skuldbindingar. Á þeim grunni sem hefur verið lagður, er Hafnarfjörður vel í stakk búinn til að vera áfram í farabroddi sveitarfélaga á Íslandi, hvað varðar þjónustu við íbúana.$line$$line$Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna er sannfærður um að þriggja ára áætlun hafi góða vísbendinu til reksturs bæjarins næstu árin sem um leið skapar öruggara rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og íbúa í bænum. Ábyrg og traust fjármálastjórn sem byggir á raunhæfum áætlum eins og þeirri sem hér er lögð fram mun án efa hafa jákvæð áhrif á atvinnunlíf og þannig efla og auka virði þeirra fjárfestinga sem bæði bæjarfélagið og atvinnulífið hefur lagt í undanfarin ár og gera Hafnarfjörð að enn ákjósanlegri kosti til atvinnurekstrar og búsetu.”$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign.)$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir sign.)$line$Gunnar Axel Axelsson (sign.)$line$Sigríður Björk Jónsdóttir (sign.)$line$Guðfinna Guðmundsdóttir (sign.)$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign.)

Ábendingagátt